Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Ég er sammála
SvaraEyðaJæja.
SvaraEyðaBest að vinda sér í að svara þessu.
Mér finnst borgaralegar fermingar ekki asnalegar! Af hverju? Ég mundi frekar segja "fermingar eru asnalegar"
Jú vegna þess að ferming er hefð sem íslensk samfélag er gegnsýrt af. Endalausar auglýsingar frá kaupmönnum um gjafir og væntingar.
En fermingin á ekkert að snúast um það. Hún á að snúast um að einstaklingur tekur ákvörðun um að stafesta skírn sína og ganga í hina Lútersku kirkju. Hún á að snúast um trú.
En trúum við því að 13-14 ára unglingar geti tekið svona ákvarðanir? Ég trúi því ekki. Ég hef ekki mikla trú á það að svona ungur einstaklingur hafi þroskan í að taka svona ákvörðun. En ég fæ víst engu um það ráðið.
Þetta er orðið að hefð í okkar þjóðfélagi. Fjölskylduboð, gafir upp á marga tugi þúsunda o.s.frv.
En ef unglingurinn trúir ekki? Hvað þá? Á hann að sleppa fermingunni? Fresta henni eða sleppa henni alveg? Horfa síðan á félaga sína segja "ég fékk 100 þús kall að gjöf" "djöfull er þetta flottur sími" o.s.frv. Finnast hann vera utanveltu vegna þess að hann er á fermingaraldri en hefur enga fermingarveislu?
nei hann fermist auðvitað. Ég efast um að nokkrum helvita manni myndi detta í hug að neita þessum gylliboðum. Og ef hann játast Guði þá erum við að kenna honum hræsni og lygi ef hann trúir ekki á guð.
þannig að við gefum honum annan valkost. Við segjum við hann "já ferminginn er eitthvað annað heldur en að staðfesta trú, þetta er hefð og þú getur tekið þátt í þessu án þess að ljúga eða hræsnast. Þú mátt segja ég trúi ekki eða ég er ekki tilbúin til að taka trú og samt ganga í gegnum þessa hefð.
Mér finnst fermingaraldurinn fáranlegur, fermingarvitlausar, fermingarfræðslan rugl. En borgaralegar fermingar er á sama stalli.
Það er mitt álit.
En fermingin, confirm, er nákvæmlega það að staðfesta skírn sína og veru í kristnu samfélagi. Borgaraleg ferming hefur nákvæmlega ekkert gildi.
SvaraEyðaÞegar ég var þrettán þá var ég ekki trúuð og ætlaði sko ekki að láta ferma mig. Ég er fegin núna að ég fermdist. Auðvitað eru peningasýkin í kringum þetta gengin út í öfgar og það þarf eitthvað að gerast í þeim málum. Ef fólk vill ekki fermast eða láta ferma börn sín þá á bara að sleppa því. En að félagið Siðmennt skuli standa fyrir því að ,,nei, þið þurfið ekki að staðfesta kristin gildi þið getið samt fengið gjafir, veislu og peninga" vera frekar siðlaust.
Mér finnst borgaralegar fermingar FRÁBÆRAR.
SvaraEyðaÖll samfélög hafa sína manndómsvíglu, og það er betra að hafa valkost við trúarlegu ferminguna, í stað þess að þröngva öllum í sama mót. Ég er trúlaus og trúði ekki þegar ég fermdist, en fór í kirkjuna og laug sem var ekki góð tilfinning.
Sé ennþá eftir að hafa fermst og hefði fegin valið borgaralega fermingu, hefði hún verið í boði.
ég kem til með að leyfa börnunum mínum að fermast ef þau vilja þó ég sé ekki trúuð. Borgaralega ruglinu tek ég ekki þátt í. Það er ekki option. Kirkjan og trúin eiga þetta fyrirbæri. Viljum við hafa einhverja aðra manndómsvígslu á hún amk að skammast sín til að heita eitthvað annað en ferming. Só ðer!
SvaraEyðaÉg spyr ykkur þá, þeir sem vilja ekki ferma börnin sín borgaralega. Haldið þið ekki að barn sem játar guði og er ekki trúað, finnst ykkur það ekki siðlaust?
SvaraEyðaFinnst ykkur það rétt að hvetja börn til að ljúga og svo gefa þeim gjafir?
