laugardagur, september 10, 2005
Fékk mér fish'n'chips í kvöldmatinn. Átti tilbúinn pakkafisk, kartöflur og svo Ísíó olíu sem ég fjárfesti í í gær. Er sko í pizzauppskriftinni. Svo ég ákvað að djúpsteikja kartöflur. Tókst vel en nú finn ég að ég er að fá aðkenningu að brjóstsviða. Hef verið í hollum og heimalöguðum mat í sveitinni (þetta var reyndar heimalagað líka en meira í skyndibitaætt) og hef ekki haft neina svona kvilla. Svo gæti ég náttla bara verið að eldast og hætt að þola brasað:)
föstudagur, september 09, 2005
Loksins heyrði ég hanann á þarnæsta bæ gala. Það var um þrjúleytið í dag svo ég skil hvað nágrannakona mín meinar þegar hún talar um tímavillta hanann. Mér fannst náttúrulega ferlega sniðugt að heyra hanagal inn um gluggann enda að fara yfrum af væmni hérna í fallegu sveitinni.
Dagurinn hefur verið góður. Dásamlegt veður og litlu villingarnir mínir sætir og góðir.
Hafði heimalagaða pizzu í kvöldmatinn. Setti heilhveiti í staðinn fyrir hveiti. Hef nú stórkostlegar áhyggjur af því að heilhveiti þurfi að bakast lengur en venjulegt hveiti og að gerið sé að gerjast í maganum á mér. Þarf að útfæra pizzugerðina aðeins, þetta heppnaðist ekki eins vel hjá´mér og krökkunum um daginn.
Er búin að komast að því af hverju ég er óvenju slæm í bakinu. Þegar Sjónvarpsmarkaðurinn var ég hét þá keypti ég AB-slider. (Hey! Jackie Chan notar svoleiðis!) Svo þegar ég var að flytja þá fann ég hann rykfallinn inni í skáp. Vegna eiginmannsleitarinnar er ég að reyna að verða mjó og sexý og hef notað græjuna. Fann á netinu í dag að hún er slæm fyrir bakið ef maður er ekki þegar í toppformi með sterkt bak. Þótt ótrúlegt megi virðast þá er ég sennilega ekki í toppformi. Það kemur mér náttúrulega verulega á óvart.
Dagurinn hefur verið góður. Dásamlegt veður og litlu villingarnir mínir sætir og góðir.
Hafði heimalagaða pizzu í kvöldmatinn. Setti heilhveiti í staðinn fyrir hveiti. Hef nú stórkostlegar áhyggjur af því að heilhveiti þurfi að bakast lengur en venjulegt hveiti og að gerið sé að gerjast í maganum á mér. Þarf að útfæra pizzugerðina aðeins, þetta heppnaðist ekki eins vel hjá´mér og krökkunum um daginn.
Er búin að komast að því af hverju ég er óvenju slæm í bakinu. Þegar Sjónvarpsmarkaðurinn var ég hét þá keypti ég AB-slider. (Hey! Jackie Chan notar svoleiðis!) Svo þegar ég var að flytja þá fann ég hann rykfallinn inni í skáp. Vegna eiginmannsleitarinnar er ég að reyna að verða mjó og sexý og hef notað græjuna. Fann á netinu í dag að hún er slæm fyrir bakið ef maður er ekki þegar í toppformi með sterkt bak. Þótt ótrúlegt megi virðast þá er ég sennilega ekki í toppformi. Það kemur mér náttúrulega verulega á óvart.
fimmtudagur, september 08, 2005
Brá mér í fótbolta í skólanum áðan. Hljóp af stað og bakverkurinn brjálaðist í fyrsta skrefi og ætlaði mig lifandi að drepa. Ég reyndi nú samt að skrölta aðeins í von um að hann minnkaði þegar ég hitnaði en því var ekki að heilsa. Ég sá engan annan leik í stöðunni en að henda mér á stóru strákana í von um að hægja aðeins á þeim, ég var nefnilega með litlu krökkunum í liði gegn 10. bekk.
