Nýverið birti fréttavefurinn 641.is frétt um stofnfund Fundafélagsins. Á fundinum var rætt um skólasameininguna og fluttu starfandi skólastjórar erindi.
Ég mætti ekki á þennan fund, vissi ekki að þetta væri umræðuefnið en skv. fréttinni fannst fundarmönnum ýmislegt óskýrt. Kemur það mér ekki á óvart. Vil ég hér reyna að skýra það sem hægt er að skýra.
,,Þó er álitamál um "starfsstöðvar", þ.e. hvort greiða eigi akstur fyrir kennara."
Nei, það er ekki nokkurt álitamál. Það ber að greiða kennurum fyrir að akstur á milli starfsstöðva. Mögulega má dekka það þannig að kennarinn mæti bara á annan staðinn þann daginn og á hinn þann næsta en um leið og hann þarf að keyra á milli ber að borga honum fyrir það.
Þá segir:
,,Skipulagning
stundatöflu og skóladagatals ætti að geta orðið sameiginleg hjá skólunum fyrir
næsta skólaár. Það myndi óhjákvæmilega þýða að lengja þyrfti skóladaginn ef
ákveðið væri að efla samstarf bekkja milli starfsstöðva (skólanna
tveggja).
Rætt hefur verið um að hafa mismunandi
árganga saman í hvorum skóla fyrir sig.”
Já,
þetta er nú það sem maður var að vona, að einhver ,,sameining” ætti að eiga sér
stað. Ef við hins vegar lesum erindisbréfið sem Starfshópnum var sett þá kemur
annað í ljós:
Markmið sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar með
sameiningu skólanna í nýja stofnun með tveimur starfsstöðvum er að halda starfsemi á báðum stöðum en þróa
jafnframt aukið samstarf starfsfólks,
nemenda og foreldra. Sú þróun og það samstarf verði leitt af
skólastjórnendum, starfsfólki, nemendum og foreldrum í samráði við
fræðsluyfirvöld sveitarfélagsins. Gengið verði út frá því að óbreyttu* að allar deildir skólanna verði reknar áfram
þar sem þær eru í dag og hvor grunnskóladeild bjóði upp á kennslu 1. – 10.
bekkjar á báðum starfsstöðvunum. (leturbreytingar mínar.)
Það á að halda starfsemi á báðum stöðum. Það á sem
sagt ekki að sameina á einum stað. Og vinsamlegast takið eftir að það eru engin
tímamörk þarna inni, þetta er markmið sveitarstjórnar með sameiningunni.
Samstarf getur einungis átt sér stað með tveimur
aðilum, einn aðili þarf ekki að þróa með sér samstarf. Það eiga sem sagt að
vera tveir skólar um ókomna tíð.
Eins og kemur berlega fram í síðustu setningunni,
allar deildir verða reknar þar sem þær eru og boðið upp á kennslu 1.-10.
bekkjar á báðum stöðum.
Það liggur því í augum uppi að það á ekki að efla
samstarf á milli bekkja og það á svo sannarlega ekki að hafa mismunandi árganga
í hvorum skóla fyrir sig.
Þá ber auðvitað að hafa í huga að um leið og t.d. mismunandi árgangar eru komnir í hvorn skóla fyrir sig þá einhverjum kennurum orðið ofaukið og grípa þarf til uppsagna. En meirihlutinn ákvað: ,,...að engum starfsmanni verði sagt upp við sameiningu skólanna í eina stofnun."
Þá ber auðvitað að hafa í huga að um leið og t.d. mismunandi árgangar eru komnir í hvorn skóla fyrir sig þá einhverjum kennurum orðið ofaukið og grípa þarf til uppsagna. En meirihlutinn ákvað: ,,...að engum starfsmanni verði sagt upp við sameiningu skólanna í eina stofnun."
*að óbreyttu var skotið þarna inn og þess vegna
samþykkti ég bréfið. Held enn í þá von að þetta opni glufu fyrir breytingar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli