Þegar við Braveheart byrjuðum saman þá voru 3 hundar (tíkur) á bænum, þrjár kynslóðir. Það fór nú svo illa einhvern tíma í fyrra að það var bakkað á þá elstu og þurfti að aflífa hana. Í haust kom hundur í heimsókn og lék grunur á að báðar tíkurnar væru hvolpafullar og allt myndi fyllast af hvolpum plús allir kettlingarnir sem voru á leiðinni. Sem betur fer var það bara sú yngri sem var hvolpafull. Svo eignast hún bara einn hvolp. Daginn eftir eða þann næsta koma þrír dauðir og í kjölfarið deyr hún sjálf! Hún var búin að henda þessum eina frá sér og við reyndum að halda honum á lífi samkvæmt leiðbeiningum frá dýralækni en því miður dó hann í höndunum á okkur. Get ekki lýst því hvað þetta var ömurlegt allt saman. Í staðinn fyrir að allt væri að drukkna í hundum var nú bara einn hundur á bænum. Hún virtist vera að leggjast í hálfgert þunglyndi og var einmanaleg úti við. Eftir áramótin sagði samstarfskona mín frá því að tíkin á bænum hennar hefði eignast hvolpa, að vísu allt hunda. Það er náttúrulega ekki að sökum að spyrja, ég falaðist eftir einum og fékk. Hann kom á bæinn síðastliðið miðvikudagskvöld. Lubba ákvað nú að láta hann vita hver réði og hafði því dálítið fyrir stafni við að ignora hann og var ekki jafn einmana og leið. En litli gæinn gefur sig ekkert og er orðinn verulega rogginn og ánægður með sig, ratar á helstu staði, veit hver gefur sér mjólk er búinn að stela hjartanu úr öllum. Lubba er m.a.s. byrjuð að þvo honum ef henni finnst hann eitthvað óhreinn.
Ég var að vandræðast með hvað ég ætti að skíra hann Braveheart byrjaði að kalla hann bara Snata og það fannst mér ósköp snautlegt, ég var að hugsa um eitthvað mikilfenglegt eins og Hektor eða Herkúles. En svo komst ég að því að ég vildi láta hann heita gömlu og góðu íslensku hundanafni svo Snati var niðurstaðan.
Að endingu legg ég til að Eiríkur Jónsson segi af sér sem formaður KÍ.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Mikið er hann fallegur! Og Snati er gott nafn finnst mér.
SvaraEyðaTil hamingju með þennan sæta hund.
SvaraEyða