Alltaf gaman að fá ruslpóst. Typpastækkana og klámtilboð dynja á manni. Það hefur farið í taugarnar á mér að þessi ruslpósta forrit fatti það ekki að ég er kvenkyns. En mér brá dálítið núna áðan þegar ég fékk þennan póst: Astasvavars, Anxiety Pills - Low Cost.
Jeee!!! Núna eru ruslpóstaforritin orðin of góð! How did they know!!
Neeii...
laugardagur, nóvember 06, 2004
Æ, ég veit ekki alveg með hann Þórólf. Mér finnst eiginlega ekki sanngjarnt að hann sitji uppi með skömmina af þessu samráði og forstjórarnir sleppi. Af hverju að hengja litlu kallana? Ef maður er í þeirri stöðu að vinna einhvers staðar og yfirmennirnir eru að fremja lögbrot hvað gerir maður þá? Kærir þá til lögreglu, er rekinn með skít og skömm með það mannorð að maður sé ekki trygglyndur starfsmaður? Fær hvergi vinnu nema kannski að sætta sig við lægri status en maður er vanur og getur ekki boðið fjölskyldunni upp á það sama og venjulega. Eða, tekur maður þátt og leitar sér að annarri vinnu á meðan? Var það ekki það sem hann gerði? Ekki það að ég sé að verja borgarstjórann eitthvað sérstaklega, mér er nokk sama hver er borgarstjóri á meðan hann er vinstra megin við línuna. Mér finnst bara skrítið að það sé ráðist að Þórólfi úr öllum áttum en þjóðin minnkar ekkert viðskipti sín við glæpafyrirtækin. Er ekki einhver þversögn í þessu? Forstjórarnir sleppa, fyrirtækin sleppa en Þórólfi er slátrað. Það er pólitísk skítafýla af þessu.
föstudagur, nóvember 05, 2004
Brunaði í BT strax eftir vinnu til að fjárfesta í Shrek 2 ,,strax í dag". Þegar á staðinn er komið sé ég að myndin kostar ca. 2.700,- Ég er ekki alveg nógu ánægð með það þar sem Troy kostaði ekki nema ca. 1.700,- Læt mig nú samt hafa það enda búin að fá útborgað:) Fer svo að athuga hvort Live Aid DVD diskurinn sé kominn því fyrst var talað um 1. nóv. (Sé núna að hann á ekki að koma fyrr en 16.) Fer og spyr einhvern kornungan starfsdreng hvort læfeid sé ekki komið. Hann starir á mig eins og hann hafi bara aldrei heyrt þetta áður. (Sem hann hefur væntanlega ekki gert.) Svo ég bæti því við að ég sé nú bara búin að bíða í 20 ár. Hann fær enn þá meira goose-look á andlitið en segist ætla að fletta þessu upp fyrir mig. Virðist samt halda að þetta sé vive eitthvað sem ég leiðrétti auðvitað snarlega enda vaskur kennari. Hann kemur aftur og segir að ,,þetta" (einn stærsti viðburður tónlistarsögunnar, þetta unga fólk! Fussum svei!) sé ekki komið inn enn. Ég þakka pent fyrir upplýsingarnar og lyfti Shrek og spyr hvort það sé ekkert verðstríð við Elko núna. Andlitið lýsir því að jú, ljósin eru kveikt en það er enginn heima. En svo kemur að það hafi verið hægt að fá tösku en þær gætu verið búnar. Ég þakka kærlega fyrir þetta líflega spjall og fer á kassann. Heimta að sjálfsögðu tösku en þær voru víst búnar.
Maður er eitthvað tættur þessa dagana. Ég er búin að taka hvert trompkastið* á fætur öðru. Mín kommúníska taug varð særð svo illilega að ég hvessti mig talsvert við nemendur mína. Þau voru samt svo sæt við mig að taka það ekki alvarlegar en það að þau spurðu mig stríðnislega í næsta tíma hvort ég væri farin að anda aftur. Ég ætla ekki að skrifa um nemendur mína á þessum vettvangi en bekkurinn minn er samt æðislegur:)
Ég er líka búin að vera á arginu yfir vesalings skólastjórnendum síðastliðna þrjá daga. Ég veit samt ekki alveg af hverju, við erum eiginlega sammála. Ég ætla ekki heldur að tala um yfirmenn mína á þessum vettvangi en ég er nefnilega með alveg fína yfirmenn. Ég er bara talsvert ánægð í vinnunni. Held það sé bara eitthvað undirliggjandi stress í gangi. Er mjög hrædd um að það sé von á löngu verkfalli. Var verið að segja mér að Mannréttindadómstóllinn hefði snuprað ríkisstjórnina/Alþingi fyrir að setja lög á sjómannaverkfall. En við gefumst ekki upp!
