miðvikudagur, janúar 22, 2014

Varðandi tilkynningu frá Þingeyjarsveit.

Þann 2. júni 2013 barst sveitarstjóra og formanni fræðslunefndar tölvupóstur frá foreldri barns í Þingeyjarskóla. Bréfið ber yfirskriftina Kvörtun vegna viðhorfs skólastjóra og skólasálfræðings Hafralækjarskóla til eineltis og hefst á orðunum Kæra Þingeyjarsveit.*

Nú mætti ætla að bréf sem ávarpar Þingeyjarsveit ætti erindi til sveitarstjórnar en það er sveitarstjóra að meta slíkt. Hins vegar á bréfið klárlega erindi við fræðslunefnd.

Bréfið var rætt utan dagskrar í fræðslunefnd og almennir fulltrúar fræðslunefndar fengu ekki afrit af bréfinu né að sjá það yfir höfuð.  Hvaða upplýsingar þeir nákvæmlega fengu er ómögulegt að segja. Hins vegar er ljóst að bréfinu sjálfu var ekki hleypt lengra, það var ekki rætt sem trúnaðarmál á fundi fræðslunefndar, það var ekki fært í trúnaðarmálabók og koma bréfsins var ekki nefnd einu orði þegar gerð var grein fyrir fundargerð fræðslunefndar á sveitarstjórnarfundi. Tilvera bréfsins er því væntanlega hvergi skráð í gögnum Þingeyjarsveitar.

Ferlið fólst sem sagt í því að koma kvörtuninni yfir viðhorfi skólastjórans og skólasálfræðings til eineltismála í hendur skólastjórans sem kvartað var yfir.**

Eðlilegt ferli .... Kona spyr sig.


*Ég veit af þessu bréfi aðeins og eingöngu í gegnum kunningsskap. Ég hef ekki fengið neinar upplýsingar um það sem sveitarstjórnarfulltrúi. 

**Vinsamlegast athugið að ég er ekki að taka afstöðu til kvörtunarinnar. Hins vegar þykir mér eðlilegt að málið sé kannað af öðrum en hlutaðeigandi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...