Emíní augnablikin



Fyrir nokkrum árum aðstoðaði ég þorrablótsnefndina í Aðaldal. Ég samdi eitthvað efni og í einu atriðinu kom ég með alveg rosalegan brandara. Rosalegan. Algjöran hittara. Þannig er mál með vexti að við hér í sveitinni fáum nettengingu aðallega í gegnum örbylgjusamband og er fyrirtækið Emax stærst á þeim markaði. Sambandið var ekkert til að hrópa húrra fyrir svo brandarinn minn var þannig að í staðinn fyrir að kalla fyrirtækið Emax þá var það kallað Emíní. Þetta fannst mér alveg geðveikt. Ég sat og hikstaði af hlátri við tölvuna og flissaði svo á öllum æfingum. Svo kom stóra stundin og brandarinn mikli flaug út í loftið. Það hefði mátt heyra saumnál detta í Ýdölum. Engin viðbrögð, enginn hlátur, ekki einu sinni bros.  Þetta var hræðilegt augnablik. Algjörlega skelfilegt. Flopp dauðans. Sem betur fer var hlegið áður og á eftir en mega-brandarinn skall flatur.
Það kemur fyrir, einstaka sinnum, að ég segi brandara sem engum finnast fyndnir nema mér. Ég kalla það Emíní-augnablikin mín.

Ég skil samt ekki enn þá af hverju engum fannst þetta fyndið.





Ummæli

  1. Þetta hefur greinilega ekki verið þorrablótið sem ég mætti á. :)

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir