Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 20, 2011

Synjunin

Ég hef alltaf verið hlynnt 26. grein stjórnarskrárinnar. Mér finnst nauðsynlegt að til staðar sé ákveðinn öryggisventill ef svo bæri við að stjórnmálamenn færu offari. Ég fagnaði ákaft þegar forsetinn virkjaði í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins 26. greinina og synjaði fjölmiðlalögunum svokölluðu staðfestingar. Af hverju fagnaði ég? Jú, ég stend vinstra megin við línuna frægu. Eins og málið var sett upp af fjölmiðlum og andstæðingum þáverandi ríkisstjórnar þá snerust lögin um persónulega vanþóknun Davíðs Oddssonar á Bónusfeðgum. Lögin snerust um eignahald á fjölmiðlum og krosseignatengsl. Forsetinn synjaði lögunum staðfestingar, ríkisstjórnin dró þau til baka og þau aldrei sett. 2008 varð efnahagshrun á Íslandi. Margt hefur verið tínt til um ástæður þess, m.a. að fjölmiðlar, flestir í eigu Bónusfeðga, sinntu ekki hlutverki sínu og það voru engin lög um krosseignatengsl. Úpps... Núna situr vinstri stjórn í landinu og að sjálfsögðu styð ég þá ríkisstjórn. Þannig í raun er alveg sama hvað