Færslur

Sýnir færslur frá mars 22, 2015

Áskorun

Þann 23. febrúar sl. skrifuðu nokkrir háskólakennarar áskorun til þeirra er málið varðar að taka upp kynjajafnréttisfræðslu á öllum skólastigum. Var áskorunin send víða en væntanlega ekki nógu víða. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson   birtir þessa áskorun á blogginu sínu í dag. Því ber bæði að fagna og deila sem víðast.

Amma Didda

Mynd
Þegar afi minn átti 100 ára fæðingarafmæli síðasta sumar minntist ég hans hér á blogginu . Stuttu síðar áttaði ég mig á því að amma mín hafði átt hundrað ára fæðingarafmæli árið á undan og þrátt fyrir að hafa farið suður og átt hlýja og skemmtilega stund með ættingjunum þá minntist érg hennar ekki sérstaklega. Það er svona sem þetta virkar, sjáiði, m.a.s. hörðustu femínistar eru blindir. Þannig að ég ætla að bæta úr þessu og minnast hennar ömmu minnar, Hildar Sigríðar Svavarsdóttur , sem var hörkunagli. Ég minnist ömmu sem gellu, hún var alltaf í fallegum fötum, fór reglulega í hárgreiðslu og gekk um á mjög háum hælum. Það gæti hafa haft áhrif að hún var mjög stutt í annan endann. Ég held ég fari rétt með að hún hafi alltaf gengið á tánum því vöðvarnir í kálfunum höfðu styst af stöðugri hælanotkun. Mínar fyrstu minningar um ömmu er þegar fjölskyldan bjó á Kleppsveginum uppi á þriðju hæð og amma var að hjálpa mömmu (nei, ég held að pabbi hafi örugglega ekki tekið þátt í þessu).