Ótrúlegt

Mér tókst að skila skattaskýrslunni í dag. Miðað við fátæka og eignalausa konu þá var það talsvert vesen. Ég þurfti að hringja tvisvar í skattinn, einu sinni í sýslumanninn í Reykjavík og einu sinni í Íbúðalánasjóð. Mér til mikillar furðu, og talsverðar viðkvæmni, þá voru allir sem ég ræddi við ekkert nema elskulegheitin og þægindin. Ég er með einhverja undarlega tilfiningu, hún er hlý...


Að endingu legg ég til að Eiríkur Jónsson segi af sér sem formaður KÍ.

Ummæli

  1. Æ, já, það er fullt af góðu fólki til. Sem betur fer er það nú svoleiðis. Hlýjar kveðjur úr Parísarvorinu.

    SvaraEyða
  2. Var að ljúka við að tjá mig um fyrri færslu og þá heyrðist þessi frétt í sjónvarpinu: "Kennarar fá lægri laun en aðrar starfsstéttir. Sveitarfélögin borga kennurum lægstu launin," eða eitthvað í þessa átt.

    Skil kommentin um Eirík betur núna. :)

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir