Lögreglan á Blönduósi er alræmd fyrir hraðamælingar sínar eins og allir vita. Pulsuframleiðandi einn veit þetta og auglýsir skv. því. Sjoppusali ,,pulsar" ökumenn niður eftir að þeir hafa lent í lögreglunni. Þetta embætti stærir sig líka greinilega af þessu orðspori eins og sést á linknum.
Í dag fór ég til Reykjavíkur. Áður en ég kem að Blönduósi sé ég að löggan er að mæla. Það er svo sem allt í lagi ég geri mér far um að keyra ekki hraðar en á hundrað. Að vísu þegar aðstæður eru góðar þá slæ ég stundum upp í 110. En eftir að ég sé lögguna er ég með annað augað á mælinum og passa mig. Efir að hafa stoppað í Essoskálnum eins og venjulega held ég áfram. Er langt komin að Staðarskála" þegar lögreglubíll kemur á móti mér og blikkar ljósum. Ég verð hálf hissa og lít á mælinn og sé að ég er á rúmlega hundrað. Löggan kemur á eftir mér svo ég stoppa. Lögregluþjónninn biður mig að koma út og aftur í lögreglubílinn. Þar er búið að koma fyrir kvikmyndatökubúnaði. Hann sýnir mér mælinn og mældist ég á 106. Ókey, ég veit að hámarkshraðinn er 90 km/kl en.. Það var rjómablíða, skyggni gott, bíllinn góður, vegurinn góður og ég nánast ein á ferli. Klukkan var um tvö á þriðjudegi. Í einfeldni minni held ég að maðurinn hljóti nú bara rétt að áminna mig en nei, hann skrifar sekt. Ókey, lög eru lög og ég braut þau. Ég spyr hvað þetta sé há sekt. 10.000 krónur!!! Er ekki allt í lagi!? Ég hefði getað flogið fram og til baka!!!
Ég keyrði of hratt, ég veit það. Ég keyrði of hratt miðað við lagasetninguna. Ég keyrði ekki of hratt miðað við aðstæður. Minni vinsamlegast á að það eru hraðbrautir í flestum öðrum löndum. Það rauk gjörsamlega upp úr höfðinu á mér þegar ég kom út úr lögreglubílnum. Miðað við áðurnefnda auglýsingu þá fer það ekki bara í skapið á mér að vera stöðvuð af litlu tilefni og fá fáránlega sekt. Skv. auglýsngunni eru ökumenn ,,brjálaðir" eftir að hafa verið stöðvaðir. Nú spyr ég eins og fáráður: Er það mjög gáfulegt að gera ökumenn brjálaða undir stýri? Er það mjög hraðaheftandi aðgerð? Ég held ekki. Ég var alla vega mun fljótari til Reykjavíkur núna en ég hef verið áður. En ég er ekki að viðurkenna neitt. Ég gæti hafa fundið styttri leið. Eða fengið far með geimskipi.
Ekki veit ég hvað veldur þessu offari í meintri ,,löggæslu" Lögreglunnar á Blönduósi. Ég segi meintri því ég held að þetta séu frekar lögbrotshvetjandi aðgerðir. Það eina sem þetta gerir gagnvart hraðaakstri er að fólk er á útkikkinu gagnvart lögreglunni á þessu landsvæði. Kannski ekur það hægar þarna í gegn. Það ekur ekki hægar annars staðar. En þá er kannski markmiðinu náð. Kannski finnst þeim þetta töff orðspor að hafa. Ég ætla ekki að halda því fram að það séu eintóm fífl í lögreglunni á Blönduósi, samt vil ég taka það skýrt fram að ég tel þennan tiltekna lögregluþjón algjört idijót. Hefði hann vegið og metið aðstæður af einhverju viti þá væri ég ekki með fáránlega sekt á bakinu núna. Eina líklega ástæðan fyrir þessu offorsi tel ég vera þá að það er verið að safna peningum í bæjarsjóð. Því hef ég ákveðið að hætta algjörlega öllum viðskiptum við Blönduós. Ég er búin að fara þrisvar sinnum á bíl til Reykjavíkur og aftur til baka frá því í vetur. Ég hef stoppað á Blönduósi í öll skiptin og keypt eitthvað, pulsu og kók, kaffi eða bensín. Það kostar fimm þúsund kall að fylla tankinn hjá mér. Héðan í frá munu þessi viðskipti færast til Staðarskála eða í Varmahlíð. Ég segi ekki að ég sé stór viðskiptaaðili en ég ferðast reglulega á milli landshornanna. Ég verð fljót að eyða öðrum tíu þúsund kalli annars staðar. Nema ég láti þjóðvegina bara eiga sig og fljúgi. Það er ódýrara.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Það er alltaf svekkjandi að fá hraðasekt, svo ég skil þig alveg.
SvaraEyðaEn bara svo að það sé á hreinu, þá renna tekjur af hraðasektum alls ekki í bæjarsjóð. Íbúar á Blönduósi græða ekkert á þessu, svo að það er óþarfi að sniðganga viðskipti við þá þess vegna.
Tekjur lögreglunnar af sektum renna í ríkissjóð. Lögreglan heyrir undir dómsmálaráðuneytið og bæjarstjórn hefur ekkert vald yfir henni. Þannig að þú ættir eiginlega að vera reið út í hann Bíbí (www.bjorn.is) ;)
Þá er eina mögulega skýringin farin. Ég ekki enn hvað þessum mönnum gengur til. Að stöðva fólk á 106 við þessar aðstæður er fáránlegt. Aldrei hef ég séð þá mæla þegar það er snjór og hálka og aðstæður slæmar. Offar þessara manna er sem sagt bara djókur hjá þeim. Þessir lögreglumenn búa á Blönduósi svo ég ætla að halda því til streitu að sniðganga viðskiptin.
SvaraEyðaÉg ók með dóttur mína á sjötta aldursári einn maí-morgun á leikskólann. Hún sat aftast í sjö manna bílnum okkar, því hún hafði verið í þvermóðskukasti. Hún var í öryggisbelti en hafði hent sessunni á gólfið. Upp að bílnum gengur lögreglumaður, býður góðan daginn og spyr ,,eru ekki allir spenntir hér?" Jú segi ég. Þá tekur hann eftir sessunni á gólfinu og segir að stúlkan sé ekki með nauðsynlegan öryggisbúnað. Já en hún er spennt segi ég og var bara að kast þessu í gólfið. Alveg sama segir löggan og byrjar að skrifa eitthvað niður. Ertu að sekta mig spyr ég?
SvaraEyðaÉg veit það ekki, segir löggan, ég verð alla vega að skrá þetta.
Svo fæ ég sekt upp á 7500 kr. í pósti. Reyndar komst ég svo að því að skv. umferðarlögunum þarf barn ekki að vera með nauðsynlegan öryggisbúnað ef það er sex ára (hún á afm. í des) og ekki þarf að nota öryggisbúnað á bílastæðum. Ég nennti hins vegar ekki að ergja mig meir yfir þessu, borgaði, en hef átt afskaplega erfitt með að fyrirgefa þessum heimska lögreglumanni.....!!!!
Er bara ekki málið að því minni völd sem sumir hafa því líklegri eru þeir til að misnota þau.
SvaraEyðaÞað sem fer mest í taugarnar á mér er að það hefði verið ódýrara fyrir mig að fljúga. Svo ekki sé talað um tímasparnaðinn. Ef ég má eiga von á því að fá 20.000 króna sekt í hvert skipti sem ég keyri (fram og til baka) þá er þetta auðvitað engin spurning. Ég vil bara frekar fjárstyrkja landsbyggðina en flugfélögin:(
Þegar ég keypti mér bíl, fyrir um tveimur árum, ákvað ég að fá ekki sektir út af honum, að ég hefði efni á að eiga bíl, en ekki að borga sektir. Ég virði því hraðatakmarkanir, jafnvel þó mér finnist þær fáránlegar og ég greiði alltaf í stöðumæla, jafnvel þó stundum þurfi að hafa mikið fyrir því hér í París o.s.frv. Stundum þarf ég að halda vel í mér og auðvitað fer ég stundum "aðeins" yfir löglegan hraða því hér eru vitanlega svipuð dæmi um vanmetna vegi.
SvaraEyðaÞað er svo alveg sjálfsagt að skipuleggja þrýstingsaðgerðir á yfirvöld að endurmeta hraðatakmarkanir á ákveðnum leiðum.