,,Ja, nú er það svart, maður," sagði karlinn þegar hann leit út um gluggann. ,,Allt orðið hvítt."
Það er svo sem vel við hæfi því ég var loksins að setja inn jólamyndirnar á Flickr síðuna mína og get þ.a.l. sagt söguna af nýjustu kattameðlimum fjölskyldunnar.
Litla systir mín er mikil hestakona og var á ferðalagi að skoða hross úti í sveitum. Á bæ einum er lítill kettlingur sem býr úti í fjósi ásamt mömmu sinni og henni er boðinn en hún stenst það. Þegar hún og ferðafélagar eru að fara þá sér hún mömmuna og heyrir að það sé álitið að hún sé aftur orðin kettlingafull enda tveir högnar búsettir á staðnum. Þá brestur hjartað í litlu systur og hún og hún segist taka kettlingin ef hún fái mömmuna líka og verður svo.
Þar sem mjög ákveðin valdabarátta ríkir á milli katta heimilisins þá olli viðbótin talsverðu uppnámi og endaði með að nýbúarnir voru lokaðir inni á herbergi. Enda mamman í viðkvæmu ástandi. Svo leið og beið en ekkert bólaði á kettlingunum. Á meðan höfðu kettlingurinn sem fékk nafnið Júlía og litla frænka sem var tíður gestur á þessum tíma myndað gott samband. Svo kom það upp úr dúrnum að mamman sem fékk nafnið Karólína var ekkert kettlingafull, sem betur. En þá stóð eftir að kattarstöður heimilisins eru meira en fullskipaðar og ákveðin vandræði sem lutu að nýju meðlimunum. Hins vegar var farið að líða að jólum og litla frænka og Júlía góðar vinkonur. Stærri litla frænka hafði alist upp með Kleópötru og hafði saknað hennar sárt þegar hún þurfti að kveðja heiminn. Þannig að hugmynd kviknaði og rætt við stóru systur sem gaf blessun sína. Á aðfangadag voru svo kisumæðgurnar svo gripnar og sett rauð slaufa um hálsinn sem á var fest Til og Frá kort. Að vísu þurfti að leita leita uppi slaufurnar nokkrum sinnum og binda aftur en það er bara eins og gengur.
Stærri litla frænka tók tíðindunum með stóískri ró en litla frænka var mjög ánægð að frétta að hún væri nú orðin formlegur eigandi Júlíu.
Hér er mynd af stelpunum með jólagjafirnar sínar.
Þær eru auðvitað innikettir vegna aðstæðna en Júlía lætur það ekkert á sig fá og getur alveg klifrað í trjám þrátt fyrir það.
Þetta er kallað að laga sig að aðstæðum.
Þær eru mjög ánægðar á nýja heimilinu.
Sérstaklega að losna við hin fjórfættu skrímslin sem gerðu ekki annað en að setja fyrir þeim og ráðast á þær til að verja yfirráðasvæðið sitt. Júlía á það líka til að spila á píanóið fyrir heimilisfólk á næturna ef það gleymist að loka því á kvöldin.
laugardagur, apríl 02, 2005
fimmtudagur, mars 31, 2005
Tók sénsinn á að eiga viðskipti við Amazon. Amadeus, Impromptu, ævisaga John Lennon og valin kvæði eftir W.H. Auden voru að koma í hús. (Vinsamlegast takið eftir hvað ég er flink að linka. Flink to link?) Reiknast til að þetta hafi kostað mig um 6.500,- kr. Er það bara ekki vel sloppið?
Úpp, þátturinn er byrjaður.
PS.
Góði Guð, leyfðu Jozef Wojtyla að koma heim.
Úpp, þátturinn er byrjaður.
PS.
Góði Guð, leyfðu Jozef Wojtyla að koma heim.
miðvikudagur, mars 30, 2005
Fréttastofa Sjónvarps kom í skólann í dag og talaði við nemendur vegna þessarar kynþáttafordómakönnunar sem var að koma út. Ég hafði talsverðar áhyggjur af þessu því í fyrra eða hittifyrra fjallaði þátturinn Í brennidepli um svipað efni í hverfinu og fórst það afar ósmekklega úr hendi. Reyndar var öll fjölmiðlaumræða þá í æsifréttastíl. Fréttamenn verða bara að gjöra svo vel að gæta sín og ýta ekki undir hluti og jafnvel búa þá til. Það er fólk á bak við allar fréttir. Þetta kom reyndar mjög vel út í kvöld og var vel unnið.
þriðjudagur, mars 29, 2005
Það er vissulega mikil framför að leikskólapláss eigi að vera ókeypis í Reykjavík og helst sem flestum sveitafélögum. Það er það vissulega. En ég ætla ekki að neita því eftir 7 vikna verkfall þar sem Alþingi Íslendinga var kallað til sveitarfélögunum til hjálpar og braut á almennum samnings- og mannréttindum launþega í landinu vegna bágrar fjárhagsstöðu sveitafélaganna þá svíður þetta aðeins.
Jæja, best að koma sér í háttinn. Fríið búið og vinnan bíður. Mér tókst ekki að gera það sem ég ætlaði að gera, þrífa íbúðina. Ég held að ég þurfi að gera svona ,,hreingerningu" eins og mamma gerði í gamla daga. Man eftir einni slíkri á Kleppsveginum. Man aðallega eftir því að amma Didda hékk hálf út um gluggann á þriðju hæð að þrífa gluggana. Jemundur. Ég ætla ekki að hanga utan á gluggunum hérna en er að hugsa um að þrífa veggi og inni í skápum og svoleiðis. Mér tókst samt aðeins að taka til. En það var ekki mikið. Nei, það má ekki ofreyna sig.
sunnudagur, mars 27, 2005
Vandi fylgir vegsemd hverri stóð í páskaegginu mínu. Ég er mjög fær í páskaeggjaátinu og nei, I'm not very proud.
Mér finnst Wisentahl stofnunin eiginlega fara offari í þessu Fischer máli. Er kallinn ekki klikkaður? Eða er hann bara ,,sérvitur"? Svo var Pulla að tala um það um daginn að hann væri sjálfur gyðingur. Ég sel það ekki dýrar en ég keypti en trúi alveg að það sé rétt fyrst Pulla segir það.
Ég er líka sammála yfirlæknunum á LSH. Spítalanum er illa stjórnað.
Mér finnst Wisentahl stofnunin eiginlega fara offari í þessu Fischer máli. Er kallinn ekki klikkaður? Eða er hann bara ,,sérvitur"? Svo var Pulla að tala um það um daginn að hann væri sjálfur gyðingur. Ég sel það ekki dýrar en ég keypti en trúi alveg að það sé rétt fyrst Pulla segir það.
Ég er líka sammála yfirlæknunum á LSH. Spítalanum er illa stjórnað.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...