Svo fórum við systur og litla frænka í Dýraríki að kaupa kattamat. Þar festumst við fyrir framan stórt fuglabúr og fylgdumst með 6 litlum fuglum troða sér sitt á hvað í litla rólu. Það var ekki pláss fyrir nema 5 svo einn þrýstist alltaf upp. Sá sem þrýstist upp settist ofan á hina og tróð sér niður þar til einhver annar þrýstist upp. Þetta fannst okkur ferlega fyndið og hlógum og flissuðum fyrir framan fuglabúrið í lengri tíma. Stundum þarf svo lítið til að gleðja mann.
*Vinsamlegast athugið að stundum er fært í stílinn for dramatic purposes.
Ég er líka búin að vera á arginu yfir vesalings skólastjórnendum síðastliðna þrjá daga. Ég veit samt ekki alveg af hverju, við erum eiginlega sammála. Ég ætla ekki heldur að tala um yfirmenn mína á þessum vettvangi en ég er nefnilega með alveg fína yfirmenn. Ég er bara talsvert ánægð í vinnunni. Held það sé bara eitthvað undirliggjandi stress í gangi. Er mjög hrædd um að það sé von á löngu verkfalli. Var verið að segja mér að Mannréttindadómstóllinn hefði snuprað ríkisstjórnina/Alþingi fyrir að setja lög á sjómannaverkfall. En við gefumst ekki upp!
Svo fórum við systur og litla frænka í Dýraríki að kaupa kattamat. Þar festumst við fyrir framan stórt fuglabúr og fylgdumst með 6 litlum fuglum troða sér sitt á hvað í litla rólu. Það var ekki pláss fyrir nema 5 svo einn þrýstist alltaf upp. Sá sem þrýstist upp settist ofan á hina og tróð sér niður þar til einhver annar þrýstist upp. Þetta fannst okkur ferlega fyndið og hlógum og flissuðum fyrir framan fuglabúrið í lengri tíma. Stundum þarf svo lítið til að gleðja mann.
*Vinsamlegast athugið að stundum er fært í stílinn for dramatic purposes.
miðvikudagur, nóvember 03, 2004
Þetta er búið að vera ljóti dagurinn.
Fyrst var ég trakteruð á þvílíkum dónaskap að ég næ bara ekki upp í nefið á mér ég er svo sármóðguð. Og svo fékk ég alveg fáránlegar fréttir. Eðli málsins samkvæmt þá get ég ekki rætt það á opinberum vettvangi en í grófum dráttum snýst það um þetta:
Fólk fær góða hugmynd og maður gengur undir manns hönd til að hrinda henni í framkvæmd. Þetta kallar á að skriffinnskubáknið taki við sér. Svo loks þegar það er búið að ýta nógu mikið og hafa mjög mikið fyrir þessu þá sér báknið að það getur nýtt sér hugmyndina en ekki á þann hátt sem upphafsfólkið fór af stað með. Upphaflegu hugmyndinni er bara ýtt út af borðinu og fólkið sem er búið að vinna í þessu situr eftir með sárt ennið.
Og til að kóróna allt saman þá vann fíflið hann Bush! Hvað er að þessum Könum?
Fyrst var ég trakteruð á þvílíkum dónaskap að ég næ bara ekki upp í nefið á mér ég er svo sármóðguð. Og svo fékk ég alveg fáránlegar fréttir. Eðli málsins samkvæmt þá get ég ekki rætt það á opinberum vettvangi en í grófum dráttum snýst það um þetta:
Fólk fær góða hugmynd og maður gengur undir manns hönd til að hrinda henni í framkvæmd. Þetta kallar á að skriffinnskubáknið taki við sér. Svo loks þegar það er búið að ýta nógu mikið og hafa mjög mikið fyrir þessu þá sér báknið að það getur nýtt sér hugmyndina en ekki á þann hátt sem upphafsfólkið fór af stað með. Upphaflegu hugmyndinni er bara ýtt út af borðinu og fólkið sem er búið að vinna í þessu situr eftir með sárt ennið.
