þriðjudagur, nóvember 18, 2014

Að mismuna börnum

Um daginn var skoðanakönnun í sveitarfélaginu Þingeyjarsveit. Fyrst átti að vera íbúakosning sem hluti íbúa átti að taka þátt. Það var að sjálfsögðu ólöglegt. Þá var haldin skoðanakönnun og tekið fram sérstaklega að skoðanir íbúa á skólasvæði Þingeyjarskóla skiptu meira máli en skoðanir íbúa á skólasvæði Stórutjarnaskóla.
Þetta er fúlt en við erum fullorðið fólk.

Nú berast af því fregnir að nemendur unglingadeilda Þingeyjarskóla hafi fengið mini-ipada í hendur. Ég óska þeim til hamingju með það.
En það eru tveir skólar í Þingeyjarsveit. Þegar Reykjanesbær ákvað að ipad-væða unglingana sína gerðu þeir það í öllum skólunum sínum.
Ég veit ekki hvað nemendur unglingadeildar Stórutjarnaskóla eru margir. Sennilega í kringum 10. Kannski vildu kennarar ekki ipad-væðast, ég veit það ekki. Kannski sýndi engin/n frumkvæði. Ég veit það ekki heldur.
En ég er með óbragð í munninum. Mér finnst þetta ljótt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli