Færslur

Sýnir færslur frá maí 10, 2009

Góð saga

Ester er bareigandi í Berlín. Til þess að auka veltuna ákvað hún að leyfa dyggum viðskiptavinum — sem flestir eru atvinnulausir alkar — að drekka út á krít.  Hún skráir allt sem drukkið er í þykkan kladda. Þegar þetta þægilega fyrirkomulag spyrst út þá flykkjast nýir viðskiptavinir á barinn. Frelsi fólks til þess að njóta augnabliksins og borga seinna gefur Ester valið tækifæri til þess að hækka verðið á vinsælustu veigunum, bjór og víni  Salan eykst gífurlega. Ungur og efnilegur lánafulltrúi í hverfisbankanum gerir sér grein fyrir að þessar skuldir viðskiptavinanna eru framtíðarverðmæti. Hann hækkar því yfirdráttarheimild Esterar í bankanum. Lánafulltrúinn telur þetta vandræðalaust vegna þess að skuldir alkanna eru haldgóð veð.  Í höfuðstöðvum bankans breyta sérfræðingar í æðri peningalist þessum viðskiptaskuldum í Drykkjuskuldabréf, Alkabréfavafninga og Gubbuafleiður. Þessi verðbréf — sem virt áhættumatsfyrirtæki hafa (gegn þóknun) stimplað AAA gæðastimpli — ganga síðan kaupum og söl