
Í Aðaldal voru engin flokkaframboð þótt tveir listar byðu fram. Bara einstaklingar sem tóku sig saman. Annars hópurinn setti sameiningarmál á oddinn. Ég kaus Sjálfstæðismann í fyrsta skipti á ævinni í gær!
Bóndinn minn var á J-listanum í Þingeyjarsveit en þeir lentu í minnihluta. Munaði 7 atkvæðum ef ég hef heyrt rétt. Við fórum á kosningavöku og ég tók niður VG barmmerkið og Aldrei kaus ég Framsókn merkið. Þegar líða fór á kvöldið varð ég að mótmæla álinu og lenti í miklum kappræðum við tvo Framsóknarmenn. Nýjasta nýtt er að einn ferðamaður sem kemur til landsins mengar jafnmikið og amerískur bíll í tíu ár! Þetta var nú allt í góðu en fólk skildi ekki af hverju ég væri ekki orðin Framsóknarmaður enn og bóndi minn hvattur til að vinna heimavinnuna sína:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli