Færslur

Sýnir færslur frá mars 24, 2013

Tilfinningasamar hugleiðingar um ,,stóriðjubrölt á Bakka."

Fyrir nokkrum árum var tilkynnt að Alcoa hefði, allra náðsamlegast, valið Bakka við Húsavík sem næsta álversstað. Það braust út taumlaus gleði. Það var líkt og Húsavík hefði hreppt stóra vinninginn í Lottóinu. Fólk klæddi sig í álpappír og fagnaði í beinni útsendingu. Ég ákvað umsvifalaust að berjast gegn þessu álveri. Ég gat m.a.s. haft hátt um það, ég er nefnilega aðflutt. Aðrir fóru með andstöðu sína eins og mannsmorð. Nokkru seinna horfði ég á fréttir um nýjan Listaháskóla sem átti að troða inn í þrönga götumynd. Snilldarhugmynd laust niður í höfuðið á mér. Listaháskóla á Bakka! Ég bloggaði snilldina og fékk athugasemdir. Þetta var algjörlega ómögulegt. Kennararnir eru allir í hlutastörfum, þeir geta ekki flutt út á land. Merkilegt. Hér eru erlendir tónlistakennarar í flestum stöðum. Dag einn sit ég og smyr flatbrauð með öðrum kvenfélagskonum. Gaspra um hugmyndina frábæru. Ein þeirra lítur upp, horfir í augun á mér