mánudagur, september 12, 2016

Ljósleiðaravæðingin - framhald

Samkvæmt nýjum upplýsingum sem ég hef fengið í hendur kostar tengingin allt í allt 180.340.000 án virðisauka. 
75 milljónirnar sem þegar eru komnar frá ríkinu dragast frá þessari tölu. Hafið í huga að ég veit ekki hvort einhver virðisauki sé í þessari tölu. Það er heldur líklegt að styrkur fáist fyrir 250 tengingum allt í allt (en ekki öruggt) og verður þá framlag ríkisins allt í allt 123.750.000.
Tengigjöld miðað við 250 heimili eru 50.403.000.
Vinsamlegast hafið í huga að þessar upplýsingar eru þvert á fyrri upplýsingar, þ.e. 180 milljónirnar eru ekki fyrir utan styrk né tengigjöld.

Fáist ekki meiri styrkur verður framlag Þingeyjarsveitar í mesta lagi tæpar 55 milljónir eða ca. 220 þús. á heimili miðað við 250 tengingar. 

Fari allt á besta veg gæti framlag Þingeyjarsveitar orðið 5.847 milljónir.* Það er um 25.000,- á hvert heimili. Það ívið lægra en 750 þúsundin sem upphaflega var talað um.

Þessar tölur miðast allar við að 250 heimili tengist. 
Ég ítreka fyrirvara vegna virðisaukaskatts.

Ég vil svo þakka Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrir að ljósleiðaravæða Þingeyjarsveit og minnihlutanum fyrir að tryggja okkur betri samninga.


*Til að setja í samhengi má benda á að þetta er lægri upphæð en starfslokasamningur fv. skólastjóra kostaði sveitarfélagið.