Þetta byrjaði allt með tárinu hans Binga. ,,Ég er ungur maður með ung börn," og svo kom kúnst pása og tár. Þetta var smart tár enda í fyrsta skipti sem íslenskur, karlkyns stjórnmálamaður grét. Aumingja Vilhjálmur reyndi seinna að vísa til þess að hann ætti fjölskyldu en Villi er bara ekki eins sjarmerandi og Bingi. Lestin var samt farin af stað.
Eftir Gleðigönguna 2011 sagði Páll Óskar:
Hugtakið minnihlutahópur vísar ekki til þess að þeir einstaklingar sem tilheyra hópnum séu færri en hinir. Hugtakið vísar til þess að hópur fólks býr við félagslega og oft fjárhagslega mismunun vegna líffræðilegra eða menningarlegra einkenna. Eins og t.d. kyns, kynþáttar eða kynhneigðar.
Karl trompar konu, hvítt trompar alla aðra litarhætti og gagnkynhneigð trompar alla flóruna. Hverjir eiga alla peningana? Hverjir stjórna heiminum? Hvítir miðaldra karlar, helst kristnir.
En þarna er það komið. Valdahópar samfélagsins hafa eignað sér orðræðu og baráttuaðferðir minnihlutahópanna. Þarf ekki nema líta til aumingja, vesalings forsætisráðherrans og flokkssystkina hans sem eru beinlínis lögð í einelti af vondu fólki og fjölmiðlum.
Í vetur sem leið leyfði ég mér að gagnrýna stjórnsýslu meirihlutans og verndun hans gagnvart útvöldu fólki. Þessi gagnrýni var tekin upp af fjölmiðlum og valdaklíkan snerist til varnar. Er skemmst frá því að segja að ég er vondur niðurrifsseggur sem á varla skilið að búa í góða samfélaginu með góða fólkinu.
Ég get alveg viðurkennt að mér fannst þetta mjög erfitt. En ég ræð víst alveg 1/7 í sveitarfélaginu* og er þ.a.l. einn af valdhöfum samfélagsins (fram að helgi) þótt í minnihluta sé. Ég gaf kost á mér í opinbert embætti.
Það gerði Styrmir Barkarson hins vegar ekki. Hann er almennur borgari í Reykjanesbæ sem dirfist að blogga um stjórnsýslu bæjarins. Meðferðin á mér bliknar í samanburði við útreiðina sem Sjálfstæðismönnum í Reykjanesbæ finnst eðlilegt að veita honum. Þvílíkt og annað eins hef ég aldrei séð.
Þetta er þöggun í sinni svæsnustu mynd. Og hún snertir ekki bara þennan eina mann, hún snertir okkur öll. Því allir samfélagsgagnrýnendur munu hugsa sig tvisvar um áður en þeir byrja að pikka á lyklaborðið. Sem er að sjálfsögðu tilgangurinn. Valdhafarnir eru að tryggja sér áframhaldandi völd. Aumingja, vesalings þeir.
*Einhver sú heimskulegasta fullyrðing sem ég hef séð en hvað um það.
Eftir Gleðigönguna 2011 sagði Páll Óskar:
Það er engu líkara en sá eini sem fær að vera í friði í þessum heimi sé hvítur straight karlmaður í jakkafötum, hægrisinnaður og á peninga. Og stundum er þessi karlmaður með Biblíuna í annarri hendi og byssuna í hinni. Allt annað má kalla einhverjum nöfnum. Allt annað er hægt að uppnefna: „Helvítis femínisti, helvítis kellingar, helvítis hommar, helvítis þið, bla, bla!“ Þannig að út með kvenfyrirlitninguna, út með fyrirlitningu á öðrum kynþáttum, öðru fólki sem er af annarri stöðu og stétt en þú. Við eigum öll að sitja við sama borð. Og til þess er þessi dagur. Við verðum að gera þetta einu sinni á ári. Við megum ekki sofna á verðinum.“Jón Magnússon, hvítur, miðaldra lögfræðingur brást ókvæða við og skrifaði bloggfærsluna: Júðar nútímans. Þar vildi hann meina að aumingja, vesalings, hvíti, kristni, miðaldra karlmaðurinn væri kominn á sama stað og gyðingar voru á tíma Seinni heimsstyrjaldarinnar. Júðar nútímans, hvorki meira né minna! Skilningsleysið á stöðu minnihlutahópa er algjört.
Hugtakið minnihlutahópur vísar ekki til þess að þeir einstaklingar sem tilheyra hópnum séu færri en hinir. Hugtakið vísar til þess að hópur fólks býr við félagslega og oft fjárhagslega mismunun vegna líffræðilegra eða menningarlegra einkenna. Eins og t.d. kyns, kynþáttar eða kynhneigðar.
Karl trompar konu, hvítt trompar alla aðra litarhætti og gagnkynhneigð trompar alla flóruna. Hverjir eiga alla peningana? Hverjir stjórna heiminum? Hvítir miðaldra karlar, helst kristnir.
En þarna er það komið. Valdahópar samfélagsins hafa eignað sér orðræðu og baráttuaðferðir minnihlutahópanna. Þarf ekki nema líta til aumingja, vesalings forsætisráðherrans og flokkssystkina hans sem eru beinlínis lögð í einelti af vondu fólki og fjölmiðlum.
Í vetur sem leið leyfði ég mér að gagnrýna stjórnsýslu meirihlutans og verndun hans gagnvart útvöldu fólki. Þessi gagnrýni var tekin upp af fjölmiðlum og valdaklíkan snerist til varnar. Er skemmst frá því að segja að ég er vondur niðurrifsseggur sem á varla skilið að búa í góða samfélaginu með góða fólkinu.
Ég get alveg viðurkennt að mér fannst þetta mjög erfitt. En ég ræð víst alveg 1/7 í sveitarfélaginu* og er þ.a.l. einn af valdhöfum samfélagsins (fram að helgi) þótt í minnihluta sé. Ég gaf kost á mér í opinbert embætti.
Það gerði Styrmir Barkarson hins vegar ekki. Hann er almennur borgari í Reykjanesbæ sem dirfist að blogga um stjórnsýslu bæjarins. Meðferðin á mér bliknar í samanburði við útreiðina sem Sjálfstæðismönnum í Reykjanesbæ finnst eðlilegt að veita honum. Þvílíkt og annað eins hef ég aldrei séð.
Þetta er þöggun í sinni svæsnustu mynd. Og hún snertir ekki bara þennan eina mann, hún snertir okkur öll. Því allir samfélagsgagnrýnendur munu hugsa sig tvisvar um áður en þeir byrja að pikka á lyklaborðið. Sem er að sjálfsögðu tilgangurinn. Valdhafarnir eru að tryggja sér áframhaldandi völd. Aumingja, vesalings þeir.
*Einhver sú heimskulegasta fullyrðing sem ég hef séð en hvað um það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli