föstudagur, maí 16, 2014

Ónýtt kosningaloforð?

 Eins og fram hefur komið voru listar hér í Þingeyjarsveit að setja frá sér stefnuskrá í langstærsta og dýrasta máli sveitarfélagsins, skólamálunum.
Loforð Samstöðu um takmarkaða en bindandi íbúakosningu hefur truflað mig verulega:
  
að það eru notendur þjónustunnar, íbúar á skólasvæðinu sem kjósa um tilhögun skólamála á sínu skólasvæði. Þetta gerir það að verkum að aðrir íbúar sveitarfélagsins ráða ekki tilhögun skólamála á skólasvæði sem þeir eru ekki partur af. Þá mun niðurstaða væntanlegrar íbúakosningar gefa skýrari mynd af vilja íbúa á skólasvæði Þingeyjarskóla.

 Ég hafði samband við lögfræðing í dag, sérfræðing á sviði sveitarstjórnarmála og spurði hann út í þetta. Eins og lögfræðinga er siður vill hann ekki útiloka neitt en finnst þetta eigi að síður mjög undarlegt, sérstaklega miðað við  107. gr. sveitarstjórnalaga um íbúakosningu en hún er svohljóðandi:


107. gr. Íbúakosningar.
Sveitarstjórn ákveður hvort fram skuli fara almenn atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélagsins um einstök málefni þess, sbr. þó 108. gr.
Til atkvæðagreiðslu skv. 1. mgr. skal boða með a.m.k. fjögurra vikna fyrirvara með opinberri auglýsingu. Samhliða skal sveitarstjórn opinberlega kynna þá tillögu sem borin verður undir atkvæði og þær upplýsingar sem kjósendum eru nauðsynlegar til að geta tekið til hennar upplýsta afstöðu.
Rétt til þátttöku í atkvæðagreiðslu skv. 1. mgr. eiga þeir sem kosningarrétt eiga í sveitarfélaginu samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna. Sveitarstjórn skal gera kjörskrá fyrir atkvæðagreiðsluna. Um gerð hennar og auglýsingu gilda ákvæði 4.–7. gr. og 9.–11. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna.
Atkvæðagreiðsla skal vera leynileg og atkvæðisréttur jafn.
Atkvæðagreiðsla samkvæmt þessari grein, sem og 108. gr., er ráðgefandi nema sveitarstjórn ákveði að hún skuli binda hendur hennar til loka kjörtímabils. Í auglýsingu skv. 2. mgr. skal koma fram hvort atkvæðagreiðsla er bindandi. Slíka ákvörðun má binda skilyrði um að tiltekið hlutfall þeirra sem voru á kjörskrá hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslu.
Við framkvæmd atkvæðagreiðslu samkvæmt þessari grein skal að öðru leyti farið eftir meginreglum laga um kosningar til sveitarstjórna eftir því sem við getur átt.




Það er alveg ljóst að ,,íbúakosning" í hluta sveitarfélags er ekki íbúakosning. Hins er auðvitað hægt að hafa skoðanakönnun og íbúafundi en ég er ekki viss um að hægt sé að ,,binda" niðurstöðu slíks eins og hér lofað. Og vinsamlegast nefnið hlutina réttum nöfnum. Ekki tala um bindandi  íbúakosningu þegar um ráðgefandi  skoðanakönnun er að ræða.


Það er alla vega alveg ljóst að þetta loforð stenst ekki skoðun og ég efast stórlega um að það standist lög.


fimmtudagur, maí 15, 2014

Skólastefna Sveitunga - Lengi getur vont versnað

Það eina sem er verra en skólastefna Samstöðu er skólastefna Sveitunga.
Til er orðatiltæki sem er einhvern veginn á þá leið að fólk eigi að læra af reynslunni. Fólk er misduglegt við það en að læra nákvæmlegt ekkert er frekar sjaldgæft. Það tekst þó stundum eins og eftirfarandi stefnuyfirlýsing ber með sér.
Undanfarin tvö ár hefur Þingeyjarskóli verið rekinn í sveitarfélaginu. Einhvers konar hálfkáks sameining Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla, tvær starfsstöðvar undir einum stjórnanda. Reynslan af því er ömurleg. Hún er hreint hörmuleg. Hún er svo ömurleg að það er verið að kaupa utanaðkomandi hjálp fyrir starfsfólkið því líður svo illa. Samt er þessi sameining algjörlega byggð á hagsmunum starfsfólksins. Ef það er eitthvað sem er öruggt í lífinu fyrir utan dauðann og skattana þá er það þetta:
Það er ekki hægt að reka skóla í Þingeyjarsveit á nokkrum starfsstöðvum undir einum stjórnanda.

Stefna Sveitunga.

Því óvissuástandi sem nú ríkir varðandi skólastarf í Þingeyjarsveit þarf að linna.
Deili ekki við ykkur þarna. 
Verulegur ágreiningur er innan sveitarfélagsins varðandi stefnu í fræðslumálum.
Þess vegna kjósum við fulltrúa til að taka erfiðar ákvarðanir fyrir okkur. Furðulegt að ekki einn einasti frambjóðandi skuli átta sig á þessu,
 Ein forsenda þess að breytingar heppnist vel er að þær séu vel ígrundaðar  og nauðsynlegra upplýsinga sé aflað.
Mikið rétt. Það er búið að ræða þetta fram og til baka í mörg ár og skrifa ÞRJÁR skólaskýrslur um málið. Einhvern tíma verður að hætta að ígrunda og taka ákvörðun.
Nokkrir valkostir eru fyrir hendi varðandi framtíð skólastarfs í Þingeyjarsveit og því er hafnað íbúakosningu í hluta sveitarfélagsins um einungis tvo valkosti þar sem fleiri möguleikar virðast til staðar.
Sammála því enda er ég sannfærð um að íbúakosning meðal hluta útsvarsgreiðenda sé kolólögleg.
Stefnt skal að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins (að meðtöldum leikskóladeildum, þremur eða fleiri og tónlistardeildum) í eina stofnun,  með einum yfirmanni.
Fínt.
Í framhaldi af því þarf að gera kostnaðargreiningu á þeim valkostum sem fyrir hendi eru, leggja mat á félagsleg áhrif þeirra og taka tillit til hagsmuna barna í sveitarfélaginu.
Guð minn almáttugur! Hvaða endalausa ákvarðanafælni er þetta? Það er búið að ræða þetta ofan í kjölinn. Nokkrum sinnum! En þið fáið samt stóran plús fyrir að nefna börnin. Samstaða virðist ekki átta sig á að það eru börn í skólanum líka.
Einnig þarf að meta með hvað hætti hin mismunandi skólastig geta best stutt hvert annað.
Skoða þarf eftirtalda valkosti sérstaklega.

  • Einn skóli  með þremur starfstöðvum og litlum breytingum öðrum en þeim að  kennarar væru ráðnir að sameiginlegum skóla (sem gæti leitt til betri nýtingar á starfsliði).                       Bíddu, bíddu nú við! Við erum með reynslu af Þingeyjarskóla sem er rekinn með tveimur starfsstöðvum. Það gengur mjög illa. Hverjar, nákvæmlega, eru líkurnar á því að þetta gangi betur með þremur starfsstöðvum?

  • Einn skóli á þremur starfstöðvum en 8. – 10. bekkur á einum stað. (Áfram reknar leikskóladeildir á þremur til fjórum stöðvum og tónlistardeild á hverri starfstöð.)                 Sama athugasemd og að ofan.

  • Einn skóli á tveimur starfstöðvum.                                                                                            And, yet again.
Niðurstöður ofangreindra athugana á valkostum skal kynna íbúum sveitarfélagsins á fyrstu mánuðum ársins 2015. Stefnt skal að því að framtíðarstefna í skólamálum sveitarfélagsins  liggi fyrir á árinu 2015.
Já, já, allt í lagi, tímamörk eru alltaf ágæt.

Það eru tveir kostir í viðbót sem þyrftu nauðsynlega að vera í stefnunni.
  • Sameina Þingeyjarskóla strax undir eitt þak, því það fyrirkomulag er ekki að virka. (Please, stop flogging that dead horse.)
  • Sameina skólana á einum stað undir einum stjórnanda. Það er nefnilega eina fyrirkomulagið sem er líklegt að gangi. Skólar sem hafa verið sameinaðir á sama stað, ganga vel.    
                Og nú ætla ég að upplýsa um leyndarmálið mikla sem engin(n) virðist átta sig á:

Það skiptir engu máli hvar skólinn er.

Skólastefna Samstöðu - true meaning

  • Við erum svo miklar gungur við þorum ekki að axla ábyrgð á því starfi sem við erum þó að bjóða okkur fram til. Það hefur komið þráfaldlega fram vilji til sameiningar (3 skólaskýrslur) við þorum bara ekki að taka af skarið. (Við gætum orðið óvinsæl og hrakin frá kjötkötlunum.)  Þess vegna ætlum við aftur og enn að reyna að firra okkur pólitískri ábyrgð og varpa henni yfir á annað fólk.
  • Við erum eitt sveitarfélag þar sem allir útsvarsgreiðendur borga fyrir rekstur skólanna. Okkur er bara skítsama um vilja allra íbúa sveitarfélagsins. Ef þeir eru ekki partur af útvalda skólasvæðinu þá kemur þeim þetta ekkert við þótt þeir borgi brúsann. Fari lýðræði og jafnræðisregla til helvítis.
  • Við ætlum að láta vinna enn eina skýrsluna, við ætlum halda áfram að moka í þessa botnlausu hít af því í rauninni erum við að reyna að komast hjá því að taka ákvörðun.
  • Ef þetta og ef hitt þá munum við kannski.... Við erum búin að koma þeirri kjaftasögu af stað að verði vilji til að flytja Þingeyjarskóla í eitt hús þá verði Hafralækjarskóli fyrir valinu. Það vilja Reykdælingar alls ekki og þar sem þeir eru fleiri en Aðaldælingar þá verður tillagan mjög líklega felld. (Sem er auðvitað hin raunverulega ástæða þess að aðeins á að kjósa á skólasvæðinu.) Þá erum við komin með blessun íbúanna fyrir þessu óbreytta,  ógeðslega ástandi og getum haldið áfram að moka undir rassgatið á sjálfum okkur, vinum okkar og vandamönnum. We win, you lose. Suckers! 


mánudagur, maí 12, 2014

Samlíf fullorðinna hjóna

-Hmmm,
-Hvað, ætlarðu að vera í ullarsokkunum?
-Já, mér er svo kalt á tánum.

........................(ritskoðað).........................

Seiðandi röddu:
-Heyrðu, bíddu aðeins, ég ætla að sækja svolítið...
-Úh, brjóstsviðatöflu? Viltu þá koma með eina handa mér líka?

....................(ritskoðað)............................

-Ohhh..... Úpps, afsakið...
-Oh, hvað þetta var rómó. Opna gluggann, kannski?

.....................(ritskoðað)..........................

-Æ! Æ!
-Yeah, baby.
-Nei. Bíddu!
-Hvað? Hvað er að?
-Ég fékk svo ægilegan sinadrátt í fótinn.

.......................(ritskoðað)............................

Íííkkk!!!!!! Ííííkkkk!!!!!!!!!!!!!!!
-Ægilegur hávaði er þetta.
-Já, við verðum að herða skrúfurnar í rúminu.

........................(ritskoðað)..................................

-Veistu, ég held við séum ekki alveg eins og Kevin Costner og Whitney Houston í The Bodyguard.
-Neeii... En þetta var samt ótrúlega vel lukkað hjá okkur núna.
.................................................

ZZZZZZZZZZzzzzzzzZZZZZZZZZZZ
zzzzzzzzzzZZZZZZZZZZZZzzzzzzzzzzz

Not quite there yet.


Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...