laugardagur, maí 03, 2014

Vor í sveitinni

Það er loksins að vora í sveitinni og lömbin farin að líta heiminn. Við mæðginin fórum út með myndavélina. Eldri drengurinn telur sig vera ljósmyndarann svo hann tók nánast allar myndirnar. Þ.a.l. get ég kennt honum alfarið um að þær eru ekki í fókus ;)
Ærin var ekki ánægð með athyglina.

Hundarnir komu auðvitað með í göngutúrinn.
Snúlli og Snati.
Litli gæinn er fæddur bóndi. Hann vill gjarna leggja hönd á plóginn. Vildi gjarna fara með frænda að dreifa skít.
,,Ætli hann ráði við þetta án mín?"

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...