Ekkert álver.

Fyrir einum 4 ef ekki 5 árum síðan vorum við nokkur að hvíslast á milli hvort við ættum að taka upp formlega baráttu gegn álverinu. Það var mjög vandmeðfarið því hér var farið með álversandstöðu eins og mannsmorð. Svo hitti ég ónefnda konu og spurði hvort hún vildi vera með. Hún svaraði:

,,Ég myndi vera með ef ég héldi eitt andartak að hingað kæmi álver. En það er ekkert álver að koma hingað."
Ég hváði og spurði hvernig hún fengi þetta út:
,,Það er enginn búinn að leggja neina peninga í þetta nema sveitarfélögin. Alcoa er ekki alvara fyrr en þeir leggja einhverja alvöru peninga í þetta. Þannig virkar bissness."

Það varð aldrei úr neinni baráttu gegn álverinu því við sáum að þetta var rétt.  Það var engin alvara komin í málið. Og sú alvara kom aldrei.

Þeir sem vilja kenna sitjandi ríkisstjórn um að ,,eyðileggja" álversævintýrið fyrir sér geta bara skoðað blöðin og farið í gegnum fréttir. Jú, jú, Alcoa borgaði laun fyrir alveg heilan einn mann í einhvern tíma. Það er dropi í hafið miðað við veltu fyrirtækisins.
Ég heyrði um daginn, sel ekki dýrar en ég keypti, að undanfarna mánuði hefði PR deildin hjá Alcoa verið að vinna að því hvernig væri hægt að hafna Norðlendingum án þess að það kæmi illa út fyrir fyrirtækið. Tímasetningin er engin tilviljun. Fallegt af þeim samt að staðfesta orð Steingríms. Það hefur væntanlega ekki verið ætlunin.
Hvað mönnunum gekk til að vera með þennan blekkingarleik er í raun óskiljanlegt. Svo ekki sé talað um ófyrirgefanlegt að draga heilt byggðarlag svona á asnaeyrunum í öll þessi ár. Líklegasta kenningin er sú að þeir hafi viljað tryggja sér orkuna til stækkunar fyrir sunnan. Ef þeir eru alltaf efstir á blaði og einoka alla umræðu þá komast fáir aðrir möguleikar inn í umræðuna.
 
Flest sáum við samt í gegnum þetta, hvar sem við stöndum í flokkum. Það er í rauninni ámælisvert að það skuli hafa verið einblínt á þetta álver sem allir vissu að myndi aldrei koma og standa í vegi fyrir allri annarri atvinnuuppbyggingu á meðan.



Ummæli

  1. Ég tók þátt í prófkjöri eða forvali (man ekki hvort það hét) í norðausturkjördæmi vorið 2009. Þá var ég einmitt að ræða eitthvað álversmál við félagana, og mér eldri og reyndari einstaklingar úr kjördæminu sögðu mér þetta sama, að það myndi aldrei koma neitt Alcoa álver þarna. Þannig að þetta hefur varla komið á óvart.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir