fimmtudagur, ágúst 28, 2008
Sýnishorna pestarpakki
Ég er búin að vera lasin í á aðra viku núna. Á þriðjudag í síðustu viku var ég með væga hálsbólgu. Svo skánaði hún en ég fékk dúndrandi hausverk í staðinn á föstudag. Ég svaf alla helgina og hélt mér væri að batna en svo byrjaði eitthvert hóstakjöltur á þriðjudag sem versnaði í gær. Þá var ég send heim úr vinnu. Ég ætlaði að vera með bækistöðvar heima í dag en það gekk ekki eftir. Fór samt fyrr heim úr vinnu og mældi mig. Nú er ég komin með hita. Ég er líka búin að vera frekar slöpp allan tímann og sef mikið. Samt er þetta einhvern veginn ekki nógu afgerandi til að leggjast í rúmið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Æ, ömurlegt, það er svo súrt að vera lasinn. Sérstaklega svo lítið lasinn að maður hafi ekki samvisku til að vera bara heima og ná því úr sér. Góðan bata og það sem fyrst.
SvaraEyða