Tók saman skólamálaumræðuna þaðan sem frá var horfið síðast enda margt búið að gerast.
laugardagur, desember 26, 2015
fimmtudagur, desember 24, 2015
Plötuskápur foreldra minna
Ég hef alltaf haft gaman að tónlist. Ég veit ekki hvernig það kemur til en ég man þegar foreldrar mínir keyptu sér "græjur." Það var svona sambyggður kassi, sem er víst mjög retró og flott í dag, og ég var alveg heilluð af græjunni. Svo fóru að berast plötur inn á heimilið.
Ég lenti í einelti sem barn og var því einmana og asnalegur krakki. Mínar bestu stundir átti ég við þessar græjur, hlustandi á plötur foreldra minna, taka þær upp, uppgötva kanann.
Foreldrar mínir áttu hvorki mikið né veglegt plötusafn. Einu sinni var kom fljótlega inn á heimilið og hafði ég óskaplega gaman að henni. Spilaði hana í ræmur eins og sagt er.
Pabbi virðist ekki hafa verið mjög mikill áhugamaður um tónlist því hann keypti aðallega e.k. safnplötur.
Best fannst mér Juggernauts of the early 70's því á henni voru rokklög, m.a. "Mama told me not to come."
Hann keypti alla vega fjórar Top of the Pops plötur sem voru með hálfberum stelpum framan á. Engum þótti það neitt athugavert á sínum, en þetta æpir á konu núna í dag. Ég hlustaði á þessar plötur man ég. En svo kom sá tímapunktur að mér fannst "Crazy little thing called love" eitthvað skrítið. Þá uppgötvaði ég að þetta voru bara cover af lögunum. Þvílíkt prump.
Stóra systir mín átti þrjár Abba plötur sem mér fannst auðvitað mjög skemmtilegar The Album, Arrival og Greatest Hits með fræga coverinu. Þá átti hún líka plötuna með Bugsy Malone. Eins og gefur að skilja var hún ekki mjög hrifin af því að litla systir væri að spila plöturnar hennar.
Fljótlega kom upp úr dúrnum að pabbi hafði gaman að jazzi og átti hann safnplötur með Benny Goodman og Glenn Miller. Þá átti hann plötu með The Platters (ekki viss um að það hafi verið orginal bandið samt) þar sem "Only You" var í greinilegu uppáhaldi hjá honum.
Presley kom líka sterkur inn en til voru einar þrjár plötur með honum.Tvær safnplötur og ein stúdíóplata.Gamla rokkið var svolítið "in" því það var líka til ein plata með Bill Haley and The Comets.
Eitthvað kom inn meira af íslenskum plötum, t.d. voru alla vega tvær með Halla og Ladda. Önnur endar á Taktu nálina af mér. Einu sinni kom lítil stúlka í heimsókn og platan var spiluð fyrir hana. Henni fannst þetta síðasta lag mjög skrítið og ég man að pabba fannst það mjög skemmtileg uppákoma. Ég man ekki betur en þau hafi bæði haft gaman að.
Plata með Hljómsveit Ingimars Eydals var líka til. Á henni er "Lagið um litlu hjónin" sem mér fannst óskaplega skemmtilegt.
Daglegt háð með Jörundi og Götuskó með Spilverki þjóðanna. Þá keypti pabbi plötu af Hjálmtý Hjálmtýssyni því þeir unnu í sömu byggingu á sínum tíma. Annars höfðu foreldrar mínir ekki mjög gaman að klassískri tónlíst á vínyl-tímabilinu. Það breyttist seinna og man ég eftir þó nokkrum geisladiskum með t.d. Pavarotti.
Soundtrack úr The Great Gatsby var líka til, umslagið var bleikt með mynd af Miu Farrow. (Finn ekki þá útgáfu.) Á þeirri plötu er lagið "What'll I Do?" eftir Irving Berlin sem mér þótti skemmtilegt. Leitaði að því fyrir ekki löngu en gat ekki fundið.
Mér þykir skelfilegt að viðurkenna það núna en ég hafði óskaplega gaman að Goombay Dance Band plötunum tveimur sem komu inn á heimilið.
Þá voru til þrjár jólaplötur. Þessi með teiknaða snjókarlinum framan á sem er að spila á rafmagnsgítar fannst mér skemmtilegust. Finn hana ekki á netinu sem mér finnst skrítið þar sem hún var örugglega mjög vinsæl.
Pabbi keypti líka Hjálpum þeim sem ég var fljót að nappa.
Þá man ég að mamma keypti plötur af Gylfa Ægis af því hann hringdi sérstaklega til að selja þær. Ég held þær hafi aldrei verið teknar upp.
Þetta er það sem ég man af safninu í fljótu bragði.
Þar sem tónlistarsmekkur minn var ekki alveg á pari við foreldrana keypti ég mér plötuspilara þegar ég var tólf ára að mig minnir. Fyrsta platan sem ég keypti var In Transit með Saga og plata tvö var Í mynd með Egó.Mig minnir að Sögur af landi með Bubba hafi verið síðasta vínylplatan sem ég keypti.
Sei, sei já.
Ég lenti í einelti sem barn og var því einmana og asnalegur krakki. Mínar bestu stundir átti ég við þessar græjur, hlustandi á plötur foreldra minna, taka þær upp, uppgötva kanann.
Foreldrar mínir áttu hvorki mikið né veglegt plötusafn. Einu sinni var kom fljótlega inn á heimilið og hafði ég óskaplega gaman að henni. Spilaði hana í ræmur eins og sagt er.
Pabbi virðist ekki hafa verið mjög mikill áhugamaður um tónlist því hann keypti aðallega e.k. safnplötur.
Best fannst mér Juggernauts of the early 70's því á henni voru rokklög, m.a. "Mama told me not to come."
Hann keypti alla vega fjórar Top of the Pops plötur sem voru með hálfberum stelpum framan á. Engum þótti það neitt athugavert á sínum, en þetta æpir á konu núna í dag. Ég hlustaði á þessar plötur man ég. En svo kom sá tímapunktur að mér fannst "Crazy little thing called love" eitthvað skrítið. Þá uppgötvaði ég að þetta voru bara cover af lögunum. Þvílíkt prump.