Bakverkurinn er óvenju slæmur núna því ég er að reyna að vinna á honum. Hlutirnar þurfa víst alltaf að versna fyrst áður en þeir batna. Ég vona það alla vega. Vona að hann sé ekki bara að versna!
Bakverkurinn er óvenju slæmur núna því ég er að reyna að vinna á honum. Hlutirnar þurfa víst alltaf að versna fyrst áður en þeir batna. Ég vona það alla vega. Vona að hann sé ekki bara að versna!
miðvikudagur, september 07, 2005
Litlu villingarnir mínir sáu um hádegismatinn í dag. Bjuggu til alveg ágætis pizzu. Ég er fegin að ég skyldi taka sénsinn á þessum matreiðslutímum. Þau blómstra alveg í þessu. Bökuðu dýrindis köku í síðustu viku. Verklagni er dýrmætur hæfileiki.
Börnin í skólabyggingunni er búin að kynnast Elvis og Janis og þeim. Kynnti þau formlega fyrir John F. Kennedy í dag. Ekki hægt að segja að ég sé alveg límd við námsbókina.
Fór í kvöld eins og síðastliðið miðvikudagskvöld í gongu með gönguklúbbnum Áttavilltum. Stimplaði mig formlega inn í hann þegar ég rataði varla út úr Húsavík. Við sem sagt fórum til Saltvíkur og gengum þaðan til Húsavíkur. Vorum samt búnar að koma einum bíl þangað. Þegar aftur kom til Húsavíkur þá sýndu heimakonur (eintómar konur í klúbbnum) og sveitavörgunum aðeins í bænum, skrúðgarðinn og annan sem er heimatilbúinn. Þ.e.a.s. maður í bænum útbjó svolítinn sælureit á eitt sinn tómu holti.
Ég fer ekki ofan af því að Húsavík er dásamlegur bær. Bærinn er svo þrifalegur og fallegur. Útsýnið er dásamlegt. Ég spurði hvað hús kostuðu á Húsavík.
Börnin í skólabyggingunni er búin að kynnast Elvis og Janis og þeim. Kynnti þau formlega fyrir John F. Kennedy í dag. Ekki hægt að segja að ég sé alveg límd við námsbókina.
Fór í kvöld eins og síðastliðið miðvikudagskvöld í gongu með gönguklúbbnum Áttavilltum. Stimplaði mig formlega inn í hann þegar ég rataði varla út úr Húsavík. Við sem sagt fórum til Saltvíkur og gengum þaðan til Húsavíkur. Vorum samt búnar að koma einum bíl þangað. Þegar aftur kom til Húsavíkur þá sýndu heimakonur (eintómar konur í klúbbnum) og sveitavörgunum aðeins í bænum, skrúðgarðinn og annan sem er heimatilbúinn. Þ.e.a.s. maður í bænum útbjó svolítinn sælureit á eitt sinn tómu holti.
Ég fer ekki ofan af því að Húsavík er dásamlegur bær. Bærinn er svo þrifalegur og fallegur. Útsýnið er dásamlegt. Ég spurði hvað hús kostuðu á Húsavík.
þriðjudagur, september 06, 2005
mánudagur, september 05, 2005
Frjálst flæði leiðir stundum sannleikann í ljós. Var á kjaftatörn með 10. bekknum sem er algjört undantekningartilfelli í mínum kennslustundum og gerist bara örsjaldan, og við fórum að ræða um bíla. Ég sagði þeim að ég hefði átt Plymouth Volare '79, strætókort og Ford Orion '87. Kosturinn við þessa bíla væri sá að þeir hefði verið sérstakir og ég hefði alltaf fundið þá á augabragði á bílastæðum. Nú þegar ég ætti týpískan, japanskan fjölskyldubíl þá lenti ég alltaf í stökustu vandræðum að finna hann. Þá benti einhver nemandi á að það væri nú ekki mikill bílafloti á stæðunum hér. ,,Nei, einmitt. Þess vegna flutti ég út á land. Til að finna bílinn." A-ha!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...