Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum sáu þeir læsta hurð. Kannski brutust þeir inn, kannski náðu þeir að vekja konuna. Hún alla vega rankaði við sér og brást ekki vel við og þurfti að kalla til lögreglu.* Sumir fjölmiðlar segja að hún hafi verið handtekin aðrir að henni hafi verið ekið heim. Fyrirsvarsmaður staðarins hefur beðið konuna afsökunar fyrir hönd dyravarða og þar með viðurkennt að framganga þeirra var full harkaleg. Enginn slasaðist, enginn má eiga von á að smitast af heimsfaraldri, ekki var talað niður til neinna minnihlutahópa nema kannski dyravarða sem viðurkennt hefur verið að beittu óþarfa mikilli hörku. Öllum ber saman um að engin kæra hafi verið lögð fram og engir eftirmálar verði af atvikinu.
Ekki alveg. Konan er nefnilega
þingmaður og til þeirra eru gerðar strangari siðferðiskröfur. Já, er það?
20.
nóvember 2018 sátu sex þingmenn að sumbli á Klaustur bar, fimm karlar og ein
kona. Rétt er að taka fram að á sama tíma fór fram umræða um fjárlög á
Alþingi svo strangt til tekið var þetta fólk á fylleríi á vinnutíma. Karlarnir
töluðu með mjög niðrandi hætti um nafngreindar konur og fatlað fólk.
Þetta viðbjóðslega tal náðist á
upptöku eins og frægt er orðið. Sigmundur Davíð hefur að sjálfsögðu snúið
veruleikanum á hvolf og telur sig og drykkjufélaga sína fórnarlömbin í atburðinum. Þau voru nefnilega „hleruð.“ Þau sitja sem sagt reglulega að sumbli
á þessum bar eða öðrum og tala viðbjóðslega um annað fólk.
Sagði einhverjir þessara
einstaklinga af sér? Að sjálfsögðu ekki. Tveir
fóru í leyfi og sneru svo til baka þegar umræðan hafði róast. Það var
auðsjáanlegt í fréttum að ein konan sem hafði orðið fyrir skítaustrinum var
brugðið við endurkomu þeirra. Annar þessara manna hélt því fram fullum fetum að
hann hefði farið í 36 klukkustunda „blackout“ þetta kvöld. Áfengisvandi,
einhver?
Tveir þessara manna sitja enn á þingi.
20. ágúst 2009 steig karlkyns
þingmaður í pontu Alþingis og hélt skrautlega ræðu. Nógu skrautlega til þess að
fólk var almennt sammála um að hann hefði verið fullur. Sem hann neitaði
auðvitað en aðrir báru
að sést hefði til hans hella í sig. Þessi þingmaður sagði að sjálfsögðu
ekki af sér. Samt var hann í vinnunni.
Mig minnir að rætt hafi verið í
fréttum eftir uppákomuna 2009 að það hefði verið algengt að þingmenn væru
kenndir í vinnunni en skal viðurkennt að ég finn það ekki nú. Hins vegar hafa
menn verið sakaðir um
slíkt oftar.
Þannig að eru virkilega gerðar
strangari siðferðiskröfur til þingmanna? Svo virðist alls ekki vera. Eru kannski gerðar strangari
siðferðiskröfur til þingkvenna?
Það nokkuð almenn vitneskja að
það sé meiri
pressa á kvenkyns
stjórnmálamönnum en karlkyns.
Það gerist mun oftar að mótmælt er við
heimili stjórnmálakvenna en stjórnmálakarla.
Alls hafa sjö ráðherrar sagt af sér í gegnum tíðina þar af tvær konur. Nokkuð gott hlutfall væri hægt að segja sem sannaði ekki meira álag eða kröfur á konur. En ef við myndum skoða hversu margir karlkyns ráðherrar hafa verið í gegnum tíðina og hversu margir kvenkyns, hvernig myndi hlutfallið vera þá? Þá hefur hvorug konan átt afturkvæmt í stjórnmálin á meðan flestir karlarnir gátu snúið til baka.
Ég held að hin meinta
siðferðiskrafa hér eigi við lítil rök að styðjast. Þetta er bara gamaldags
kvenfyrirlitning.
#þaðmáalltafhatakonur