miðvikudagur, janúar 24, 2007

Þjónustufulltrúar

Í tvö skipti á stuttum tíma hef ég sent þjónustufulltrúanum mínum tölvupóst og beðið um lítilsháttar bankaþjónustu. Í bæði skiptin hef ég fengið póst til baka þar sem mér er bent á að ég geti sinnt þessu í netbankanum. Ætli hann geri sér grein fyrir því að hann vinnur að því hörðum höndum að útrýma starfinu sínu?

1 ummæli:

  1. Ég sendi þjónustufulltrúanum mínum kurteislegt bréf þar sem ég kemst ekki inn í netbankann þrátt fyrir að hafa komið til hennar og gengið frá þessu í eigin persónu í nóvember. Ég fæ ekkert svar. Síðan í desember. Með ítrekunum. Hún er kannski búin að ákveða að starf hennar sé alfarið komið yfir á netbankann? Og ég er þá væntanlega orðin bankalaus?
    Bloggaðu meira um lífið í sveitinni.

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...