Mér til mikillar gleði hefur Örn Byström tekið að sér að veita sveitarstjórn Þingeyjarsveitar nauðsynlegt aðhald þar sem ég hef misst all verulega dampinn. Örn sendi sveitarstjórninni nokkrar fyrirspurnir um daginn á staðarmiðlinum 641.is. Mér til nokkurar furðu svaraði meirihlutinn fyrirspurnunum.
Það er tvennt í þessum svörum sem vekur athygli mína. Í fyrsta lagi varðandi rekstur Stórutjarnaskóla næsta kjörtímabil.
Það er stefna meirihluta sveitarstjórnar að reka tvo grunnskóla í sveitarfélaginu. Þingeyjarskóla á Hafralæk og Stórutjarnaskóla við Stórutjarnir. Auk þess að reka áfram þær þrjár leikskóladeildir sem nú eru starfandi og þær tvær tónlistardeildir sem nú starfa. Stefnan er að búa nemendum og starfsfólki í þessum stofnunum sem best starfsumhverfi og erum við reiðbúin til að leggja nokkuð til að svo verði.Er hún fullmótuð til framtíðar spyrð þú. Þetta er sú stefna sem við höfum fylgt og munum fylgja í aðdraganda kosninga og á næsta kjörtímabili fáum við til þess stuðning.
Samkvæmt þessu get ég treyst því að Stórutjarnaskóli verði rekinn næstu fjögur árin. Já, ég vil að börnin mín gangi í Stórutjarnaskóla. Nei, það er ekki víst að við búum hér mikið lengur. Þessi tilkynning veldur þó því að við viljum alla vega ekki fara langt.
Þá er það hitt sem vekur athygli mína en það er svarið við kostnaði við Þingeyjarskóla.
Upphafleg kostnaðaráætlun við breytingar vegna sameiningar starfsstöðva Þingeyjarskóla var 40.000.000 en endanlegur kostnaður, að frádregnu eðlilegu viðhaldi burtséð frá sameiningu , er rúmar fjörutíu og níu milljónir.
Sko, ef það á að halda tveimur skólum gangandi í sveitarfélaginu þá verður að halda þeim báðum gangandi. Það dugar ekki að halda þeim báðum opnum og dæla svo bara peningum í annan en ekki hinn.
Ég rak nefnilega augun í fundargerð sveitarstjórnar fyrir stuttu en þar kom fram eftirfarandi:
2. Fundargerð Fræðslunefndar frá 30.11.2017Lögð fram fundargerð Fræðslunefndar frá 30. nóvember s.l. Margrét gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fimm liðum.
Varðandi 4. lið fundargerðar; Málefni frá skólastjóra, þá skilur sveitarstjórn áherslur skólastjóra en gert er ráð fyrir 8 millj.kr. í viðhaldskostnað skólahúsnæðis í fjárhagsáætlun 2018-2021. Ragnar tekur undir sjónarmið skólastjóra og telur að fjárveiting til viðhalds skólahúsnæðis Stórutjarnaskóla eigi að vera 10 millj.kr. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar 2018-2021.
Ég þykist svo sem ekki vera með þetta á hreinu en sýnist á öllu að ætlað framlag til viðhalds sé átta milljónir en Ragnari og væntanlega skólastjóranum finnist að það eigi að vera 10 milljónir. Meirihlutinn virðist hafna því. Þetta er heldur óljóst en konu gæti dottið í hug að hér sé verið að tala um 8 milljónir á þessum þremur árum.
Ég leitaði að fundargerð Fræðslunefndar frá 30.11.2017 til að fá skýrari svör.
Ég hef séð knappar fundargerðir en þetta er nú svona með því knappasta.
4. Málefni frá skólastjóra
Ólafur lagði áherslu á það að árlegt fastaframlag til viðhalds á húsnæði þyrfti að hækka í að minnsta kosti 10 miljónir.
Þó kemur fram að um árlegt framlag er að ræða og að skólastjóri telur að það þurfi að hækka í að minnsta kosti 10 milljónir. Þetta eru aukalega 6 milljónir á þessum þremur árum sem virðist nú ekkert óskaplega mikið svona í stóra samhenginu, sérstaklega þegar kona sér tölurnar við breytinguna á Þingeyjarskóla.
Annars bara góð.