Er það hrikalega fordómafullt af mér ef ég segi að ég sé að missa umburðarlyndið með umburðarlyndinu? Ég var nefnilega að horfa á fréttirnar og ég beinlínis reiddist.
Já, allt í lagi. Ég ætla bara að opinbera fordóma mína. Ég kæri mig ekki um fjölmenningarlegt samfélag á Íslandi. Ég tel landið hreinlega ekki nógu stórt til að rúma það. Mér finnst sjálfsagt að fólk fái að flytja hingað ef það er að koma til Íslands til að setjast hér að og verða Íslendingar. Ef það er að koma hingað til að verða þjóðarbrot þá á það ekki erindi. Ef það ætlar að koma hingað til að fá góða vinnu og ágæt laun en ætlar að hafa allt eins og það var heima hjá því að öðru leyti. Ef fólk flytur hingað þá verður það að aðlaga sig íslenskri menningu. Í alvöru, ef þetta var svona æðislegt heima hjá þér, af hverju varstu þá að flytja þaðan? Now you got the best of me, come on and take the rest of me.
Þú kemur ekki hingað til að njóta góðs af því sem íslenskt samfélag hefur upp á að bjóða og drepur síðan dóttur þína fyrir að sofa hjá íslenskum strák. Það hefur reyndar sem betur fer ekki gerst hér enn þá en það eru konur gangandi hér um með slæður á höfðinu. Það eru börn hér í skólum sem neita að læra um önnur trúarbrögð. Ætlum við bara að bíða? Eða ætlum við að læra eitthvað af þjóðunum í kringum okkur? Ég get reyndar ekki séð það á innflytjendastefnu Íslendinga að þeir hafi lært nokkurn skapaðan hlut af reynslu annarra.
Fólki er hleypt hingað inn í hrönnum og bara látið danka. Það er ekkert gert til að hjálpa því. Stór hluti innflytjenda er Asíuættaður. Asísk tungumál eru tónatungumál og það miklu, miklu erfiðara fyrir Asíu-Íslendinga að læra íslenskuna en t,d, slavneska innflytjendur svo ekki sé talað um skandinava. Við erum að horfa upp á það að hingað koma asískar konur með börn, kannski 5-6 ára. Börnin hafa ekki lært sitt eigið tungumál almennilega, vantar öll helstu hugtök. Konan giftist íslenskum manni og það er töluð bjöguð enska á heimilinu. Barnið kann ekki sitt eigið tungumál, lærir ekki almennilega ensku og ekki almennilega íslensku. Nei, það er ekki nóg að vera bara í skólanum. Ég held ég fari rétt með það að móttökudeildin sé bara í eitt ár. Og þótt það sé boðið upp á stuðning þá dugar það ekki til því að munurinn á tungumálunum er svo ofboðslega mikill. Það eru börn, unglingar og ungmenni hér á landinu sem hafa kannski búið hérna meirihluta ævi sinnar og þau eru mállaus. Og það er okkur að kenna. Við, sem þjóð, sem samfélag, erum að bregðast þessu fólki. Eru þá ónefndar konurnar sem fá enga kennslu, tala bara brogaða ensku inni á heimilunum og vinna láglaunastörf. Við sjáum það að innflytjendur eru að safnast í láglaunastörfin og það er enginn að vernda rétt þeirra. Mér er minnisstætt þegar Landspítali-Háskólasjúkrahús sagði upp flestöllu ræstingafólkinu sínu og réði það síðan aftur í minna starfshlutfall. Undarlegast var að það var látið vinna sömu vinnuna áfram, bara á lægri launum. Af hverju ætli það hafi verið? Af hverju sagði enginn múkk við þessu? Hvað ætlum við svo að gera þegar góðærið fer þegar efnahagslífið tekur sínar hefðbundnu sveiflur? Ætlum við þá að ráðast að innflytjendunum sem eru ,,að taka vinnuna frá okkur"? Var það ekki það sem gerðist í hinum löndunum? Eins og t.d. hjá Þjóðverjum gagnvart Tyrkjunum.
Ég veit að ég endaði öðruvísi en ég fór af stað en málið er að mér finnst vanta innflytjendastefnu hjá ráðamönnum. Mér finnst eins staðan er í dag þá er verið að leggja grunninn að kynþáttahatri og vandamálum sem er hægt að koma í veg fyrir ef rétt er haldið á málum.
mánudagur, febrúar 28, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
ÉG hef stundum velt þessu fyrir mér. Mér skilst að Danir séu að gefast upp á innflytjendum og við gætum hreinlega verið að stefna í sömu átt.
