Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 1, 2015

Facebook fréttamennska

Mynd
Fjölmiðlar eru iðulega kallaðir fjórða valdið og þá vísað til þess að þeim beri að hafa eftirlit með valdhöfum samfélagsins. Þá hafa fjölmiðlar einnig oft komið þeim sem minna mega sín til varnar og rétt þeirra hlut. En því miður þá standa og falla fjölmiðlar með því að þeir seljist. Það nægir að skoða lista yfir vinsælustu fréttir í nokkra daga til að átta sig á að vinsælustu „fréttirnar“ eru yfirleitt ósköp slúðurskenndar. Beittar fréttaskýringar eiga ekki mikið upp á pallborðið. Nú hafa netmiðlarnir að miklu leyti tekið yfir á fréttamarkaði. Þeir lifa á auglýsingatekjum og þurfa því talsverða netumferð daglega til að halda velli. Auðvitað freistast margir til að egna svokallaðar „smellbeitur“ til að fá sem flestar heimsóknir. Það er freistandi að álasa fjölmiðlum fyrir þetta en það er stundum erfitt að átta sig hvort kemur á undan, eggið eða hænan: Verða fjölmiðlar að vera með léttúðugan fréttaflutning því það er það sem lesendur vilja eða eru fjölmiðlar búnir að ala lesen