laugardagur, september 22, 2007
Ossið er pirrað
Ég er búin að vera í orlofi núna í tæpan einn og hálfan mánuð. Maður á nefnilega rétt á svoleiðis þegar maður lendir í hörmungum. Í þennan tíma hef ég svo sem gert lítið annað en að reyna að rata út úr þokunni og horfa á sjónvarpið. Ég borga himinhátt áskriftargjald að Stöð 2 en af því að ég bý úti á landi þá næ ég bara Stöð 2 og stundum Stöð 2 bíó en engu öðru af áskriftarpakkanum. Til að kóróna allt saman þá urðu skilyrðin allt í einu frekar slæm fyrir rúmum mánuði síðan. Sjónvarpsskilyrðin hérna eru reyndar upp og ofan og fara eftir veðri og vindum svo ég kippti mér ekkert sérstaklega upp við þetta. Fyrir ca. mánuði síðan kom húsvörðurinn til mín til að lesa af rafmagnsmælinum. Ég nefni þá að skilyrðin í sjónvarpinu séu frekar slæm og það væri gott ef hann gæti kíkt á þetta við tækifæri. Svo líður og bíður. Um daginn hitti ég á nágranna minn og spyr hvort skilyrðin séu svona slæm hjá honum. Hann er bara með Sjónvarpið og skilyrðin þar eru ágæt þegar veðrið er gott. Hins vegar segir þessi nágranni minn að hann hafi heyrt húsvörðinn verið að tala um þetta úti í skóla og þær (það sjá hjón um húsvörsluna hérna og bæði skólastjórinn og oddvitinn eru kvenkyns svo ég veit ekki við hvora húsvörðurinn var að tala) hafi verið að velta fyrir sér hver ætti að sjá um loftnetið, eigandinn eða leigjandinn, og frekar verið á því að þetta væri mál leigjandans. Á fimmtudag hringi ég í formann leigjendasamtakanna og fæ það staðfest sem ég vissi að sjónvarpsloftnetið er algjörlega á könnu eigandans. Síðdegis sama dag fer ég til Akureyrar að undirbúa haustþing og er þá að tala við konu í stjórninni sem sem býr í dalnum og það fyrsta sem hún segir þegar ég nefni loftnetið er: ,,Ertu ekki búin að ná í nýja afruglarann?” Nei, ég var ekki búin að ná í nýja afruglarann af því að ég hafði ekki hugmynd um að Digital Ísland væri komið í Aðaldal. Mér var nefnilega ekki send nein tilkynning um það og enginn sagði mér það. Ég var að tengja nýja afruglarann. Núna eru skilyrðin miklu betri og ekki nóg með það, núna næ ég Stöð 2 plús, Stöð 2 bíó alltaf, Sirkus og Skjá einum. Og þessu öllu hefði ég getað náð alveg frá 1. ágúst og haft allan tímann á meðan ég var í orlofinu. Undarlegt nokk þá er ég dálítið pirruð núna. Í fyrsta lagi, af hverju lét Stöð 2 eða hennar umsjónaaðilar hér ekki vita að digital Ísland væri komið. Í öðru lagi. Kannski vissi húsvörðurinn ekki að digital Ísland væri komið þar sem hann stóð og horfði á gamla afruglarann minn en allir í skólanum vissu það því ég frétti að það hefði verið rætt. Það var hægt að ræða það ítarlega að sjónvarpsskilyrðin hjá mér væru léleg og komast að þeirri niðurstöðu að það væri mitt vandamál en það gat enginn sagt mér það. Ef það hefði verið gert þá hefði ég hringt eftir aðstoð og sú aðstoð hefði sennilega sagt mér að digital Ísland væri komið. Þar fyrir utan þá gat bara enginn sagt mér að þetta væri komið. ,,Ásta liggur í mínus heima hjá sér og kvartar undan því að Stöð 2 náist illa. Hún hlýtur að finna það á sér að digital Ísland er komið.” Urrr...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Nýverið fórum við yngri sonurinn til Reykjavíkur þar sem hann fór á námskeið. Ég er að undirbúa hann fyrir forsetaframboð, ég ætla mér að ve...
Ég skil þig óskaplega vel, hvaða nillar eru þetta?
SvaraEyðaOh týpískt! En þessi blessuðu "þjónustufyrirtæki" eins og Stöð 2 og Síminn eru ekkert að láta kúnnann vita um neitt að óþörfu, svona yfirleitt.
SvaraEyðaTil hamingju með stöðvarnar. Leiðinlegt að þær skyldu ekki vera þarna til að stytta þér stundir á erfiðasta tíma.
Ég frétti síðan (allt þarf maður að frétta utan að sér hérna) að umsjónaaðilarnir hafi verið að keyra út nýju afruglarana fyrir um þremur vikum (pirringur minn helmingaðist strax við það) og setja upp hjá fólki. Við vorum akkúrat á ferðalagi þá. En var í alvöru ekki hægt að skilja eftir orðsendingu eða hringja?
SvaraEyðaHins vegar er gleði mín yfir gæðunum og úrvalinu að sigrast á pirringnum:)