Þann 16. janúar sl. var ákveðið að setja kjörnum fulltrúum Þingeyjarsveitar siðareglur. Tímasetningin er ótrúlega skemmtileg en við skulum gefa okkur að hún sé tilviljun.
Siðareglurnar eru ágætar, ég gat alveg samþykkt þær. Nr. 2. er t.d. góð:
Nógu vel hljómar hún en við skulum ekki gleyma að það er ekki nóg að hafa góðar reglur ef eftir þeim er ekki farið. Það eru t.d. til ágætar reglur um opinbera stjórnsýslu og þarf ekki að setja fram einhverjar tillögur þeim til breytinga. Það þarf bara að fara eftir þeim. Eins og t.d. ráða hæfasta umsækjandann.
Þá er 4. grein ágæt líka en þar kveður á um Háttvísi, virðingu og valdamörk.
Ég hef í störfum mínum sem sveitarstjórnarfulltrúi ekki gagnrýnt einn eða neinn utan funda. Titillinn sveitarstjórnarfulltrúi stendur ekki undir neinum minna pistla. Ég hef hins vegar sem einstaklingur, útsvarsgreiðandi, íbúi og ekki sérstaklega velkominn starfsmaður þessu sveitarfélagi gagnrýnt framkomu og stjórnarhætti og ætti að vera í fullum rétti til þess í lýðræðisþjóðfélagi.
Það skemmtilega er að til verksins voru fengin sveitarstjóri, oddviti meirihluta og meintur oddviti minnihlutans .* Þessir siðapostular sáu um svipað leyti allir ástæðu til að ráðast að mér opinberlega í fjölmiðlum undir starfsheitum.
* Fyrrverandi oddviti minnihlutans og núverandi 6. maður Samstöðu. Hann var á biðilsbuxunum á þessum tímapunkti.
Siðareglurnar eru ágætar, ég gat alveg samþykkt þær. Nr. 2. er t.d. góð:
1. ÁbyrgðKjörnum fulltrúum ber að starfa af kostgæfni, fyrir opnum tjöldum og vera tilbúnirað axla ábyrgð á ákvörðunum sínum og rökstyðja þær. Þeir skulu svara íbúum sveitarfélagsins eins og kostur er um framkvæmd þeirra starfa sem þeir bera ábyrgð á sem kjörnir fulltrúar.
Nógu vel hljómar hún en við skulum ekki gleyma að það er ekki nóg að hafa góðar reglur ef eftir þeim er ekki farið. Það eru t.d. til ágætar reglur um opinbera stjórnsýslu og þarf ekki að setja fram einhverjar tillögur þeim til breytinga. Það þarf bara að fara eftir þeim. Eins og t.d. ráða hæfasta umsækjandann.
Þá er 4. grein ágæt líka en þar kveður á um Háttvísi, virðingu og valdamörk.
4. gr. Háttvísi, virðing og valdamörkÍ störfum sínum skulu kjörnir fulltrúar koma fram af háttvísi og sýna hver öðrum, íbúum, viðskiptavinum og starfsmönnum Þingeyjarsveitar fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu. Þeir skulu í störfum sínum og í umræðu um málefni sveitarfélagsins stuðla að og viðhafa orð og athafnir sem samrýmst geta fyrirmyndar samskiptum. Þeim ber að virða ákvörðunarvald og réttindi annarra kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins. Þeir mega ekki hvetja eða aðstoða kjörinn fulltrúa eða starfsmann við að brjóta þær meginreglur sem hér eru settar fram. Þeir mega ekki hlutast til um að starfsmenn geri neitt það sem hefur þann tilgang að verða kjörnum fulltrúa á beinan eða óbeinan hátt til hagsmunalegs ávinnings, né heldur aðila nátengdum honum eða ákveðnum hópum eða fyrirtækjum.
Ég hef í störfum mínum sem sveitarstjórnarfulltrúi ekki gagnrýnt einn eða neinn utan funda. Titillinn sveitarstjórnarfulltrúi stendur ekki undir neinum minna pistla. Ég hef hins vegar sem einstaklingur, útsvarsgreiðandi, íbúi og ekki sérstaklega velkominn starfsmaður þessu sveitarfélagi gagnrýnt framkomu og stjórnarhætti og ætti að vera í fullum rétti til þess í lýðræðisþjóðfélagi.
Það skemmtilega er að til verksins voru fengin sveitarstjóri, oddviti meirihluta og meintur oddviti minnihlutans .* Þessir siðapostular sáu um svipað leyti allir ástæðu til að ráðast að mér opinberlega í fjölmiðlum undir starfsheitum.
* Fyrrverandi oddviti minnihlutans og núverandi 6. maður Samstöðu. Hann var á biðilsbuxunum á þessum tímapunkti.