fimmtudagur, september 13, 2012

,,Ég get bara ekkert gert fyrir þig."

Um daginn dó blandari heimilisins svo ég fór í ónefnda verslun á Húsavík til að kaupa nýjan. Ég hef alltaf (fyrir utan smá vesen með þvottavélina) fengið fyrirtaks þjónustu hjá fyrirtækinu.
Þar sem blandarinn er aðallega notaður til að blanda skyrdrykki þá keypti ég lítinn og nettan blandara sem heitir Smoothie to go. 
Líða nú nokkrir dagar og ég hæstánægð með nýja blandarann.
Í gær gerist það að ég er að skrúfa glasið á en finnst það ekki smella rétt en get ekki skrúfað það lengra og set af stað. Átta mig þá á að eitthvað er ekki í lagi og stoppa strax og skrúfa glasið í sundur. Þá hefur þéttingin í lokinu losnað, hefur farið í hnífinn og er komin í þrjá hluta.

Ég hugsa með mér að þetta sé nú ekki mikið mál, hringi í ónefndu búðina og spyr hvort þau geti ekki útvegað mér nýjan hring. Og, nota bene, ég er alveg tilbúin að líta á þetta sem minn klaufaskap og borga fyrir hringinn.
Ungi maðurinn sem svarar segist þurfa að hringja í Heimilistæki og athuga með varahluti.
Stuttu seinna hringir hann aftur.
,,Nei, því miður. Það eru bara ekki til neinir varahlutir í Melissa."
,,Bíddu, ertu að segja mér að græjan sé mér ónýt út af þessu smotteríi?"
,,Já, það er bara þannig."
Merkingarþrungin þögn. Svo segi ég:
,,Mér finnst það nú alveg með ólíkindum."
Ungi maðurinn, meðvitaður um merkingarþrungu þögnina svarar með merkingarþrungnum tóni:
,,Ég get bara ekkert gert fyrir þig."
,,Ég er þá að hugsa um að beita fyrir mig ábyrgðinni, græjan er enn í ábyrgð." (Ég get alveg haldið því fram að hringurinn eigi að vera kyrr á sínum stað og annað sé galli á tækinu.)
,,Nei, hún virkar ekki á svona."
,,Jæja. Voru þetta Heimilistæki sem þú hringdir í?"
,,Já."
,,Blessaður."
Svo hringdi ég sjálf í Heimilistæki og fékk þær upplýsingar að það eru ekki búnir til varahlutir í smátæki. Neytendur beware.
Hins vegar fór ungi maðurinn þar inn í verslunina, tók upp annan pakka og hringurinn er á leiðinni í pósti mér að kostnaðrlausu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...