Og til að kóróna allt saman þá vann fíflið hann Bush! Hvað er að þessum Könum?
þriðjudagur, nóvember 02, 2004
,,Þetta er eins gott og að fá koss frá fallegum manni" sagði samstarfskona mín þegar hún prufaði white extra sweet fruit. Þá skil ég af hverju ég er búin að vera húkked síðan í sumar. Ég hélt reyndar að það væri vegna þess ég notaði alltaf fruit nikótín tyggjó þegar ég var að hætta að reykja þá hefði slegið saman línum í hausnum á mér. En þetta er miklu betri skýring.
Æ, maður er bara eitthvað slappur í dag. Spennufall eftir alla reiðina í gær og fyrradag. Það er samt gott að vera byrjuð að vinna, ég ætla hreint ekkert að neita því.
Ég ætla að láta fylgja hérna til gamans texta sem ég setti saman um það hvernig er að færast af yngsta stigi upp á miðstig. Það er engir stuðlar né höfuðstafir enda bara gert til gamans. Sungið við Lagið um það sem er bannað. (Ég mundi eftir þessu í dag af því að ég var að kenna 2. bekk tónmennt í forföllum og við sungum Lagið um það sem er bannað m.a.)
Miðstig
Það má ekki lengur skrifa rangt
ekki heldur hafa alltof langt.
Ekki fara í fýlu þótt einhver sé að spæla
ekki einu sinni fara að væla.
Það má ekki týna af trjánum lauf
jafnvel þótt þau séu alveg skrauf.
Ekki sækja bolta sem lenti úti í runna.
Ekki segja ,,kunti” heldur kunna.
Þetta kennaralið er svo skrítið
það er alltaf að skamma mann
þó maður geri ekki neitt
það er alltaf að skamma mann.
Það má ekki spegla tölustaf
og ekki heldur stinga bara af.
Leysa fullt af þrautum til að læra að reikna
ég sem vil bara læra að teikna.
Það má ekki hlaupa alltof hratt
og ekki heldur halla undir flatt.
Ekki bara troðast heldur ganga hægra megin
ekki gera svona heldur hinsegin
Viðlag.
Ég ætla að láta fylgja hérna til gamans texta sem ég setti saman um það hvernig er að færast af yngsta stigi upp á miðstig. Það er engir stuðlar né höfuðstafir enda bara gert til gamans. Sungið við Lagið um það sem er bannað. (Ég mundi eftir þessu í dag af því að ég var að kenna 2. bekk tónmennt í forföllum og við sungum Lagið um það sem er bannað m.a.)
Miðstig
Það má ekki lengur skrifa rangt
ekki heldur hafa alltof langt.
Ekki fara í fýlu þótt einhver sé að spæla
ekki einu sinni fara að væla.
Það má ekki týna af trjánum lauf
jafnvel þótt þau séu alveg skrauf.
Ekki sækja bolta sem lenti úti í runna.
Ekki segja ,,kunti” heldur kunna.
Þetta kennaralið er svo skrítið
það er alltaf að skamma mann
þó maður geri ekki neitt
það er alltaf að skamma mann.
Það má ekki spegla tölustaf
og ekki heldur stinga bara af.
Leysa fullt af þrautum til að læra að reikna
ég sem vil bara læra að teikna.
Það má ekki hlaupa alltof hratt
og ekki heldur halla undir flatt.
Ekki bara troðast heldur ganga hægra megin
ekki gera svona heldur hinsegin
Viðlag.
mánudagur, nóvember 01, 2004
Úff, ellin skall á mér með offorsi og látum í dag. Allt í einu fékk ég bara þvílíkt tak í hnéið að það var með naumindum að ég gæti stigið í löppina. Svo haltraði ég um og rétt marði það að dragast upp stigana. Þetta var eins og það þyrfti að braka í hnénu en ég gat ekki látið það gerast. Svo hvarf þetta jafn skyndilega og það skall á. Ég er bara alveg bit.
Ég ætla aðeins að hvíla verkfallið. Það eru komin mánaðamót svo ekki aðeins fengum við útborgað (sigur!) heldur get sett inn myndir á myndasíðuna líka sem er auðvitað aðalmálið.
Kolfinna vargatítla. Var sett í pössun til okkar og við neituðum að skila henni.
