Það hefur lítið verið bloggað undanfarið. Ég komst heim aðfararnótt þriðjudags eftir 5 klukkutíma bið á Kastrup. Það var ekki gaman að ganga inn á stútfullan og stressaðan flugvöllinn eftir næstum 7 tíma lestarferð og frétta af verkfalli hleðslumanna og sjá hverju fluginu á fætur öðru frestað. En ég komst heim að lokum.
Prófin höfðu safnast saman á meðan ég fór í fermingu og það er ekki gert ráð fyrir því í vordagskrá grunnskóla að farið sé yfir þau. Dagarnir núna eru fullskipaðir leikjum og gamni. Eða ,,vesenisdögum" eins og fulltrúi í unglingaráði Hafnarfjarðar nefndi þá svo réttilega. Kennarar geta bara setið fram eftir yfirvinnulaunalaust í skólanum nú eða bara unnið launalaust heima hjá sér á kvöldin og um helgar. Ekkert nýtt þar svo sem.
Það var verið að kjósa um verkfallsboðin og ég ætla rétt að vona að hún verði samþykkt. Annars getum við bara beygt okkur fram og leyft viðsemjendum okkar þið vitið hvað.
O, seisei. En að öðru. Ég er búin að panta ítarlega rannsókn hjá Hjartavernd. Ég hef tilhneigingu til að safna á mig bjúg og mútta hefur milar áhyggjur af þessu þar sem það eru alls konar hjartavandamál í ættinni. Ég er sannfærð um að ég sé healthy as a horse enda aldrei fundið fyrir neinu. En nú er ég að stressast öll upp út af yfirvofandi rannsókn og verð örugglega komin með alltaf háan blóðþrýsting og óreglulegan hjartslátt þegar ég mæti. Vona bara að ég verði ekki send akút í aðgerð!
fimmtudagur, júní 03, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli