föstudagur, febrúar 16, 2007
Húsasmiðjan
Fór í Húsasmiðjuna á Húsavík núna áðan þegar klukkan var rúmlega þrjú. Var að leita að vinnugalla sem ég fékk að leita að alveg í friði. Fann einn sem átti að kosta rúmar fjögur þúsund krónur en var á tilboði og átti ekki að kosta nema ca. 2.500,- Ég tek gallann og fer að borga. ,,Þetta eru rúmar fjögurþúsund krónur" segir afgreiðslukonan. ,,Nei," segi ég ,,hann er á tilboði." ,,Nei, tilboðið rann út í gær" svarar hún og flettir einhverjum auglýsingapésa. ,,Já, en hann er verðmerktur svona," segi ég. ,,Já, það hefur bara gleymst að taka það niður." Ég náttúrulega sleppti því að kaupa gallann. Ég er alveg viss um að það verð á að gilda sem hangir uppi. Neytendasamtökin svara ekki símann nema milli 9-12 svo það væri gaman ef einhver vissi þetta.
fimmtudagur, febrúar 15, 2007
Gistingar
Við Braveheart höfum vaknað upp með stífluð nef undanfarna mánuði og ekkert skilið í því. Ekki hann, ofnæmisgemsar eins og ég eru vanir þessu. Þegar hann fór að kvarta fór ég að spá í málið og gera tilraunir. Henti sængurfötum og dýnum út í frost í sólarhring og þvoði svo allt. Þá eru komin vatnsglös á alla ofna. Ekkert virkar. Beindist grunurinn nú að myglusvepp enda raki á baðinu sem er við hliðina á svefnherberginu. Á mánudaginn komu svo smiðir og hentu öllu út. Það sem við höldum að væri að var ekki jafn slæmt og við var búist en annað var verra. Nú er búið að henda út mygluðu timbri og bæta í heilu, setja nýjan dúk á gólf og veggi, nýtt baðkar og baðherbergisinnréttingin bíður í pökkum í forstofunni. Allt orðið rosa flott og verður flottara! Helst vona ég samt að við losnum við nefstíflurnar. En ég gat ekki verið heima hjá mér á meðan (verða að hafa klósett) svo við Braveheart mátuðum okkur á bænum hans. Það virtist passa svona ljómandi. ,,Tengdó" hafði ákveðin vara á sér, hvort það væri einhver innrás yfirvofandi en það stendur ekki til. Það dugar ekkert minna en nýbygging utan um drottninguna:)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...