Stóra systir mín átti þrjár Abba plötur sem mér fannst auðvitað mjög skemmtilegar The Album, Arrival og Greatest Hits með fræga coverinu. Þá átti hún líka plötuna með Bugsy Malone. Eins og gefur að skilja var hún ekki mjög hrifin af því að litla systir væri að spila plöturnar hennar.
Fljótlega kom upp úr dúrnum að pabbi hafði gaman að jazzi og átti hann safnplötur með Benny Goodman og Glenn Miller. Þá átti hann plötu með The Platters (ekki viss um að það hafi verið orginal bandið samt) þar sem "Only You" var í greinilegu uppáhaldi hjá honum.
Presley kom líka sterkur inn en til voru einar þrjár plötur með honum.Tvær safnplötur og ein stúdíóplata.Gamla rokkið var svolítið "in" því það var líka til ein plata með Bill Haley and The Comets.
Eitthvað kom inn meira af íslenskum plötum, t.d. voru alla vega tvær með Halla og Ladda. Önnur endar á Taktu nálina af mér. Einu sinni kom lítil stúlka í heimsókn og platan var spiluð fyrir hana. Henni fannst þetta síðasta lag mjög skrítið og ég man að pabba fannst það mjög skemmtileg uppákoma. Ég man ekki betur en þau hafi bæði haft gaman að.
Plata með Hljómsveit Ingimars Eydals var líka til. Á henni er "Lagið um litlu hjónin" sem mér fannst óskaplega skemmtilegt.
Daglegt háð með Jörundi og Götuskó með Spilverki þjóðanna. Þá keypti pabbi plötu af Hjálmtý Hjálmtýssyni því þeir unnu í sömu byggingu á sínum tíma. Annars höfðu foreldrar mínir ekki mjög gaman að klassískri tónlíst á vínyl-tímabilinu. Það breyttist seinna og man ég eftir þó nokkrum geisladiskum með t.d. Pavarotti.
Soundtrack úr The Great Gatsby var líka til, umslagið var bleikt með mynd af Miu Farrow. (Finn ekki þá útgáfu.) Á þeirri plötu er lagið "What'll I Do?" eftir Irving Berlin sem mér þótti skemmtilegt. Leitaði að því fyrir ekki löngu en gat ekki fundið.
Mér þykir skelfilegt að viðurkenna það núna en ég hafði óskaplega gaman að Goombay Dance Band plötunum tveimur sem komu inn á heimilið.
Þá voru til þrjár jólaplötur. Þessi með teiknaða snjókarlinum framan á sem er að spila á rafmagnsgítar fannst mér skemmtilegust. Finn hana ekki á netinu sem mér finnst skrítið þar sem hún var örugglega mjög vinsæl.
Pabbi keypti líka Hjálpum þeim sem ég var fljót að nappa.
Þá man ég að mamma keypti plötur af Gylfa Ægis af því hann hringdi sérstaklega til að selja þær. Ég held þær hafi aldrei verið teknar upp.
Þetta er það sem ég man af safninu í fljótu bragði.
Þar sem tónlistarsmekkur minn var ekki alveg á pari við foreldrana keypti ég mér plötuspilara þegar ég var tólf ára að mig minnir. Fyrsta platan sem ég keypti var In Transit með Saga og plata tvö var Í mynd með Egó.Mig minnir að Sögur af landi með Bubba hafi verið síðasta vínylplatan sem ég keypti.
Sei, sei já.
fimmtudagur, desember 17, 2015
Kostnaður endurbóta
Eins og allir muna voru skrifaðar skýrslur, endalausar skýrslur, en þrjár í síðustu lotu,. Þar af var ein frá Ráðbarði sem greindi viðhaldsþörf beggja skóla. Í þessari skýrslu er klásúla sem heitir Viðhald nú þar sem áætlað er hvað það eitt kosti að gera Hafralæklarskóla tilbúinn sem sameinaðan skóla. Er sú tala upp á kr. 16.600.000,- (Sextán milljónir og sexhundruð þúsund.)
Ég finn ekki fundargerðina þar sem það er samþykkt að fara í framkvæmdirnar en í bókun T-listans á síðasta sveitarstjórnarfundi kemur fram að kostnaðurinn hefði átt að vera undir 20 milljónum.
„Fulltrúar T lista sitja hjá við atkvæðagreiðslu um viðauka við fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2015. Það er óviðunandi að fjáraustur til Þingeyjarskóla við Hafralæk fari svo gríðarlega fram úr áætlunum sem raun ber vitni. Fulltrúar T-lista minna á að þegar ákveðið var að flytja allt skólahald Þingeyjarskóla í starfsstöðina að Hafralæk var gert ráð fyrir að kostnaður endurbóta húsnæðisins yrði innan við tuttugu milljónir.“
A-listinn leggur líka fram bókun og segir að það hafi verið samþykkt í sveitarstjórn 4. júní að það yrði hækkun á þessari tölu eða 37,5 m.kr. Eins og það skipti öllu máli að það hafi sko verið samþykkt í sveitarstjórn. Þau eru með meirihlutann og geta gert allt sem þeim sýnist Duh..
En þarna erum við stokkin frá innan við 20 milljónir í rúmar 37 milljónir.
Lokaniðurstaðan er svo 62,5 m.kr. Það er talsvert stökk.
Tökum nú upp vasareikninn og reiknum. 62,5 milljónir eru 376% meira en 16,6 milljónir. Aðeins.
Við hliðina á Viðhald núna klásúlunni í skýrslunni frá Ráðbarði er Viðhald síðar sem hljómar upp á 477 milljónir. Ef sú tala blæs líka út um 376% þá eru við að tala um viðbótarviðgerðarkostnað upp á 1.793.520,000. (Einn milljarð, sjöhundruð nítíu og þrjár milljónir, fimmhundruð og tuttugu þúsund.)
Mér dettur auðvitað ekki í hug að þetta fari svona og eflaust er meira inni í framkvæmdunum en bara þessi byrjun en það breytir því ekki að viðhaldsþörf Hafralækjarskóla er meiri en gert var ráð fyrir.
Í beinu framhaldi af því er vert að hafa í huga að Bjarni, sem skrifaði skýrsluna fyrir Ráðbarð. setur líka fram hugmynd um það hvað það kosti að byggja nýjan skóla:
Stærðargráða kostnaðar við að byggja nýtt 1700 m2 skólahús fyrir 150 nemendur er um 765 m.kr. Þá er miðað við byggingarkostnað við nýbyggingu grunnskóla sé kr.450.000,- á m2 í Þingeyjarsveit.
