Ég er að horfa á hið konunglega brúðkaup með öðru auganu. Mikið óskaplega eru þetta fínir bílar og vel bónaðir. Ég horfði á jarðarför Díönu um árið og hágrét for some reason. En ég tók einmitt eftir því inn á illi ekkasoganna hvað bílarnir voru flottir og sérstaklega vel bónaðir. Hvernig nær maður svona flottum gljáa á bílana?
Ég hef alltaf verið sucker fyrir því þegar ástin sigrar svo ég hef ekkert á móti þessu brúðkaupi. Mér finnst bara sorglegt vegna einhverra siða og reglna og forpokaðra þjóðfélagsmeininga (já, forpokaðar þjóðfélagsmeiningar sem koma í veg fyrir hamingju fólks fara í taugarnar á mér) þá gátu þau ekki giftst strax og Díönu greyinu var fórnað á altari undaneldis. Hrikalega leiðinlegt að hún skyldi lenda í þessu slysi og deyja langt fyrir aldur fram. En það má kannski líta á það sem poetic justice að Vilhjálmur sonur hennar og verðandi konungur er alveg lifandi eftirmynd hennar.
Jee, ætli að ég sé að verða kóngasnobb eins og mamma?
laugardagur, apríl 09, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...

-
Mér finnst borgaralegar fermingar asnalegar.
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Um daginn var fundur með umhverfis- og samgöngumálaráðherra á Húsavík. Fjölmiðlar komu og gerðu málinu skil og voru þau skil öll á þann veg ...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli