Það er nú ekki það að sumarið á Norðurlandi sé svo stórkostlegt að ég geti ekki bloggað. (Að vísu er ágætur dagur í dag og ég hef verið að sóla mig á pallinum.) Og ekki er ég svona yfir mig upptekin af kærastanum, hann vinnur nefnilega meira og minna allan daginn og langt fram á kvöld. Ég kveiki bara einhverra hluta vegna ekki á tölvunni. Nema í dag. Ég á nefnilega von á uppskriftum í tölvupósti. Braveheart á afmæli á morgun?
Héðan er allt gott að frétta. Ég var verkstjóri í unglingavinnunni. Hún er bara í einn mánuð hálfan daginn svo það var ósköp ljúft. Við þurftum bara einu sinni að fara í pollagallana svo sumarið er ekki alslæmt. Það mætti samt vera meiri sól. Það er gott að liggja á pallinum á sólbekknum. Ahh.. Unglingavinnan verður svo sennilega viku í viðbót eftir verslunarmannahelgina. Um verslunarmannahelgina verður Landsmót UMFÍ á Laugum og kvenfélagið ætlar að selja kökur og kleinur. Ég verð náttla þar.
Ég gafst upp á verknum og fór í sjúkraþjálfun. Eins og venjulega fékk ég eina karlmanninn á svæðinu sem nuddara. Karlmenn eru vissulega ekki verri nuddarar en maður er sko hálfber... Alla vega, hann náði verknum úr mér! Sjúkraþjálfun er dásamleg, dásamleg uppfinning.
Að öðru leyti er allt meinhægt
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Ég bíð og bíð eftir brauðuppskriftum.
SvaraEyða