Fjölskyldan fór til Billund um sumarið og vildi ég ráða einhvern til að aðstoða Þann-sem-ekki-má-nefna við búið og hafði samband við hann um það. Hann svarar:
Þarna kemur fram að hann vill afsökunarbeiðni frá mér. Eins og áður sagði tel ég mig hafa haft fyllstu ástæðu til að reiðast. Ég tel einnig að þessi afsökunarkrafa snúist um það eitt að beygja mig í duftið og láta mig hlýða. Ég hef auðvitað verið vön að gera það til að halda friðinn. Og ég ætlaði m.a.s. segja að gera það í þetta skiptið líka. Hins vegar brá nú svo við þegar mér og Þeim-sem-ekki-má-nefna lendir saman að Marteinn sér tækifæri til að tala um sína líðan og samskiptin við Þann-sem-ekki-má-nefna. Marteinn er orðinn langþreyttur á frekjunni og yfirganginum. Það þarf allt að vinnast á forsendum Þess-sem-ekki-má-nefna og hann svarar iðulega með skætingi. Marteinn er búinn að missa alla ánægju af búinu og sér ekki aðra leið en að flytja frá Hálsi.
Þetta gjörbreytir auðvitað stöðunni. Ég sé ekki ástæðu til að sleikja úr Þeim-sem-ekki-má-nefna til þess eins að halda manninum mínum í vondri stöðu og vanlíðan. Ég tel tímabært að sumir fari að taka á sinni framkomu sem hefur farið hríðversnandi undanfarin ár. Svo ég svara:
Þá ákveður hann að stilla mér upp við vegg og heimta dæmi. Ég skrifa niður dæmin fyrir hann í þeirri barnslegu von að hann átti sig á því að svona framkoma geti ekki gengið. (Sá-sem-ekki má-nefna finnst t.d. í góðu lagi að öskra á Martein fyrir framan börnin hans og tala niðrandi til hans, bæði í einrúmi og fyrir framan annað fólk.)
Ástandið skánar ekkert. Fjölskyldan fer út 15. júlí og kemur aftur heim 23. júlí. Þá eru ættingjarnir mættir. Það er aðeins heilsað upp á okkur annars erum við hunsuð. Vissulega mikill léttir að þurfa hvorki að laga né borga mat fyrir allt þetta fólk en það er ekki þægilegt að finna andúðina flæða niður hólinn. Það er alveg ljóst hvaða afstöðu þau hafa tekið. Þau eru jú, vinir Þess-sem-ekki-má-nefna. Hann hunsar mig algjörlega.
Það er þrúgandi að vera á staðnum. Heimilinu okkar.
Ég tek við að þrífa gistihúsið og sjá um það. Í fjarveru minni hafði Amelia séð um það, stúlka sem við Marteinn réðum á okkar kostnað til að hjálpa til. Línurnar sem við lögðum henni voru þær að hún myndi hjálpa sumum ef hann leyfði henni það. Hann leyfði henni alveg að sjá um gistihúsið þrátt fyrir að vilja ekki ráða neinn.
Yfirleitt fór ég með þvottinn yfir í mitt hús og þvoði hann þar. Einn daginn er enginn gestur í gistihúsinu svo ég þvæ þvottinn þar. Það eru bara fjórar snúrur á baðinu svo ég set á grind í stofunni. Það mátti nefnilega alls ekki setja þurrkara í húsið. Það er þungbúið og greinilega rigning í vændum.
Ég tek mitt tau inn af snúrunum heima svo það lendi ekki í rigningunni. Þá sé ég að grindin er komin út. Þegar byrjar að dropa fer ég í húsið til að bjarga inn því taui sem ég þurfti að nota daginn eftir. Þá er eitt undirlakið dottið í jörðina og gras í því þar sem HH. hafði verið að slá í kringum húsið. Þessi langvarandi leiðindi og vanvirðingin við vinnu mína og tíma urðu til þess að ég fékk kökk í hálsinn eins og krakki og fer til Marteins og bið hann um að segja meðeiganda sínum í fyrirtækinu sem kemur mér ekki við að taka inn tauið. Marteinn gerir það og fær ekkert nema skít og skammir.
Ég var búin að fá svo yfir mig nóg að ég gat ekki hugsað mér að vera þarna mínútunni lengur. Ég pakka saman sjálfri mér og börnunum til að fara suður. Marteinn kemur með okkur, hann er líka búinn að fá nóg.
Meiningin með brottförinni var að anda í nokkra daga, leyfa Þeim-sem-ekki-má-nefna að sjá einum um gistihúsið því ættingjarnir ætluðu heim eftir helgina og fá svo sáttamiðlara til að ganga á milli. Ættingjarnir ákveða að framlengja fríið til að hjálpa vini sínum. Það fréttum við þegar eldri sonur okkar hringir í hann og spyr hann hvenær krakkarnir komi heim til Reykjavíkur því hann langaði í heimsókn. Sá-sem-ekki-má-nefna svarar: “Þegar pabbi þinn kemur aftur heim.” Ekki fjölskyldan, bara hann.
Næst: Sáttamiðlarinn.
Næst: Sáttamiðlarinn.