Ég hringdi í þjónustufulltrúann á Húsavík í dag. Sem betur fer var hann við þótt það sé þriðjudagur. Hann fletti upp umsókninni minni, sá að ég hafði fært inn að ég fengi laun frá Þingeyjarsveit og fannst þetta mjög skrítið. Hann hringdi í Greiðslustofu og bað viðkomandi þar um að fletta upp umsókninni minni. Þar kom í ljós að ég fór með rétt mál. Hins vegar hafði skráningin ekki skilað sér inn í kerfið einhvern veginn. Þ.a.l. á að taka þetta aftur fyrir og draga til baka fyrri ákvörðun. Þetta er að sjálfsögðu mjög gott.
Hins vegar hefði verið miklu betra ef þetta upphlaup hefði alls ekki átt sér stað. Ég hélt og trúði í tæpan sólarhring að það ætti að tekjusvipta mig í tvo mánuði. Þegar maður er með íbúðarlán og lítið barn þá er það talsvert mikið mál. Ég er vissulega gift en þvert á almannaálit þá eru bændur ekki hálaunamenn. Kosturinn er vissulega sá að við hefðum ekki soltið og má þakka fyrir það.
Ég ætla líka að þakka þjónustufulltrúanum á Húsavík fyrir hans góðu aðstoð því án hans aðkomu hefði ég verið í vondum málum. Ég hringdi nefnilega sjálf í gær. Og mér var ekki trúað.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
úff eins gott. Og eins gott að standa fast á sínu!
SvaraEyða