Teikning: GM. |
Setjist hjá mér synir tveir,
sögu heyrið mína.
Ykkar ættar jarðarleir
ekki skuluð týna.
Faðir ykkar fæddist hér
framtíð taldi sína.
Núna er að baki ber,
bræður gullið rýna.
Í hjörtum sumra brennur bál
Bölvun þeirra manna.
Best að verja sína sál,
sorgir okkar banna.
Okkar skulum herða hug
Hatrið ekki sýta.
Alltaf sýna, drengir, dug,
drungans þræði slíta.
Þótt þið séuð ungir enn
ykkur verndar ekki.
Í veröld eru vondir menn
sem valda ykkur hnekki.
Klæðast þeir í sauðaskinn
Sækja heim líkt frændum.
Þegar komnir þessir inn
Þjáning er í vændum.
Varið ykkur vondum á
Veröld full af hættum.
Kannski munið seinna sjá,
sæmd í ykkar ættum.