Frábær mynd af Jósefínu að skoða í pottana. Alveg með það á tæru að það sé verið að sjóða eitthvað handa sér.
Kolfinna vargatítla. Var sett í pössun til okkar og við neituðum að skila henni.
Frábær mynd af Jósefínu að skoða í pottana. Alveg með það á tæru að það sé verið að sjóða eitthvað handa sér.
sunnudagur, október 31, 2004
Já, já. Það á sem sagt ekkert að borga okkur fyrr en eftir atkvæðagreiðsluna. Sniðugt, smá kúgun svona. Við skulum ekki gleyma því, þrátt fyrir allt, að það voru viðsemjendur okkar sem fóru fram á að verkfallinu yrði frestað. Mikið rosalega ætla ég að leggja mig fram svona launalaust og undir kúgun. Djöfulsins skítapakk.
Mikið innilega ætla ég ekki að samþykkja þessa notuðu skeinipappírstillögu.
Mikið innilega ætla ég ekki að samþykkja þessa notuðu skeinipappírstillögu.
Ásmundur fer fram á að verkfalli verði frestað svo kennarar og börn finni þefinn af kræsingum hins venjulega lífs. Það vita það allir að það er erfitt að fara aftur. Það myndast sundurlyndi hópnum eins og hefur sýnt sig á spjallrásinni. Eins og áður sagði þá verða börnin og foreldrarnir mjög óhressir ef verkfallið skellur á aftur. Og það er einmitt málið. Tillagan er ekki góð, nánast sú sama og samninganefndin hafnaði um daginn. Svo af hverju var samþykkt að fresta verkfalli? Jú, það er búið að vara núna í sex vikur og engin lausn í sjónmáli. Verkfallssjóðurinn er að verða búinn en það eru mánaðarmót. Aha! Ef verkfallinu er frestað þá fá kennarar útborgað og aðeins hægt að spara verkfallssjóðinn. Og ekki nóg með það. Þessi eina vika sem verður kennd er vetrarfrísvikan, lögboðaður frítími kennara og nemenda. Ef Fræðsluráð vill endilega láta kenna, sem það vill, þá verður að borga kennurum yfirvinnu alla dagana. Þetta væri alveg verulega flott refskák ef peðin væru ekki 45.000 börn.
Hins vegar hef ég heyrt því fleygt að við fáum ekki útborgað. Þrátt fyrir að mér finnist plottið dálítið rosalegt þá held ég að sveitafélögunum sé nú ekki stætt á því. Þetta var útspil viðsemjenda okkar, þeir verða bara að taka mótleiknum þótt þeir hafi leikið af sér.
Annað sem ég heyrði um daginn. Ég vissi að síðustu samningar hefðu verið samþykktir með naumum meirihluti. Það var veriðað segja mér að sá meirihluti hefði verið 51%. Það vill svo fáránlega til að skólastjórnendur sem eru á hærri launum eru atkvæðisbærir og leiðbeinendur einnig sem eru oft bara tímabundið í kennslu. Þá voru síðustu samningar mjög góðir fyrir eldra fólkið. Faðir einnar var að fara á eftirlaun og þessi samningur hentaði því fólki mjög vel. Þannig að þessi ,,góði" samningur síðast var kosinn yfir kennara af fólki sem þurfti ekki að vinna eftir honum.
Hins vegar hef ég heyrt því fleygt að við fáum ekki útborgað. Þrátt fyrir að mér finnist plottið dálítið rosalegt þá held ég að sveitafélögunum sé nú ekki stætt á því. Þetta var útspil viðsemjenda okkar, þeir verða bara að taka mótleiknum þótt þeir hafi leikið af sér.
Annað sem ég heyrði um daginn. Ég vissi að síðustu samningar hefðu verið samþykktir með naumum meirihluti. Það var veriðað segja mér að sá meirihluti hefði verið 51%. Það vill svo fáránlega til að skólastjórnendur sem eru á hærri launum eru atkvæðisbærir og leiðbeinendur einnig sem eru oft bara tímabundið í kennslu. Þá voru síðustu samningar mjög góðir fyrir eldra fólkið. Faðir einnar var að fara á eftirlaun og þessi samningur hentaði því fólki mjög vel. Þannig að þessi ,,góði" samningur síðast var kosinn yfir kennara af fólki sem þurfti ekki að vinna eftir honum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...