þriðjudagur, ágúst 12, 2014

Áhugaverð ritgerð

Á Skemmunni er að finna lokaverkefni háskólanema og jafnvel rannsóknarverkefni. Þetta gnægtarbrunnur upplýsinga en samt fann ég bara eina ritgerð (opna) um vanhæfi skv. sveitarstjórnarlögum.
Ritgerðin heitir Hæfisreglur 19. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og er eftir Ólaf Pál Vignisson.

Nú er rétt að benda á að ný sveitarstjórnarlög töku gildi 2012 en hæfiákvæðin eru svo keimlík að mér finnst ritgerðin alveg jafngild þrátt fyrir það. (Hægt að sjá ákvæðin hér.)

Ritgerðin er 112 síður og ég veit að fáir nenna að lesa svo langan texta. Hún er engu að síður mjög fróðleg og skrifuð á mannamáli. Því miður hefur óyfirlesna eintakið slæðst á vefinn svo einstaka ásláttarvillur eru í textanum. Er það miður.

Ég tók mér það bessaleyfi að taka út nokkra kafla sem mér þykir eiga við.


Um þetta sagði Ólafur (Jóhannesson)  einnig:
,,Nú sýnir reynslan, að dómgreind stjórnvalds er varlega treystandi, þegar það sjálft eða nánir vandamenn þess eru við mál riðnir og eiga hagsmuna að gæta í sambandi við málsúrslit. Afstaða þess mótast þá oft – vitandi eða óafvitandi – af þessum persónulegum hagsmunum. Þegar þannig stendur á, er næsta lítil trygging fyrir réttum og hlutlægum ákvörðunum stjórnvalds.
Réttaröryggi sýnist því best borgið, ef stjórnvald er almennt talið vanhæft til ákvörðunar í máli, þegar málsúrslit varða það sjálft eða nákomna venslamenn þess verulega.(leturbr. mín) “24 (bls. 14)

Hefur því hin síðustu ár ekki þótt nægilegt að byggja eingöngu á öryggisjónarmið við
túlkun á hæfisreglum, þar sem tengls starfsmanns við hið tiltekna mál kann að vera með þeim hætti að það vekji upp spurningar um óhlutdrægni hans, jafnvel þó leiða megi að því líkur að hann teljist málefnalegur í sinni vinnu. Í því sambandi skiptir ekki máli hvort starfsmaður eða nefndarmaður hafi komist að réttri niðurstöðu ef aðstæður við úrlausn máls hafa verið með þeim hætti að þau hafa dregið úr tiltrú á óhlutdrægni hans.47 Þannig kemst Páll Hreinsson að orði, að ef trú skortir almennt á það að komist hafi verið að málefnanlegri niðurtöðu ríkir óöryggi og því í raun skert réttaröryggi. Því sé talið nauðsynlegt að komið sé í veg fyrir að starfsmaður leysi úr máli ef hann er tengdur því eða aðilum þess með þeim hætti að út frá sjónarhóli hlutlauss og skynsams þriðja manns megi draga óhlutdrægni hans í efa með skynsamlegum hætti.48   (bls. 20)

Þannig getur þátttaka í undirbúningi máls falið það í sér að ekki verði unnt að telja sveitarstjórnarmann líta óhlutdrægt til umfjöllunar þess fyrir sveitarstjórn. Hafi sveitarstjórnarmenn sem jafnframt eru t.d. kennarar, leikskólastjórar, hafnarstjórar komið að undirbúningi tiltekins máls verða þeir taldir vanhæfir til meðferðar þess þegar það kemur til kasta sveitarstjórnar.

Eftir því sem hagsmunir tiltekins máls teljast miklir og varða sveitarstjórnarmanninn
verulega, t.d. ef um er að ræða mál er lýtur að atvinnuöryggi hans, fjárhagslegum
hagsmunum, launagreiðslum eða öðru þess þess háttar verður að telja hann vanhæfan til
meðferðar þess tiltekna og fyrirliggjandi máls. (bls 28)



Í málinu lág fyrir að sameina ætti tvo skóla í hreppnum í einn. Ágreiningur var uppi um hæfi þriggja hreppsnefndarmanna. Einn hreppsnefndarmanna sinnti ræstingarstarfi í 86%
starfshlutfalli við þann skóla. Með sameiningu skólanna yrði tali að einungis væri þörf fyrir eitt ræstingarstarf í hinum sameinaða skóla. Að mati ráðuneytisins stóðu hagsmunir
sveitarstjórnarmannsins af að skólahald haldi áfram í þeim skóla er hann sinnri ræstingum væru sérstakir og verulegir og því væri hætta á því að þeir hefðu að einhverju leyti mótað afstöðu hans til þeirra valkosta sem hreppsnefnd stóð frammi fyrir. Því hafi hann verið vanhæfur til meðferðar málsins.
  
Samkvæmt framangreindu skipti sköpum í þessu máli þeir hagsmunir sem
sveitarstjórnarmaðurinn kynni að hafa af úrlausn málsins. Í þessu sambandi litu þeir að
atvinnu hans og því um verulega og sérstaka hagsmuni að ræða. (bls 28-29)

Álit félagsmálaráðuneytisins 5. desember 1996 (ÚFS 1996:154) þar sem
talið var að skólastjóri tónskóla sveitarfélagsins sem jafnframt var varafulltrúi í sveitarstjórn, yrði vanhæfur þegar málefni tónskólans kæmu til kasta sveitarstjórnarinnar og þau vörðuðu skólann sérstaklega. (bls. 33)

Varði mál í sveitarstjórn, foreldra sveitarstjórnarmanns, systkini, ömmu og afa, börn og
barnabörn yrði hann talinn vanhæfur til meðferðar máls enda um afar nána venslamenn að ræða, eða það sem í stjórnsýslurétti hefur verið kallað skyldmenni í beinan legg91 Verður jafnframt að telja að sé sveitarstjórnarmaður mægður aðila máls í beinan legg, þ.e ef mál varðar t.d tengdaforeldri92 sveitarstjórnarmanns, mág eða mágkonu, afa og ömmu maka, jafnvel svili aðila máls o.s.frv., teljist hann vanhæfur á sama hátt. Sjá í þessu sambandi úrskurðfélagsmálaráðuneytisns 20. júlí 1998 (ÚFS 1998:109), þar sem sveitarstjórnarmaður var talinn vanhæfur í samræmi við 45. gr. þág. svsl. þar sem hann var svili aðila máls. Fram að þessu hafði ráðuneytið þó ekki viðurkennt að slík vensl leiddu til vanhæfis, sbr. t.d. úrskurð félagsmálaráðuneytisins 19. maí 1989 (ÚFS 1989:67) (bls. 43)

Hér verðum við aðeins að staldra við. Mágur aðstoðarskólastjóra, fyrst Litlulaugaskóla og svo Þingeyjarskóla, hefur setið í sveitarstjórn frá sic. 2008. Á þessum tíma hafa nokkrar ákvarðanir verið teknar um skólamál. Má þá viðamestu telja sameiningu Hafralækjar- og Litlulaugaskóla 2011. Er vert að hafa í huga að sveitarstjórnarlög 45/1998 voru í gildi.
Þá hef ég ekki ástæðu til að ætla að nánir venslamenn séu orðnir eitthvað ónánari með nýju lögunum.


Af ákvæði 1. málsl. 5. tölul. 1. mgr. 3.gr. ssl. leiðir að sveitarstjórnarmaður teljist vanhæfur til meðferðar máls, jafnvel þó hann teljist ekki aðili þess, né heldur að vensla maður hans, en þeir hafi engu að síður sérstakra og verulegra hagsmun að gæta af úrlausn málsins. 109
Undir framangreinda vanhæfisástæðu falla t.a.m. tilvik þegar sveitarstjórnarmaður hefur
fyrirsjáanlega sérstakra og verulegra fjárhagslegra framtíðarhagsmuna að gæta, hvort sem um tap eða hagnað væri að ræða. Í því sambandi má nefna álit umboðsmanns Alþingis, UA 19. október 1998 (2110:1997). (bls 51)

Í seinni tíð virðist tilhneygingin vera sú, varðandi það hvort sjónarmiðið um fámenni
sveitarfélaga geti leitt til tilslakana á hæfisreglum, að ef hægt verður að kalla til varamann eða þannig að sveitarstjórnarfundur teljist ályktunarbær í samræmi við 20. gr. svl., að þá megi leiða fremur að því líkur að sjónarmiðið um fámenni sveitarfélaga leiði ekki til þess að víkja megi frá hæfisreglum sveitarstjórnarlaga.175  (bls. 87)
Í þessum kafla er vitnað til ca. 50 manna sveitarfélaga sem fámennra. Rúmlega 900 manna sveitarfélag getur því varla flokkast sem fámennt í skilningi laganna.
Í 6. mgr. 19. gr. svsl. er vikið að því að vanhæfum sveitarstjórnarmanni beri að yfirgefa
fundarsal við meðferð og afgreiðsli málsins. Honum ber að hlýta niðurstöðu atvkæðagreiðslu um hæfi sitt sbr. t.d. álit félagsmálaráðuneytisins 30. mars 1995 (ÚFS 1995:54)
Ákvæðið er ekki skýrt nánar í athugasemdum með frumvarpinu en ákvæðið engu að síður hvílir á þeim rökum, sbr. FOB 1983:154, að tryggja að meðferð málsins fyrir sveitarstjórn geti farið fram frjálst og óhindrað án áhrifa frá hinum vanhæfa sveitarstjórnarmanni á fundinum. (bls 96)

Annars bara hress.
Góðar stundir.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...