mánudagur, febrúar 13, 2006

Nokkrir eldri menn sátu í heita pottinum og létu fara vel um sig. Þá kemur ungur foli og byrjar umsvifalaust að gera lítið úr þeim eldri á kynlífssviðinu. Endar það með því að einn þeirra eldri ákveður að fara í keppni við þann unga. Þeir bregða sér í sturturnar og byrja að láta vinina rísa. Sá ungi er mun fljótari. ,,Þær vilja forleik, vinur” segir sá eldri rólega og heldur sínu striki. Sá ungi tekur nú blautt handklæði og leggur á vininn. Svo annað. Loks hið þriðja. Er hið fjórða fer á sígur á ógæfuhliðina. Sá eldri er nú tilbúinn og tekur blautt handklæði og leggur á vininn. Svo annað. Og hið þriðja. Fer nú um unga folann. Þá setur hann hið fjórða og loks hið fimmta. Þá gáfu hnéin sig.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli