föstudagur, apríl 25, 2014

Varðandi Pallinn - Til Þóru og Völla

Þóra Sigurðardóttir og Völundur Snær Völundarson skrífa grein í nýjasta Skarp vegna lokunar Pallsins.
Mig og mág minn (hans hugmynd) langar að benda Þóru og Völla á að hér í Þingeyjarsveit, sem æskustöðvar Völla tilheyra nú, er til fínasta hús sem er því miður vannýtt.
Ljósvetningabúð í Kaldakinn er stórt og mikið hús, með löggiltu eldhúsi og góðum sal sem hentar bæði til tónlistarhalds og leiksýninga.
Hér er því hús sem vantar kraftmikið og áhættusækið fólk og Þóra og Völli eru kraftmikið og áhættusækið fólk sem vantar hús.
Ef þetta er ekki match made in heaven þá veit ég ekki hvað.


PS.
Ég ræð að vísu engu en ég er alveg viss um að meirihlutinn er tilbúinn til samninga.

sunnudagur, apríl 20, 2014

Löglegt en hversu siðlegt?

Á haustdögum 2010 var eignarhaldsfélagið Atvinnuefling Þingeyjarsveitar ehf. stofnað:

,,Sveitarstjórn samþykkir að stofna einkahlutafélag sem hafi það að markmiði að efla og styrkja atvinnustarfsemi og búsetu í Þingeyjarsveit og nágrenni. Það fari með eignarhluti Þingeyjarsveitar í hinum ýmsu félögum sem stofnuð hafa verið í þeim tilgangi."

Var eignarhaldsfélagið stofnað, sveitarstjóri, oddviti og varaoddviti sett í stjórn og svo seldi Þingeyjarsveit Atvinnueflingu Þingeyjarsveitar ehf. fyrirtækin sín. Og já, ég samþykkti þetta allt saman og er sekari en syndin þegar kemur að stofnun þessa fyrirtækis.
Nýverið ákvað Atvinnuefling Þingeyjarsveitar ehf. að leggja til örlítinn part í fyrirtækið Aurora Observatory sem er sjálfseignarfélag. Það getur vel verið að Aurora Observatory sé ægilega fínt fyrirtæki sem á eftir að gera fullt af góðum hlutum enda er það ekki það sem truflar mig.
Það sem truflar mig er að stjórn Atvinnueflingar (fulltrúar meirihlutans) geti ákveðið algjörlega einhliða að setja fé sveitarfélagsins í fyrirtæki án þess að það sé rætt við eða borið undir sveitarstjórn og minnihlutinn fær ekkert tækifæri til athugasemda. Þá getur sveitarstjórn borið það fyrir sig að fyrirtækið sem hún leggur fé til og á fulltrúa í stjórn sé sjálfseignarfélag og þurfi þ.a.l. ekki að hlíta innkaupareglum Þingeyjarsveitar.
Nú má vera að það hafi ekki verið lögð há upphæð í Kárhólsævintýrið og má alveg líta í gegnum fingur með það. Hins vegar finnst mér þetta fyrirkomulag bjóða hættunni heim og því þarf að breyta sem fyrst.



Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...