sunnudagur, júní 17, 2007

Heimalingar



Ég kíkti í fjárhúsið hjá Braveheart fyrir nokkru síðan og skildi ekkert í því hvað tvö lömb jörmuðu mikið á mig á meðan önnur földu sig hjá mömmum sínum. Kom upp úr dúrnum að mamma þeirra hafði dáið í burði svo þessi tvö fengu mjólk hjá tvífættu verunum. Systkinin eru þrjú en það hafði tekist að venja eitt undir aðra á. Núna er féið farið á fjall nema þessi tvö sem dunda sér heima í túni og koma alltaf hlaupandi í von um mjólkursopa. Litlu greyin.

2 ummæli:

  1. Til hamingju með daginn, Ásta mín... vona að þú hafir það gott þrátt fyrir háan aldur. Já og takk fyrir kaffið 17. júní, við mamma þurfum að senda þér myndir.

    SvaraEyða
  2. Takk sömuleiðis. Ég reyni að skjögra áfram á þrjóskunni!
    Þessi hæggenga símalínutenging er svo fráhrindandi að ég nenni stundum ekki á netið dögum saman.

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...