sunnudagur, maí 14, 2006
Fyrirspurn
Fyrir mörgum árum síðan heyrði ég að stelpur mættu ekki nota sláttuorf af því að: ,,eggjastokkarnir gætu losnað"(!) Ég hef alltaf talið þetta tómt bull og komið til af einhverri gamalli heimku. Kæmi helst til af því að þetta væru vélar, og við vitum jú allt um stelpur og vélar, og hins vegar að það að slá var eitt það skemmtilegasta sem hægt var að gera í unglingavinnunni. Alla vega lét ég stelpurnar alltaf slá til jafns við strákana þegar ég var leiðbeinandi í unglingavinnunni. Þessi umræða kom aftur upp um daginn og viðmælendur mínir voru alveg sannfærðir um þetta, sögðu m.a.s. að stelpum væri bannað að nota sláttuorf í unglingavinnunni á Akureyri. Mér finnst þetta þvílíkt bull að ég næ bara ekki utan um það.Mega stelpur þá hlaupa til dæmis? Eða hoppa í snú-snú? En alla vega, allur er varinn góður og mig langar að spyrjast fyrir um þetta. Veit einhver um eitthvað sem styður þessa fullyrðingu? Er fræðilegur möguleiki að þetta sé rétt eins fjarstæðukennt og það nú er? Svör óskast.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Þetta hef ég aldrei heyrt, en ég hef heyrt að það færi illa með nýrun að vinna á loftpressu, svo miðað við það er þetta ekkert svo fjarstæðukennt.
SvaraEyðamig minnir að hafa lært í líffræðinni hér í gamla daga að eggjastokkarnir séu það eina í mannslíkamanum (fyrir utan rasskinnarnar vitanlega) sem er skrúfað fast. Titringurinn veldur því sennilega að rærnar losna. Rétt eins og þegar maður potar með skrúfjárni í naflann þá detta rasskinnanranr af. Ekki fikta með vélar og verkfæri börnin góð, þá fer illa.
SvaraEyðaMiðað við þessa grein á vísindavefnum virðist eitthvað vera til í þessu, þ.e. að vinna með tæki sem hrista líkamann eins og sláttuorf sé hættulegra fyrir konur en karla. Getur m.a. valdið fósturláti og erfiðari blæðingum. En ég get ekki ímyndað mér að eggjastokkar losni!
SvaraEyða