Nettur

Ég var að fá bréf frá Landsbankanum svohljóðandi:
Eignarhluti þinn í Safnbréfum varfærnum nemur því 63,2% af stærð sjóðsins fyrir efnahagshrunið 3. október 2008.
Já, sniðugt. Ég bendi sérstaklega á orðið varfærnum.
Bankastjórarnir í þessum banka sköffuðu sjálfum sér litlar 12 milljónir í mánaðarlaun fyrir framúrskarandi fjármálakænsku og alla ábyrgðina sem þeir báru. Fínt. Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjámsson, þið hafið þá efni á því að axla ábyrgðina og endurgreiða mér þennan 200 þúsund kall sem þið eruð búnir að glutra niður fyrir mér. Ég heiti Ásta Svavarsdóttir og er með reikning í Sparisjóði Suður-Þingeyinga.

Ummæli

  1. heh, nákvæmlega! Við áttum líka eitthvað smotterí í varfærnu öruggu bréfunum í Landsbankanum heitnum. Næs?

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir