Ég veit ekki hvernig umræðan um rasisma Frjálslynda flokksins hófst í kosningabaráttunni, ég sá t.d. aldrei fræga grein Jóns Magnússonar um málið. Hins vegar fylgdist ég með seinni hluta umræðunnar og það sem sló mig þá var að það mátti alls ekki ræða málið. Ef einhver impraði á því þá var hann umsvifalaust úthrópaður rasisti. Minn eiginn formaður sagði að það yrði: að stíga varlega til jarðar" og hmm og ha það má alls ekki ræða málið. Á meðan eykst kynþáttahatur og andúð þjóðarinnar jafnt og þétt. Og allir eru ofsalega hissa. Samt er hægt að skoða nákvæmlega sama ferlið hjá mörgum þjóðum. Hvað er langt síðan að Tyrkjum var hleypt inn í Þýskaland til að vinna láglaunastörfin og kynþáttahatur spratt upp í kjölfarið? Hvað hafa hinar skandinavísku þjóðirnar ekki verið að upplifa?
Um hvað snýst þetta í raun? Það er verið að flytja inn ódýrt vinnuafl til arðræna. Og svo er ódýra vinnuaflið notað sem svipa á íslenska launþega. Það er nákvæmlega það sem þetta gengur út á. En, uss, við skulum endilega ekki ræða það. Við skulum bara leyfa íslenskum fyllibyttum að fá útrás á gangandi boxpúðum í bænum.
Allir fordómar grassera í skjóli þagnarinnar. Þess vegna er nauðsynlegt að ræða málið.
Nú er t.d. rokið upp til handa og fóta af því að Magnús Þór er svo mikill ,,rasisti". Nú hef ég ekkert fyrir mér annað en orð annarra en mér er sagt að Reykvíkingar sæki í stórum stíl til Akraness. Það er nóg af fólki á Akranesi. Það er 30 manns á biðlista fyrir félagslegar íbúðir og það eru allir skólar löngu búnir að sprengja utan af sér húsnæðið. Svo er Magnús Þór rasisti eða hefur hann kannski eitthvað til síns máls?
Þá langar mig til að benda á það að við í Suður-Þingeyjar sýslu erum með hálftóma skóla vegna stöðugrar fólksfækkunar. Við viljum gjarna taka á móti flóttamönnum.
fimmtudagur, maí 15, 2008
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...