Færslur

Sýnir færslur frá júlí 15, 2012

Tannlæknaraunir - framhald

Mynd
Fyrir ári síðan fyrir ég til tannlæknis eins og ég gerði ítarlega grein fyrir hér . Tönnin hefur verið tiltölulega í lagi síðan ég fór til hins tannlæknisins, ekki alveg 100% en tiltölulega í lagi. Ég ætlaði bara að bíða eftir að minn tannlæknir kæmi aftur en þá tekur hann upp á þeim óskunda að hætta! Lovely. Í júní tek ég eftir því að tannófetið er farið að verða viðkvæmt aftur. Þolir illa að fá á sig eitthvað hart.  Brauð með korni og múslí er stórhættulegt. Svo ég ákveð að hringja í hinn tannlækninn og þá jafnvel að óska eftir að verða hans skjólstæðingur til frambúðar. Þá er hann farinn í frí í einhverjar 6 vikur. Fine. Ég ákveð þá að venda mínu kvæði í kross og finna tannlækni á Akureyri. Hitti ég hann í gær. Jú, það er alveg ljóst að það er viðkvæmur blettur í tönninni. Hann heldur að það sé slit. (Okey?) En hann gæti þurft að taka upp alla fyllinguna þótt honum finnist það ólíklegt. Já, þakka þér fyrir. Nú skulum við fara í gegnum þetta: Ég er hjá tannlækni sem ég er ánægð