Færslur

Sýnir færslur frá júní 8, 2008

Brjálaða Bína

Mynd
Eftir áramót fór ég að fara reglulega með Braveheart í fjósið. Er ég því starfandi fjósakona í sumar:) Í eitt skiptið beið kvíga eftir okkur til að bera og sá ég í fyrsta skipti kálf fæðast. Þetta er naut svo að framtíðin er nokkuð svona.. já, hamborgari. Ég hef hins vegar alltaf verið hrifin af kúnni eftir þetta. Þar sem þetta var fyrsti kálfurinn hennar þá var hún nú komin í virðulegan hóp mjólkurkúa. Kýr eru alltaf með mótþróa fyrst eftir burð en þessi var í uppreisn lengi. Hún stikaði í mjaltabásnum og reyndi að sparka. Var hún óðar nefnd Brjálaða Bína. Þegar kýr láta svona þá er ekkert sem heitir, það verður að binda fót við rör og var það gert. Nú undir vor var farið að sljákka í minni og stendur hún hin þægasta og lætur mjólka sig.Hins vegar bar svo við þegar við settum þær út að mín vaknaði heldur betur aftur til lífsins. Hún æddi út með kúnum og var ekki vitund stressuð eins og hinar kvígurnar (ungar kýr, óbornar eða bara búnar að bera einu sinni). Nokkrar þustu niður heimreið

Varúð: Kattasaga

Mynd
Þegar við Braveheart byrjuðum saman þá var einn köttur á bænum, læðan Lína. Um haustið fór mágur hans utan og læðan hans Lúna kom í fóstur. Því miður fór það svo að Lína varð fyrir bíl og þurfti að aflífa hana. Í kjölfarið var keypt endurskinsól á Lúnu. Þegar líður á haustið fer Lúna að þykkna. Kemur upp úr dúrnum að í eitt skiptið hafði ekki sést á eftir pillunni ofan í hana. Í nóvember 2006 eignast hún svo þrjá kettlinga. Það tekst að gefa einn en Lilla og Kató verða eftir og eru nú fastir fjölskyldumeðlimir. Kató er fljótlega geldur en Lúna og Lilla eiga að vera á pillunni eða fá sparutu. Eitthvað hefur klikkað því á haustdögum 2007 byrjar Lilla að þykkna. Þegar á líður byrjar Lúna að þykkna líka. Nú eru góð ráð dýr. Í nóvember eignast Lilla 5 kettlinga. Þegar þeir verða rólfærir reynir Lúna að stela þeim og fer að mjólka þeim. Skömmu seinna eignast hún sjálf tvo kettlinga. Endaði þetta í ákveðinni kommúnu þar sem mæðgurnar ólu kettlingana upp saman og nærðu. Það var yfilýst markm