Frekar styðja þau til sannleiks og verðlauna þau með gjöfum. Ef aðilinn er ekki trúaður þá styðja hann í því og verðlauna hann með sínum skoðunum.
eða viljiði frekar refsa honum fyrir að vilja ekki vera trúaður? eða játast trúnna?
Ferminginn er búin að fá allt annað gildi heldur að játa trú sína. Kaupmenn og aðrir sem græða á þessu munu auðvitað halda þessu á lofti um ókomin ár. og það er ekkert hægt að gera í þessu verslunar og kaupæði... því miður.
jú, auðvitað er það ekki síður siðlaust. Meira ef eitthvað.
SvaraEyðaÉg kem ekki til með að styðja dóttur mína (sem er á fermingaraldri núna) til að fermast ef ég finn það á henni að hún sé bara að því til að fá pakkana. Hún hefur ekki hópþrýsting, besta vinkona hennar ætlar ekki að fermast (ekki borgaralega heldur). Er alls ekki búin að ákveða sig. En þetta verður hennar ákvörðun, ekki mín. Þó ég trúi ekki mun ég bera virðingu fyrir hennar tilfinningum og trú/trúleysi.
Hún veit af því að hún fær sömu gjöf frá okkur foreldrunum hvort sem hún fermist eða ekki. Sama með ömmur og afa. En við ætlum ekki að halda einhverja ekkifermingarveislu fyrir alla ættingjana.
Mig langar að leggja inn nokkur orð vegna þessarar umræðu sem orðið hefur á blogginu þínu um borgaralegar fermingar. Eldri drengurinn minn ákvað að taka þátt í slíkri athöfn í apríl á næsta ári þar sem hann hefur (eftir mikla umhugsun) ekki samvisku í að standa fyrir framan sóknarprest í þjóðkirkjunni okkar og "plata" hann með trúarjátningu. Hins vegar hefur hann vegna aldurs ekki þroska eða persónustyrk til að sleppa þessu alveg og vill falla inn í félagahópinn með því að fermast á einhvern hátt. Staða krakka á félagslegum grunni er oft ansi ómótuð á þessum aldri og ekki margir unglingar sem er slétt sama þó þau skeri sig úr hópnum. Þetta á við um svo margt; fata- og tónlistarsmekk, hárgreiðslu, framkomu, tómstundastarf... og svo mætti lengi telja. Þess vegna eru slíkar borgaralegar athafnir svo mikilvægur valkostur. Ég bjó sjálf í litlum bæ á fermingaraldrinum og hefði aldrei tekið í mál að fermast ekki - ég svitnaði bara við tilhugsunina um að skera mig úr hópnum á einhvern hátt! Ekki voru það mega-gjafir, 200 manna veisla eða gróðavon sem heilluðu enda fjölskylda mín með báða fætur á jörðinni og hófsöm í hvívetna. Ég sá eftir þessu öllu saman um leið og ég komst til "vits og ára" og fékk heilbrigða sýn á trúmál og trúariðkun á breiðum grundvelli.
SvaraEyðaÞess vegna er ég nokkuð sammála "sivar" sem skrifaði hér fyrir ofan: Fermingar eru asnalegar :) 13-14 ára börn hafa ekki forsendur, reynslu eða þroska til að taka svo mikilvæga ákvörðun. Neyslusamfélagið er svo búið að gera úr fermingunni einn alsherjar skrípaleik sem verður sífellt umfangsmeiri. Þetta er enda áhrifagjarnasti markhópur verslunarmanna - ómótaðir unglingar sem hægt er að snúa um fingur sér og beina auglýsingum að á tíma sem ætti að snúast um innri ró og íhugun en ekki "kauphlaup", tilboð á raftækjum, förðun, hárgreiðslu, gervineglur og annað sem haldið er að fermingarbörnum og reynt að selja þeim þá hugmynd að dagurinn verði ekki "fullkominn" ef þennan og hinn hlutinn vantar. Bilun...
Annað: Rætt hefur verið um opinbera notkun Siðmenntar á orðinu "ferming" og var ég lengi sammála þeim sem töldu þetta stuld á kristnu hugtaki og betra væri að finna eitthvað annað orð á athöfnina.
En við nánari athugun er sjálfsagt að nota þetta orð þar sem þetta fyrirbæri kallast "borgaraleg ferming" alls staðar þar sem svipuð athöfn er til. Íslenska orðið "ferming" er dregið af latneska orðinu "confirmare" sem þýðir "að styðja" eða "að styrkjast". Ungmenni sem fermast borgaralega eru einmitt að styrkjast í þeirri ákvörðun að verða ábyrgir borgarar. Í alþjóðlegum orðabókum er orðið "confirmare" skilgreint á marga mismunandi vegu og er trúarleg skilgreining aðeins ein skilgreininganna og ekki sú sem er fyrst talin upp.
Því sé ég ekki að kirkjan eigi einkarétt á notkun orðsins frekar en orðum eins og gifting/hjónavígsla, minningarathöfn, jarðarför og fleiri orð sem vissulega eru notuð um ýmsar kirkjulegar athafnir en eru einnig notuð við merkar stundir á lífsleiðinni þó prestlærðir menn komi þar hvergi nærri. Er ég þá kannski ekki réttilega gift af því sú athöfn átti sér stað fyrir framan borgarfógeta en ekki fyrir framan prest?? Ef trúfélög ætla að fara að eigna sér orð í íslenskunni þá finnst mér þau farin að seilast ansi langt... og er nú nóg samt.
Læt þetta nægja í bili :)
Það er nú meiri helgislepjan sem lekur af ykkur. "Ljúga að prestinum og öllum hinum." Öllum hinum er svo nákvæmlega skítsama hvað þið hin eruð að gera.
SvaraEyðaLenti einmitt í þessari umræðu við systurdóttur mína áður en hún fermdist. Hún vildi ekki fermast því hún var/er ekki trúuð. Mamma hennar og aðrir í fjölskydunni vildu hins vegar að hún fermdist, hefðarinnar vegna. Allir í nánustu fjölskyldu eru fermidir, bæði trúaðir og trúlausir.
Ég bara spyr, að hverjum nákvæmlega er verið að ljúga? Prestinum er alveg skít sama. Hann gengur í gegnum þetta nokkrum sinnum á hverju ári. Auðvitað veit hann alveg að einhver hluti af þessum krökkum er ekki trúaður og aðrir að þessu fyrir gjafirnar. Ekki veit ég samt til þess að neinn prestur hafi neitað að ferma þessi börn. Hinum krökkunum er líka sama. Þau eru að þessu fyrir sig, hver sem ástæðan er. Þeim gæti ekki verið meira slétt sama hvort einhver annar sé að "ljúga" eða ekki. Svo að hverjum er þá svona hræðilegt að ljúga? Guði! Er það ekki einmitt málið. Allir þessir þykjustu trúleysingjar sem meika ekki að standa í kirkju og "ljúga" að guði. Þetta minnir mig á fíflið sem var trúlaus og vildi því ekki gifta sig í kirkju!!! Ef guð er ekki til, þá er kirkja bara eins og hvert annað hús og því ætti ekki að vera neitt mál að gifta sig þar frekar en annars staðar.
Ef þið eruð ekki trúuð þá er þetta engin siðferðisspurning. Ef þið viljið líta á þetta sem einhverja manndómsvíglsu látið þá bara ferma ykkur í kirkju. Ef þið viljið ekki standa í kirkju og ljúga að guði. Farið þá bara og látið ferma ykkur borgaralega. Mér er alveg sama hvað þið kallið það. En að vera trúlaus og láta ferma sig í kirkju er hvorki siðlaust né lygi. Það eruð þið þessi trúuðu sem eru að reyna að koma inn samviskubiti hjá þessum krakkagreyjum. Að ykkur skuli detta í hug að leggjast svo langt að koma því inn hjá þeim að þetta sé "siðferðislega rangt". Það eruð þið sem eruð að haga ykkur á siðferðislega vafasaman hátt.
Þar fyrir utan. "Börn á þessum aldri ekki tilbúin til að taka ákvörðun um þetta." Ég var 12 ára þegar ég bað síðast til guðs. Þá var ég samt byrjuð að efast stórlega um tilvist hans sem hafði verið haldið að mér frá bernsku. Ég ákvað að það myndi ekki saka, svona ef hann væri til. Ekki löngu seinna gekk ég alveg af trúnni. Ég var trúlaus þegar ég fermdist og er það enn.
Næsta sem ég fæ væntanlega að heyra er að ég hafi greinilega ekki þroskast frá 12 ára aldri. Hef fengið að heyra það áður frá trúuðu fólki sem meikar ekki að ég sé ekki trúuð. Ég virði það að annað fólk sé trúað og reyni ekki að rengja sannfæringu þess. Þið ættuð að sýna trúleysingjum sömu kurteisi, þ.m.t. ykkar eigin börnum.
Hel: Þú virðist vera afskaplega þroskuð og meðvituð manneskja. Ég verð að segja fyrir mitt leyti að ég hef alltaf verið eftir á í þroska. Ég fermdist í kirkju og trúði heils hugar á Guð og Jesú. Nokkrum árum seinna missti ég barnstrúnna en það var ekki fyrr en á síðasta ári að allt sem kallast trú sturtað ofan í klósettið.
SvaraEyðaUmburðarlyndi... ætli ég hafi ekki byrjað að tala um Borgaralegar fermingar vegna þess að mér finnst það ágætur valkostur fyrir þá sem vilja.
Ég hef ekkert á móti borgaralegum fermingum, en get heldur ekki séð tilgang með þeim. Dóttir mín fermist í vor, og veit fullkomlega af hverju hún er að fermast. Hún hefði aldrei tekið það í mál að fermast borgaralega, því hún sér engan tilgang með þannig fermingu og finnst þær fáránlegar.
SvaraEyðaÉg fór því miður um víðan völl í þessu kommenti. Ekki búin að vera vel fyrir kölluð undanfarna daga.
SvaraEyðaÞað sem ég vil segja er einfaldlega þetta. Ekki koma upp einhverjum móral hjá börnum sem vilja fermast, þótt þau telji sig trúlaus núna. Ef þau verða trúlaus áfram er enginn skaði skeður. Ef þau finna trúnna seinna á lífsleiðinni verða þau fegin að hafa fermst. Þau eru ekki að ljúga að neinum eða gera neitt siðferðilega rangt með því að fermast í kirkju. Lífið er nógu flókið á þessum aldri. Það að ganga gegn norminu og vera trúlaus er nógu erfitt eitt og sér. Ekki sannfæra þau um að þau séu lygarar og með skerta siðferðiskennd líka.
Hel skrifar: "Ekki koma upp einhverjum móral hjá börnum sem vilja fermast, þótt þau telji sig trúlaus núna."
SvaraEyðaEr einhver að gera það? Er fólk ekki frekar að verja rétt barnanna til að hafa VAL???
Ég get alveg eins sagt: "Ekki koma upp einhverjum móral hjá börnum sem vilja fermast borgaralegri fermingu, af því að þau telja sig trúlaus."
Af hverju mega þau ekki hafa val? Af hverju þarf það endilega að vera kirkjuleg ferming eða ekkert?
Hel skrifar: "Það er nú meiri helgislepjan sem lekur af ykkur. "Ljúga að prestinum og öllum hinum." Öllum hinum er svo nákvæmlega skítsama hvað þið hin eruð að gera..... ...Ég bara spyr, að hverjum nákvæmlega er verið að ljúga? Prestinum er alveg skít sama. Hann gengur í gegnum þetta nokkrum sinnum á hverju ári. Auðvitað veit hann alveg að einhver hluti af þessum krökkum er ekki trúaður og aðrir að þessu fyrir gjafirnar. Ekki veit ég samt til þess að neinn prestur hafi neitað að ferma þessi börn".
SvaraEyðaOg einnig: "...En að vera trúlaus og láta ferma sig í kirkju er hvorki siðlaust né lygi".
Jahérna mér! Er ekki samfélag kristinna manna orðið rotið og virðing þeirra fyrir eigin trúarathöfnum orðin lítil ef - og ég segi EF - satt er að prestum sé skítsama þó þeir fermi heilu hópana af trúlausum börnum!! Væri ekki einmitt eðlilegt að viðkomandi sóknarprestur kannaði hug barnsins til trúarinnar og baklandið hjá fjölskyldunni áður en fermingarfæribandið er sett í gang?
Þó ég sé trúlaus ber ég mikla virðingu fyrir trú, trúariðkun, helgihaldi og samkomuhúsum allra trúarhópa og dettur ekki til hugar að ætla mér stað meðal þeirra bara af því það sé svo þægilegt og "allir aðrir" geri það?! "Þeir eru hvort sem er að ferma, best að láta þá taka barnið mitt í leiðinni svo það verði nú ekki útundan".
Verum börnum okkar fyrirmynd, sýnum hreinskilni og kennum þeim frekar að vera virðingu fyrir menningu, siðum og trú/trúleysi samborgara sinna.