SvaraEyðaÉg held að við verðum að setja einhverjar reglur og það fljótlega.
jamm
SvaraEyðaÉg þekki þetta svolítið, þar sem stelpurnar mínar ganga í Austurbæjarskóla, þar sem stærsta nýbúadeild landsins er. Hafa alltaf verið útlensk börn í bekkjunum þeirra (reyndar ekki núna í bekknum hennar Fífu). Bara verið vandamál með eitt barn, þar er mamman ein með hana, stelpan skilur og talar fína íslensku en mamman skilur mjög takmarkað. Stelpan er í miðju eineltismáli. Ekki lögð í einelti heldur hitt.
Reyndar er þetta heldur meira vandamál í unglingadeildinni, þar sem krakkar frá öllu höfuðborgarsvæðinu koma í nýbúadeildina. Hefur víst borið á klíkumyndun oþl. Ég á eftir að upplifa það, Fífa fer í unglingadeild á næsta ári.
Auðvitað á fólk að reyna að aðlaga sig nýjum stað, án þess þó að missa allt sitt ídentitet, ekki megum við gleyma því að íslendingar í útlöndum vilja fá að halda sín þorrablót hjá sínum íslendingafélögum + tala saman á íslensku úti á götu án þess að fólk sé að amast við því. Burtséð frá því er það náttúrlega sá sem flytur til landsins sem á að aðlaga sig, það er ekki hægt að ætlast til þess að nýtt þjóðfélag breyti sínum lögum og reglum, skrifuðum sem óskrifuðum nema að því leyti að losa sig við fordóma eins og hægt er. Það þarf að virka í báðar áttir...
Úff, hvað ég er ósammála ykkur. Best að segja sem minnst. :o
SvaraEyðahmmm?
SvaraEyðajú, segðu. Fullt af sjónarmiðum komið fram hérna. Ósammála því öllu?
Finnst þér bara allt í fína lagi að fólk útiloki sig frá því þjóðfélagi sem það er að flytja til? Kæri sig alls ekkert um að aðlagast? Það verða allir að taka sína ábyrgð, bæði við hérna heima að taka á móti fólki frá öllum heimshornum en fólk verður ekki síður fyrst og fremst að taka ábyrgð á sjálfu sér. Það tekur enginn ábyrgð á manni fyrir mann, þá er þjóðfélagið fyrst komið á villigötur. Ég er ekki að tala um að við eigum ekki að hafa öflugt öryggisnet. Það verður að virka fyrir alla. eins mikið og hægt er. Bara spurning um að sýna lit.
Það er iðulega farið hundilla með fólk sem kemur hingað og kann ekki málið, þekkir ekki rétt sinn. Spurningin er bara um að sýna lit.
hananú, lesa yfir það sem maður skrifar :-D
SvaraEyðaÉg er alveg reiðubúin að skoða það að mér skjátlist.
SvaraEyðaMér finnst ekki rétt að krefjast þess að fólk "aðlagist" umfram það að fylgja lögum þess lands sem það býr í. Að sjálfsögðu verður fólk að fylgja lögum, en allt annað er einkalíf viðkomandi manneskju. Ég hef búið í nokkrum öðrum löndum og ekki hef ég aðlagast mikið. Ég er og verð alltaf Íslendingur. Verð ekki vör við að Íslendingar í útlöndum séu endilega mikið í því að aðlagast menningunni þar sem þeir búa. Næstum alls staðar þar sem ég hef búið hafa verið Íslendingafélög, þorrablót, haldið upp á 17. júní o.s.frv. Fjölskylda langafa míns fluttist nær öll til Bandaríkjanna á sínum tíma og fyrsta kynslóðin giftist öðrum Íslendingum. Sumir Vestur-Íslendingar tala enn íslensku og við erum stolt af því, á sama tíma og við teljum það á einhvern hátt vandamál að fólk frá öðrum þjóðum haldi í sína menningu.
SvaraEyðaRæðu lokið í bili. ;)
Já, ég þekki þetta aðeins. Systir mín bjó í Svíþjóð og Íslendingarnir héldu einmitt talsvert saman. Ég er alveg hlynnt því að fólk haldi í sína menningu og það er einmitt mikilvægt fyrir börnin að þekkja rætur sínar. Það sem truflar mig eru fréttir að utan um dráp á stúlkum sem eru vissulega lögbrot. En það er líka fyrirfram ákveðin hjónabönd sem hljóta að bitna jafnt á stúlkum og drengjum og svo þessi, að mér finnst, kvennakúgun. Ég er ekki reiðubúin að horfa fram hjá svona hlutum á þeirri forsendu að þeir hafi alltaf tíðkast. Hins vegar er ég að verða mér úti um bókina hennar Jóhönnu og ég skal alveg viðurkenna það að í raun veit ég ósköp lítið um múslima og Múhammeðstrú. Þetta eru í rauninni ekki einhverjar fastmótaðar skoðanir heldur meira vangaveltur og ég þarf bara að kynna mér málið meira.
SvaraEyðaHvað varðar Asíu-Íslendingana þá held ég að við séum að bregðast þeim. Fullorðið fólk fær enga kennslu í tungumálinu nema þá sem það sækir sjálft og þarf að borga talsvert fyrir.
svo að ég árétti það einu sinni enn, auðvitað á og getur fólk sem flyst hingað ekki að verða allt í einu eins og við. Það er hvorki hægt né æskilegt. Lítið og einangrað þjóðfélag eins og okkar má svo sannarlega við svolítilli fjölbreytni.
SvaraEyðaEn ég held nú samt að það sé spurning um að átta sig á að sinn er siður í landi hverju. Þegar við fluttum út til Danmerkur í nám gerðum við í því að leigja ekki á kollegíi innan um nærri eintóma íslendinga, ég fór í danskan kór, auðvitað hittum við íslendingana líka en alls ekki eingöngu. (Átta mig að sjálfsögðu á því að þetta er ekki alveg sambærilegt.)
Það þarf að gera fólki fært að aðlagast, sjálfsagt auðvelt að týnast, sérstaklega ef maður talar ekki málið. Það hlýtur að vera forgangsverkefni að bjóða upp á málakennslu, skelfilegt að vera mállaus (eins og þessi mamma sem ég talaði um í fyrri færslu - talar og skilur sáralitla íslensku, enn minni ensku, hvað þá önnur mál sem Íslendingar almennt skilja).
Þessi mál ERU vandi á öðrum norðurlöndum, það þýðir ekkert að vera útópískur og afneita því. Vandinn snýr helst að annarri og þriðju kynslóð innflytjenda, krökkum sem bera sig saman við jafnaldra sína og sætta sig ekki við að geta ekki hagað sér eins vegna mismunandi siðferðisgilda.
Sem betur fer hefur ekki enn komið til heiðursdrápa hér á landi, en ég held að það sé einmitt vegna þess að hér hafa ekki skapast eins mikil og lokuð sérsamfélög eins og á hinum norðurlöndunum. Það er það sem þarf að forðast, ekki að banna það að fólk af öðru bergi brotið en við sem fyrir vorum, hittist og haldi sambandi eða tali saman úti á götu (gisp) á sínu eigin tungumáli. Samfélög sem þykjast geta sett sínar eigin reglur og lög í trássi við landslög og finnst ekkert sjálfsagðara.
Og nei, þið fynduð sjálfsagt ekki manneskju lengra frá því að setja kross við Dansk Folkeparti heldur en mig ;-)
farfuglinn sagði að fólk ætti að hegða sér í sambandi við landslög. Það er lykilatriði.. ef þú brýtur lög og myrðir einhvern þá skiptir engu máli hvaða ástæða er gefin.. þú braust lög.
SvaraEyðaEn málið með slæður og fyrirfram ákveðin hjónabönd. Þetta er siður og einkalíf einstaklingsins.
En það er alveg rétt hjá þér.. auðvitað þurfum við að aðstoða þau meira til þess að geta nýtt sömu tækifæri og við. Þ.e.a.s ekki láta þau einangrast og setja meira fútt í tungumálakennslu.
Já en, siður og einkalíf hvers? Föðurins eða stúlkunnar?
SvaraEyðaþað er nefnilega nákvæmlega málið. Þarf ekki að gefa annarri kynslóð tækifæri á að sleppa hefðum foreldranna EF ÞAU VILJA?
SvaraEyðaEinkalíf fjölskyldunnar.. Ef barnið er yngri en 18 ára þá er það ábyrgð foreldrana. Ef Foreldrið fylgir lögum þá getur ríkið ekki skipt sér af því hvað foreldrið geri. Skiljanlega.
SvaraEyðaHildigunnur: Mega börn gera allt sem ÞAU VILJA? eigum við að ákveða hvað ÞAU VILJA? Eigum við að taka fyrir hendurnar á foreldrunum vegna þess að okkur finnst börnin vera kúguð?
Snúðu þessu við. Þú flytur til Írans.. mundir þú vilja setja börnin þín í fyrirfram ákveðin hjónabönd?
nei, hreint ekki, en ég stórefast um að börnin mín myndu heimta það að ég færi að velja fyrir þau. Þetta er líka ein af ástæðunum fyrir því að mér myndi aldrei detta í hug að flytja til Írans.
SvaraEyðaÉg vona nú sannarlega að það sé ekki verið að neyða börn yngri en 18 ára til að giftast! Þegar þau eru orðin 18, eiga þau að ráða sér sjálf, ekki satt. Er það svo?