miðvikudagur, febrúar 25, 2009
The suicidal cat
Kötturinn er búinn að læra á kassann. Hins vegar tók hann upp á þeim óskunda um daginn að byrja að skíta, einu sinni á dag, við hliðina á kassanum. Í alvöru. Why? Fyrst hélt ég að hann væri svona mikil pempía að þegar það væri kominn kúkur í kassann þá bara væri hann orðinn of skítugur fyrir hann. Ég væri ekki nógu snögg að skófla þessu upp. Búin að vera mjög passasöm en þetta heldur áfram. Í gær þreif ég kassann með Ajax og setti nýjan sand. Ströng hreinlætisskilyrði af hans hálfu eru augljóslega ekki málið því í dag kúkaði hann, aftur og enn, við hliðina á hreina kassanum með nýja sandinum. Elsku vinur, þetta er of mikill skapgerðargalli til að við hann verði unað. Núna notar þú kassann eins og á að nota hann, eða...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
Þetta er pjattrófa og þarf tvo kassa. Einn til að skíta í og hinn fyrir rest. Ætti kannski að heita Pjatti.
SvaraEyðajamm, hann verður fljótur með lífin sín öll níu með þessum hætti!
SvaraEyðaHæ, hæ.
SvaraEyðaPrófaðu að nota annan hreingerningarlög en Ajax. Vinkona mín á hund sem byrjaði að gera þarfir sínar inni eftir fimm ár. Hún þurrkaði upp með Ajax og hann hélt þessu áfram. Svo las ég að maður ætti ekki að nota hreingerningarlög með ammoníaki þegar dýr gerðu þarfir sínar inni, því það væri lyktin af því sem lokkaði þá þangað aftur. Hún byrjaði að nota grænsápu eða gula sápu þegar hún þreif og þetta hætti strax. Prófaðu þetta! Ég nota alltaf sápu sjálf hérna heima og það er mjög gott fyrir gólfin, sérstaklega ef þú ert með trégólf, og náttúruna.
Gangi þér vel.
Þórdís Helga.