Ef viðgerðakostnaður á
Hafralækjarskóla slagar hátt upp í byggingu nýs skóla, svo ekki sé talað
um ef hann er beinlínis hærri, þá er það vissulega engin spurning að
hér þarf að staldra við og skoða málin.
laugardagur, desember 05, 2015
Litlir (plast)kassar
Ég veit ekki af hverju en ég er merkilega heilluð af gjörningnum hans Almars. Ég er kona og hann er nakinn karl svo það væri auðvelt að ætla að það sé aðdráttaraflið en ég held ekki. Það er þá á einhverju ómeðvituðu plani. Hann er nógu ungur til að vera sonur minn svo... nei, andskotinn. Það bæri þá líka eitthvað nýrra við.
Nektin er samt alveg örugglega stór hluti af aðdráttaraflinu, ég efast ekkert um það.
Í byrjun þegar kassinn var tómur hafði ég miklar áhyggjur af því að hann fengi kannski ekkert að borða. Svo hafði ég áhyggjur af því að honum yrði kalt um nóttina. Þá áttaði ég mig á því að þessi, ungi, varnarlausi maður (já, nekt gerir fólk varnarlaust) í kassanum vakti hjá mér einhverjar móðurlegar kenndir. Það fannst mér áhugavert. Sennilega er það málið, alla vega miðað við athyglina; þessi gjörningur vekur upp kenndir hjá fólki.
Sumum finnst þetta asnalegt, sumir verða reiðir, flestir virðast heillaðir eins og ég.
Tökum fyrir nektina. Af hverju þarf hann að vera nakinn? Mér finnst blasa við að fyrst hann ætlar að vera í glærum kassa í viku þá þurfi hann að ganga örna sinna, hann neyðist til að sýna prívat partana í beinni hvort sem er.
Svo fróaði hann sér. Auðvitað, þetta er ungur maður. Það fer enginn 23 ára einstaklingur í gegnum viku án einhvers konar kynlífs. Hvorki karl né kona.
Það er annar punktur:
Hvað ef það væri nakin kona í kassanum?
Það væri allt annað. Já, ég veit, tvöfalt siðgæði en svona er það. Ber kona er þreytt fyrirbæri, útjaskað og klámtengt. Sérstaklega ef hún fróar sér.
Ég studdi samt freethenipple, þannig að ég er með tvöfalt siðgæði í tvöfalda siðgæðinu. "Það er svo erfitt að vera manneskja."
Auðvitað hefði hann alveg getað hamið sig með rúnkið í eina viku (karlmenn geta nefnilega alveg hamið sig) en hefði það verið satt? Hann ætlar að "lifa" í beinni í viku. Ef hann myndi hemja sig þá væri gjörningurinn lygi.
Margir spyrja sig að tilgangi verksins. Þarf að vera tilgangur? Þurfum við alltaf að greina allt í spað? Gjörningurinn vekur kenndir og hugsanir. Er það ekki nóg þegar kemur að list?
Sumir hafa bent á sambandið við dýravernd. Dýr lifa í búrum og eru algjörlega upp á aðra komin með allar nauðþurftir. Alveg eins og Almar, hann treystir á að annað fólk færi honum mat og nauðþyrftir. Hann getur að vísu yfirgefið kassann ef ekkert berst það geta dýrin ekki.
Aðrir tala um að hann þurfi að taka til í kassanum. Mér hins vegar finnst þetta vera merking verksins:
Við lifum öll í litlum kössum og söfnum að okkur drasli. Við viljum líka lifa í beinni, við sýnum beint frá lífi okkar á facebook og twitter. Við lifum fyrir lækin. Sumir eru reiðubúnir að koma naktir fram fyrir frægðina. M.a.s. Stuðmenn.
Almar heldur uppi spegli sem við horfum á sjálf okkur í. Þess vegna erum við dáleidd. Þess vegna er þetta list.
Hvað ef það væri nakin kona í kassanum?
Það væri allt annað. Já, ég veit, tvöfalt siðgæði en svona er það. Ber kona er þreytt fyrirbæri, útjaskað og klámtengt. Sérstaklega ef hún fróar sér.
Ég studdi samt freethenipple, þannig að ég er með tvöfalt siðgæði í tvöfalda siðgæðinu. "Það er svo erfitt að vera manneskja."
Auðvitað hefði hann alveg getað hamið sig með rúnkið í eina viku (karlmenn geta nefnilega alveg hamið sig) en hefði það verið satt? Hann ætlar að "lifa" í beinni í viku. Ef hann myndi hemja sig þá væri gjörningurinn lygi.
Margir spyrja sig að tilgangi verksins. Þarf að vera tilgangur? Þurfum við alltaf að greina allt í spað? Gjörningurinn vekur kenndir og hugsanir. Er það ekki nóg þegar kemur að list?
Sumir hafa bent á sambandið við dýravernd. Dýr lifa í búrum og eru algjörlega upp á aðra komin með allar nauðþurftir. Alveg eins og Almar, hann treystir á að annað fólk færi honum mat og nauðþyrftir. Hann getur að vísu yfirgefið kassann ef ekkert berst það geta dýrin ekki.
Aðrir tala um að hann þurfi að taka til í kassanum. Mér hins vegar finnst þetta vera merking verksins:
Við lifum öll í litlum kössum og söfnum að okkur drasli. Við viljum líka lifa í beinni, við sýnum beint frá lífi okkar á facebook og twitter. Við lifum fyrir lækin. Sumir eru reiðubúnir að koma naktir fram fyrir frægðina. M.a.s. Stuðmenn.
Almar heldur uppi spegli sem við horfum á sjálf okkur í. Þess vegna erum við dáleidd. Þess vegna er þetta list.
mánudagur, nóvember 23, 2015
Ömurðar þjónusta 365
Við hjónin erum með net frá gamla emax sem 365 eiga núna. Frá því í vor er netið búið að vera rétt slarkandi en hræðilegt í nánast allt haust.
Ég veit ekki hvað ég er búin að hringja oft, þrivsvar, fjórum sinumm. Það er búið að taka niður "þjónustubeiðni" alla vega tvisvar. Síðast bað ég um að það yrði hringt í manninn minn, hann er bóndi og yfirleitt heima. Um daginn kem ég úr tíma og sé að það hefur verið hringt í símann minn. Þá var klukkan orðin fjögur og satt best að segja þá hélt ég virkilega að maðurinn myndi hringja aftur. Ég virkilega hélt það eftir tvær þjónustubeiðnir og nokkur símtöl. Nei, það gerist ekki.
Ég kem heim núna áðan og netið er ömurlegt að venju. Ég er kennari, nemendur mínir skrifa ritgerðir inni á google docs til þess að ég geti farið yfir þær, ég nota Kennsluvefinn mikið, ég er í fjarnámi sjálf í HÍ. Netið verður að vera í lagi. Þannig að ég er búin að fá nóg og hringi einu sinni enn í 365. Þar svarar Daníel.
Ég segi Daníel að þetta sé ekki í lagi, ég se búin að marghringja og ekkert gerist, og síðast hafi ég beðið um að yrði hringt í númer mannsins en það ekki gert. Hann biður um númer mannsins. Ég gef honum það. Svo rek ég aðeins söguna til að hann átti sig á því að þetta sé ekki í lagi. Þá biður hann aftur um númer mannsins. Þá segi ég að það skipti í rauninni ekki máli því maðurinn minn var búinn að ná í einhvern tæknimann hjá 365. Hins vegar sé staðan þannig að ég fái netið á ágætum kjörum hjá þeim vegna þess að það stendur sendir í landinu okkar og ef ég þurfi að skipta um fyrirtæki af því að þetta er "drulluléleg" þjónusta hjá þeim þá muni ég að sjálfsögðu rukka þá fyrir leigu á landinu. Þá segir Daníel:
Ég segi að ég sé bara orðin langþreytt á því að fá enga úrbót minna mála. Þá segir Daníel að ég sé bara að æsa mig, hann sé að reyna að liðsinna mér. "Hvernig?" spyr ég. "Nú með því að taka niður númerið sem við eigum að hringja í." Aðaltæknimaðurinn fái númerið og muni hringja. Þessi sem reyndi að hringja um daginn en hringdi ekki í rétt númer. "Þessi sem hringdi í heilt eitt skipti um daginn," segi ég. "Sumir myndu nú hringja til baka," segir þjónustulundaði starfsmaðurinn á 365.
Ég sagði Daníel, sem vildi ekki gefa mér upp fullt nafn , að ég myndi kvarta undan honum. Það fannst Daníel mjög skrítið þar sem hann hefði bara reynt að aðstoða mig en ég væri búin að "margblóta" í símann! Mér þætti gaman ef samtalið hefur verið tekið upp að einhver teldi blótsyrðin sem ég lét út úr mér.
En þar sem 365 gefa ekki upp netfang til kvörtunar þá kem ég henni á framfæri hér. Það er líka svo lélegt hjá mér netið að það eru takmörk fyrir hvað það hangir lengi inni.
Ég veit ekki hvað ég er búin að hringja oft, þrivsvar, fjórum sinumm. Það er búið að taka niður "þjónustubeiðni" alla vega tvisvar. Síðast bað ég um að það yrði hringt í manninn minn, hann er bóndi og yfirleitt heima. Um daginn kem ég úr tíma og sé að það hefur verið hringt í símann minn. Þá var klukkan orðin fjögur og satt best að segja þá hélt ég virkilega að maðurinn myndi hringja aftur. Ég virkilega hélt það eftir tvær þjónustubeiðnir og nokkur símtöl. Nei, það gerist ekki.
Ég kem heim núna áðan og netið er ömurlegt að venju. Ég er kennari, nemendur mínir skrifa ritgerðir inni á google docs til þess að ég geti farið yfir þær, ég nota Kennsluvefinn mikið, ég er í fjarnámi sjálf í HÍ. Netið verður að vera í lagi. Þannig að ég er búin að fá nóg og hringi einu sinni enn í 365. Þar svarar Daníel.
Ég segi Daníel að þetta sé ekki í lagi, ég se búin að marghringja og ekkert gerist, og síðast hafi ég beðið um að yrði hringt í númer mannsins en það ekki gert. Hann biður um númer mannsins. Ég gef honum það. Svo rek ég aðeins söguna til að hann átti sig á því að þetta sé ekki í lagi. Þá biður hann aftur um númer mannsins. Þá segi ég að það skipti í rauninni ekki máli því maðurinn minn var búinn að ná í einhvern tæknimann hjá 365. Hins vegar sé staðan þannig að ég fái netið á ágætum kjörum hjá þeim vegna þess að það stendur sendir í landinu okkar og ef ég þurfi að skipta um fyrirtæki af því að þetta er "drulluléleg" þjónusta hjá þeim þá muni ég að sjálfsögðu rukka þá fyrir leigu á landinu. Þá segir Daníel:
"Viltu að ég gefi þér samband við reikningsdeildina?"Þetta eru svo mikil hortugheit að það kemur á mig. Honum Daníel er sem sagt alveg skítsama þótt að kúnni sem borgar hlutdeild í laununum hans fái almennt og yfirleitt einhverja þjónustu eða ekki.
Ég segi að ég sé bara orðin langþreytt á því að fá enga úrbót minna mála. Þá segir Daníel að ég sé bara að æsa mig, hann sé að reyna að liðsinna mér. "Hvernig?" spyr ég. "Nú með því að taka niður númerið sem við eigum að hringja í." Aðaltæknimaðurinn fái númerið og muni hringja. Þessi sem reyndi að hringja um daginn en hringdi ekki í rétt númer. "Þessi sem hringdi í heilt eitt skipti um daginn," segi ég. "Sumir myndu nú hringja til baka," segir þjónustulundaði starfsmaðurinn á 365.
Ég sagði Daníel, sem vildi ekki gefa mér upp fullt nafn , að ég myndi kvarta undan honum. Það fannst Daníel mjög skrítið þar sem hann hefði bara reynt að aðstoða mig en ég væri búin að "margblóta" í símann! Mér þætti gaman ef samtalið hefur verið tekið upp að einhver teldi blótsyrðin sem ég lét út úr mér.
En þar sem 365 gefa ekki upp netfang til kvörtunar þá kem ég henni á framfæri hér. Það er líka svo lélegt hjá mér netið að það eru takmörk fyrir hvað það hangir lengi inni.
þriðjudagur, nóvember 10, 2015
"Af hverju kærirðu ekki?"
Ég, eins og fleiri, fór í uppnám í gær. Undanfarna daga hafa verið
að birtast fréttir í fjölmiðlum um „meintar“ nauðganir á tveimur kvennemendum í
Háskólanum í Reykjavík. Fréttirnar hafa allar verið á þá leið að brotin séu „gróf“
.
http://www.visir.is/grunur-um-naudgun-a-bekkjarskemmtun-hr/article/2015151109624 |
Í gær kastaði svo tólftunum þegar
Fréttablaðið birti hrikalega
frétt á forsíðu. Þar var talað um
íbúð „útbúna til nauðgana“ þar væru tæki og tól til ofbeldisverka og þeim hefði
verið beitt við meintar nauðganir. Er það furða að almenningur fái áfall?
Í lokin á þessari hryllingsfrétt,
og þetta er svo sannarlega hryllingsfrétt, var tekið fram að ekki hefði verið
farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum.
Það var þarna sem almenningur
fékk nóg. Það er hægt að fara fram á gæsluvarðhald yfir fólki við hina
smásmugulegustu glæpi en ekki þessum mönnum. Ég, og væntanlega fleiri, upplifði
þetta sem algjöra lítilsvirðingu við konur og fórnarlömb kynferðisofbeldis. Og
almenningur ákvað að þessi lítilsvirðing væri ekki ásættanleg. Almenningur tók
lögin í sínar hendur og birti myndir af mönnunum og nafngreindi þá. Þá var líka
mótmælt við lögreglustöðina.
Það var afar óheppilegt að
stöðufærslan með myndunum skyldi hvetja til ofbeldis gagnvart hinum grunuðu. Ég
held að það hafi ekki verið einhver alvöru meining hjá neinum. Það sem var að
gerast var, eins og kom fram á RÚV, að uppsöfnuð reiði braust fram. Hún
beindist ekki sérstaklega að þessum tveimur mönnum þótt henni hafi verið gefið
andlit þeirra. Það skal þó viðurkennt að ég er ekkert aðframkomin af samúð með
þeim. Vissulega er það rangt að persónugreina grunaða. En hvernig á að fá
lögregluna og dómsvaldið til að heyra að okkur er misboðið og hefur verið
lengi? Við erum búin að nefna það nokkrum sinnum. Kurteislega.
Strax í gærkvöldi kom fram að lýsing
Fréttablaðsins væri sennilega ekki alls kostar rétt. Í dag fer lögmaður annars
mannsins mikinn og segir að þetta sé allt saman rangt.
Það er auðvitað alveg jafn
hrikalegt ef fjölmiðlar sem hingað til hafa notið trausts setja fram mjög ýktar
fréttir til að selja sig. Gærdagurinn var óneitanlega himnasending
fjölmiðlanna. Þeir þurftu ekkert að gera annað en að copy-paste upp úr samfélagsmiðlunum.
Ef það reynist rétt að
Fréttablaðið hafi farið svona heiftarlega af sporinu þá má saksækja það hægri
vinstri mín vegna. Fjölmiðlar bera ábyrgð eins og sýndi sig svo sannarlega í
gær.
Hins vegar er það ekki komið í
ljós. Það eins sem við vitum er að tvær stúlkur hafa kært tvo menn fyrir
nauðgun. Vilhjámur H. Vilhjálmsson segir beinum orðum að engin nauðgun hafi átt
sér stað og að stúlkurnar séu lygarar: „Ég veit ekkert hvað býr í heilabúinu á
stúlkum sem ákveða að saka menn að ósekju um slíka hluti. Ég get ekki sett mig
inn í það hugarástand.“ Hann hefur bætt um betur og lagt fram kæru á hendurþeim fyrir rangar sakargiftir. Að vísu hefur málinu hvorki verið vísað frá né
dæmt í því sakborningum í vil en þetta er víst hægt samt sem áður. Það er að sjálfsögðu
ekki hægt að skilja þetta á annan veg en sem ógnun, hreinan sálfræðihernað.
Nú skulum við skoða tölur.
Í umræðunni hefur verið haldið
fram að 2-11% allra ákæra í kynferðisbrotamálum séu rangar sakargiftir. Guðrún
C. Emilsdóttir segir í grein
á Knúzinu þann 28. janúar 2013 eftir könnun á málaflokknum að þessi tala sé
miklu lægri eða varla nema 0,16%. Í bæklingi
frá Stígamótum segir að 2% af tilkynntum nauðgunum séu ekki á rökum reistar,
sama hlutfall og í öðrum málum. En við skulum vera mjög varfærin og ætla hið
versta. Það þýðir að lágmark 89%
allra nauðgunarkæra eru réttar. Ég hef auðvitað aldrei verið sérstaklega sterk
í stærðfræði en ég held samt að þetta flokkist undir mikinn meirihluta.
Líkurnar á röngum sakargiftum eru
því afar litlar. Að kæra fyrir þær snýst því um það eitt að fæla meint fórnarlamb
frá kærunni.
Nú skulum við setja upp ímyndað
dæmi þar sem við vitum að fórnarlambinu var alveg örugglega nauðgað. Sönnunarbyrðin
er hins vegar afar erfið og heldur ólíklegt að málið komist fyrir dóm. Þannig
að fórnarlambið, sem er niðurbrotið eftir atburðinn, þarf fyrst að fara í
læknisskoðun og skýrslutökur. Það þarf að horfa á efann í augum annarra og
jafnvel þola útskúfun. Svo ef málið kemst fyrir dóm þá er alls ekki víst að
sakfelling náist. Þá þarf fórnarlambið að gjöra svo vel að borga nauðgara sínum
bætur! Það er að sjálfsögðu óbærileg tilhugsun. Þá er það skömminni skárra að
þegja og láta sem ekkert sé.
Vilhjálmur heldur því fram að
vegna samskipta fyrir og eftir meinta nauðgun sé nauðgun ekki möguleiki. Mig
langar að ljúka þessu með tilvitnun í fyrrnefndan bækling Stígamóta, sem mun
víst vera e.k. þrýstihópur, þar sem segir:
Konur reyna þannig að meta aðstæður sínar og þær velja þá leið til að lifa árásina af, líkamlega og tilfinningalega, sem aðstæður og mat þeirra á þeim leyfir. Sumar konur loka sig tilfinningalega frá því sem er að gerast. Aðrar lýsa því hvernig tilfinningar þeirra sveiflast milli ótta og reiði meðan á nauðguninni stendur. Hafi reiðin yfirhöndina í upphafi nauðgunarinnar verður hún oft til að konan reynir að verja sig, þó ótti fremur en reiði geti líka stjórnað því að konur reyna að takast á við nauðgarann.Það eru því ekki til nein rétt eða röng viðbrögð við nauðgun, þau eru einstaklingsbundin, tengjast sjálfsmynd okkar, hvernig við lítum á annað fólk, fyrri lífsreynslu okkar, bakgrunni okkar og síðast en ekki síst aðstæðum þegar nauðgunin á sér stað. Öll viðbrögð kvenna við nauðgun eru eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum og þau miða að því að reyna að hafa einhverja stjórn á eigin lífi. Það verður vart nægjanlega undirstrikað hversu mikilvægt það er fyrir konur að hafa einhverja stjórn meðan á nauðguninni stendur og eftir hana. (bls. 18-19)Af ársskýrslum Stígamóta má einnig ráða að konurnar þekkja nauðgarana í nærri 85% tilvika. (bls. 15)
Mindblowing |
föstudagur, nóvember 06, 2015
Facebook fréttamennska
Fjölmiðlar eru iðulega kallaðir
fjórða valdið og þá vísað til þess að þeim beri að hafa eftirlit með valdhöfum
samfélagsins. Þá hafa fjölmiðlar einnig oft komið þeim sem minna mega sín til
varnar og rétt þeirra hlut.
En því miður þá standa og falla
fjölmiðlar með því að þeir seljist. Það nægir að skoða lista yfir vinsælustu
fréttir í nokkra daga til að átta sig á að vinsælustu „fréttirnar“ eru
yfirleitt ósköp slúðurskenndar. Beittar fréttaskýringar eiga ekki mikið upp á
pallborðið.
Nú hafa netmiðlarnir að miklu
leyti tekið yfir á fréttamarkaði. Þeir lifa á auglýsingatekjum og þurfa því
talsverða netumferð daglega til að halda velli. Auðvitað freistast margir til
að egna svokallaðar „smellbeitur“
til að fá sem flestar heimsóknir. Það er freistandi að álasa fjölmiðlum fyrir
þetta en það er stundum erfitt að átta sig hvort kemur á undan, eggið eða hænan: Verða
fjölmiðlar að vera með léttúðugan fréttaflutning því það er það sem lesendur
vilja eða eru fjölmiðlar búnir að ala lesendur á þessum léttúðuga
fréttaflutningi?
Nú bý ég úti á landi og það er
ljóst að fjölmiðlar hafa ekki mikinn áhuga á landsbyggðinni. Í mínu
sveitarfélagi hafa átt
sér stað hlutir sem ég er hreinlega undrandi á að hafi ekki ratað í fjölmiðla.
Nú eru þeir síst ómerkilegri en það sem þangað hefur komist. Kannski er
bara of langt að fara eða of lítill lesendahópur, ég veit það ekki.
Vegna þessarar furðu hef ég verið
að fylgjast aðeins með fréttaflutningi og það eru ákveðnir hlutir sem ég geld
varhug við.
Núna erum við öll og amma okkar á
Facebook. Auðvitað er þetta opinber vettvangur, ég átta mig á því. Samt sem
áður hef ég alltaf litið svo á að á Facebook sé fólk það sjálft, ekki starfið
sitt eða fulltrúar einhverra málefna, nema á þar til stofnuðum síðum, heldur
bara Jón og Gunna úti í bæ.
Hins vegar hafa þó nokkrar
fréttir undanfarið byggst á stöðufærslum á Facebook. Hvurslags fréttamennska er
það, eiginlega?Auðvitað koma upp hlutir sem eiga erindi og auðvitað er það gott
að Jón og Gunna eigi vettvang til að koma sínu á framfæri en þetta er farið að
vera svolítið mikið. Að búa til ,,fréttir" upp úr margdeildum færslum að deila svo um hver átti hugmyndina að fréttinni. Í alvöru.
Í gær var mér eiginlega alveg ofboðið
þegar Stundin skellir upp pistli, sem er mest lesna fréttin núna sem ber
fyrirsögnina:
Þetta hljómar auðvitað afar illa
svo ég féll fyrir smellbeitunni og las pistilinn. Og hvað er það sem gerðist?
Stillti prestur sér upp í predikun í kirkju og lagði til að einhverjum
einstaklingum yrði útskúfað?
Nei. Jóna Hrönn Bolladóttir, sem
er vissulega prestur, hafði sett Facebook athugasemd einhvers staðar, ég veit
ekki einu sinni hvar, svohljóðandi:
Jóna Hrönn er sem sagt ekki
venjuleg miðaldra kerling eins og ég sem röflar stundum á Facebook. Nei, hún er
formlegur kirkjunnar þjónn hverja einustu sekúndu dagsins og talar alltaf alls
staðar sem fulltrúi þjóðkirkjunnar. Nei, andskotinn. Ef við ætlum að gera svona
kröfur til presta þá verðum við bara að gjöra svo vel að hafa þá á fullum
launum allan sólarhringinn plús uppbótar vegna afsals persónufrelsis.Þá eru blessuð fórnarlömbin sem Jóna Hrönn hvetur til að séu ,,útskúfuð" útvarpsmenn sem hafa eðli málsins samkvæmt greiðan aðgang að fjölmiðlum og góðan talanda.
Gott fólk, ég veit að þetta er
erfitt. Ég veit að samkeppnin er mikil og það þarf stöðugt að matreiða eitthvað
smellvænt. En svona Facebook fréttamennska er bara djöfulsins leti.
mánudagur, október 26, 2015
Stóra blöffið
Sumir hlutir koma konu spánskt fyrir sjónir, að því virðist án skýringa. Svo heyrir kona kjaftasögu, sem gæti skýrt það sem áður virtist óskiljanlegt, reynist kjaftasagan sönn. Í upphafi skal tekið fram að efni umræddrar sögu, sem að sögn heimildarmanna er ,,altalað" hefur ekki verið staðfest.
Kjaftasagan er svohljóðandi:
Nýi stjórinn var beðinn um að sækja um stöðuna.
Hann sótti um á síðustu stundu.
Hann er í ársleyfi
frá sínu fyrra starfi.
Við skulum alveg hafa það á tæru
að þetta er kjaftasaga og um hana gilda sömu forsendur og aðrar kjaftasögur. Ég vona auðvitað að þetta sé ekki satt en það er tvennt sem ýtir undir grunsemdir:
Í fyrsta lagi ákvað
sveitarstjórnin að sjá sjálf um ráðninguna á nýja stjóranum í stað þess að fá
utanaðkomandi, óháðan aðila til þess. Það er mjög skrítið. Sérstaklega í ljósi
þess að flutningur í eitt hús var langt í frá sársaukalaus aðgerð.
Í öðru lagi dró sveitarstjórnin fram úr hófi að birta lista yfir umsækjendur og birti hann svo allt í einu. Það
vekur óneitanlega þá spurningu núna eftir hverju var verið að bíða?
Nú myndi ég halda að hafi einhver áhuga á starfi
þá sækti hann um það. Ef það þarf að biðja hann um að sækja um það þá hefur
hann væntanlega ekki mikinn áhuga á því, eða hvað?
Þá sýnir það nú ekki mikinn
skuldbindingarvilja að halda sínu gamla starfi svona til öryggis.
Er þetta kannski bara tímabundin
ráðning? Og hver væri tilgangurinn með því?
Þegar tvær stofnanir eru
sameinaðar þá er reynt að halda í menningu beggja. Það er reynt að taka það
besta frá báðum og skapa svo nýja, sameiginlega menningu. Það er m.a. gert með
því að halda svipuðu hlutfalli starfsmanna frá báðum stofnunum. Það er líka
gert til þess að rekja upp gömul bandalög og búa til ný.
Þá þykir mér það blasa við að ef
nýr stjórnandi ætlar sér að stjórna stofnun þá ræður hann ekki gömlu stjórnendurna
aftur inn. En það er auðvitað bara ég.
Sé kjaftasagan sönn þá gæti þessi litla, sæta samsæriskenning átt við:
Eftir eitt ár myndi nýi „stjórinn“,
sem væri þá búinn að sinna uppsagnarskítverkunum, hverfa aftur til síns fyrra starfs af
einhverjum ástæðum. Þegar hann
hverfur af vettvangi væri ákveðið að reyna hafa sem minnst umrót barnanna
vegna og staðgengill skólastjóra tæki bara við. Svona eins og gert var með sveitarstjórann, þið vitið. Það vantar ekki fordæmið.
Þetta myndi skýra af
hverju í ósköpunum uppsagði stjórinn, með góðan starfslokasamning í vasanum, sætti sig við stöðulækkun. Hver gerir það?
Hafralækjarskóli stæði eftir
óbreyttur með sína gömlu menningu og alla starfsmenn þótt hann gengi undir
dulnefninu Þingeyjarskóli.
Í næsta pistli mun ég svo segja ykkur hver skaut Kennedy.
laugardagur, október 17, 2015
The Winner takes it all
Þann 15. okt.sl. var tekin fyrir
á sveitarstjórnarfundi Þingeyjarsveitar „Sáttatillaga“ frá nokkrum Reykdælingum.
Ég klóraði mér nú aðeins í höfðinu yfir þessu, satt best að segja. Samkvæmt
minni málvitund er sáttatillaga aðeins gild þegar tveir (eða fleiri) sem hafa
sama eða svipað vægi deila. Því fer órafjarri hér. Við skulum tala
tæpitungulaust. Reykdælingar eru hinir sigruðu í þessari deilu.
Þannig að þið sjáið að Hafralækjardeild heldur öllu sínu fólki. Átta kennarar (í rauninni níu) á móti þremur úr Litlulaugadeild. Hvernig ætli að skólamenningu Litlulaugaskóla reiði af í þessu umhverfi?
Fyrir það fyrsta eru
Hafralækjarskóli og Litlulaugaskóli ekki sameinaðar stofnanir. Litlulaugaskóla
var slátrað og leifunum sópað undir Hafralækjarskóla. Að sama nafnið hafið
verið sett fyrst á báða skóla í vondu millispili breytir engu þar um.
Bara svo það sé á hreinu; mér
þykir sameining skólanna þarft skref. (Sameining, takið eftir.) Þegar tveir skólar eru sameinaðir þarf að
hætta starfsemi í öðru húsinu, það liggur fyrir. Það liggur alveg jafnljóst
fyrir að sá skóli sem missir húsnæðið stendur veikari að vígi. Það þarf að hafa
í huga og bregðast við. Það var að sjálfsögðu ekki gert.
Sjö kennarar tilheyrðu
Litlulaugadeild. Af þessum sjö var fjórum sagt upp.
Átta kennarar tilheyrðu
Hafralækjarsdeild. Af þeim var engum sagt upp. Engum.
Inni í þessum tölum hef ég hvorki
íþróttakennara né skólastjóra en ég tel þá tilheyra báðum deildum. Hins vegar
hef ég aðstoðarskólastjórana inni í þessum tölum.
Aðstoðarskólastjóri
Hafralækjardeildar sagði upp sjálfur og skólastjórinn sem upphaflega var ráðinn
í Hafralækjarskóla var sagt upp umfram lagaskyldu.
Af þessum fjórum sem sagt var upp í Litlulaugadeild var þremur sagt
upp á grundvelli hæpins hæfismats þar sem engar fyrirfram gefnar forsendur lágu
fyrir.
Aðstoðarskólastjóri
Litlulaugadeildar vildi halda áfram vinnu og óskaði eftir samþættaðri
stjórnunarstöðu ásamt kennslu. Við því var ekki hægt að verða. Hins vegar var,
ca. korteri eftir að nefndur aðstoðarskólastjóri var búinn að skrifa undir
starfslokasamning og afsala sér kærurétti, tilkynnt að skólastjórinn (sem þurfti
ekki að segja upp en var samt gert, I really wonder why) hafi verið ráðinn í óauglýsta samþættaða stjórnunarstöðu ásamt kennslu. Að vísu var fyrst sagt að um 50%
stjórnunarstöðu án kennsluskyldu væri að ræða. Án kennsluskyldu reyndist vera gríðar hnyttinn orðaleikur því hann kennir þrátt
fyrir að vera ekki skyldugur til þess. Þá hefur staðan ,,bólgnað“ lítillega út og
er orðin 70%. Fulltrúi stéttarfélags sem ég ræddi við sagði þetta „óhreint.“ Ég
ætla að bæta um betur og kalla þetta skítlega framkomu.
Þá var fv. aðstoðarskólastjóri Hafralækjardeildar
ráðinn aftur án auglýsingar sem myndmenntakennari.
Þannig að þið sjáið að Hafralækjardeild heldur öllu sínu fólki. Átta kennarar (í rauninni níu) á móti þremur úr Litlulaugadeild. Hvernig ætli að skólamenningu Litlulaugaskóla reiði af í þessu umhverfi?
Auðvitað samþykkti meirihluti
sveitarstjórnar ekki sáttatillöguna enda eru hlutirnir algjörlega eftir hans
höfði og óþarfi að sættast á eitt eða neitt.
Vilji þessi hópur eða aðrir
Reykdælingar reyna eitthvað frekar fyndist mér eðlilegt að athuga hvort meðalhófsreglan hafi
verið brotin í þessu ferli. En það er auðvitað bara tillaga.
Með baráttukveðju.
þriðjudagur, október 13, 2015
En með hverjum viltu vinna?
Það eru nokkrir hlutir sem mig langar að velta upp í framhaldi af síðustu færslu.
Í bréfi sveitarstjóra til þeirra kennara sem voru í uppsagnarhættu segir:
Fram hefur farið samanburður á hæfi allra starfsmanna skólans. Eftir yfirferð gagna og þeirra upplýsinga sem fyrir liggja, bendir vinna sem farið hefur fram á vegum sveitarstjórnar vegna skipulagsbreytinga til þess að aðrir starfsmenn standi þér framar þegar kemur að því að ákveða hverjir muni áfram gegna störfum við Þingeyjarskóla.
Hvernig er hæfi kennara metið? Er ekki eðlilegast að skólastjóri eða helst óháður, utanaðkomandi aðili sitji í kennslustundum kennarans og meti færni hans við kennslu? Það var ekki gert.
Er ekki eðlilegt að starfsmenn séu látnir vita af því að hæfismat sé í gangi? Mér vitanlega var það aldrei nefnt. Nýi skólastjórinn nefnir ekki hæfismat í viðtali við 641.is, hann nefnir aðeins viðtöl. Á þessu tvennu er reginmunur.
Nú má halda því fram að fólki megi vera það ljóst að um hæfismat sé að ræða við slíkar aðstæður en ég mótmæli því. Í samskiptum við opinbera aðila á einstaklingi ekki að vera eitt eða neitt ljóst. Hinn opinberi aðili hefur upplýsingaskyldu gagnvart einstaklingnum og sé gert á honum hæfismat ber að segja honum það með beinum og skýrum hætti. Mér þykir jafn sjálfsagt að almennur vinnuveitandi tilkynni starfsfólki sínu að hæfismat eigi að fara fram hafi það úrslitaþýðingu um áframhaldandi starf.
Nú er ég ekki að mótmæla hæfismati sem slíku, mér finnst bara eðlilegt að fólk viti að það sé að fara fram og ráði því og velji hvort það vilji gangast undir það. Auk þess er ekki sjálfgefið að uppsagnir við skipulagsbreytingar byggi á hæfismati. Þær byggja iðulega á starfsaldri eða menntun. Hefði ekki verið eðlilegast að segja öllum upp og auglýsa eftir fólki þar sem skýrt kæmi fram eftir hverju væri verið að leita?
En fyrst hæfismat réð þá er eðlilegt að þeir sem fyrir því urðu viti hvað var verið að meta. Kom það skýrt fram? Voru allir metnir út frá sömu forsendum og hvaða forsendur voru það?
Núna er nýi skólastjórinn að reka svokallaða teymiskennslu, var miðað hversu móttækilegt fólk væri fyrir þeirri kennsluaðferð? Kom það fram? Stóð í bréfinu fræga eitthvað á þessa leið t.d.:
Litið var til samskiptafærni, stundvísi og viðhorfs til teymiskennslu. Þú hefur góða samskiptafærni og ert mjög stundvís en þar sem þú hefur ekki hug á teymiskennslu er ólíklegt að þú verðir ráðin/n?
Ef hin mjög svo undarlega spurning: "Með hverjum viltu ekki vinna?" snerist um tilvonandi teymisvinnu hefði þá ekki verið mun eðlilegra að spyrja: "Með hverjum finnst þér gott að vinna?"? Takið eftir hvað andinn breytist allur við þessa litlu umorðun.
Þá er rétt að það komi fram að sé starfsmaður gagnrýndur þá á hann rétt á að vita hver bar fram gagnrýnina. Vissu það allir sem tjáðu sig?
Þá hlýt ég að gera athugasemdir við hinn óháða aðila sem að þessu ferli kom.
Ingvar er mjög fær skólamaður, um það verður ekki deilt. Hins vegar gerði hann skýrslu um faglega hlið skólanna um veturinn. Nú mætti ætla að það myndi einmitt gera hann hæfari til starfans en er það svo? Má ekki ætla að hann hafi verið búinn að mynda sér skoðun áður en hann kom að uppsagnarferlinu? Öll erum við jú, mannleg og hlutleysið er erfitt. Við myndum okkur alltaf einhverja skoðun. Má ekki líka ætla að einstaklingar hefðu komið öðruvísi fram og kannski ekki jafn frjálslega ef þeir hefðu vitað að þeir væru í rauninni í löngu atvinnuviðtali?
Þá kom fram gagnrýni á skýrslu Ingvars frá Kennarafundi Litlulaugadeildar Þingeyjarskóla. Það er vægast sagt óheppileg tilviljun að svo skyldi aðeins kennurum á Litlulaugadeild vera sagt upp.
Ég vil taka fram að ég veit að Ingvar tók þessari gagnrýni vel og ég hef enga trú á að persónuleg óvild af hans hálfu hafi ráðið þarna för. Hins vegar tel ég fyrri aðkoma hans geri hann óheppilegan til að taka þessi viðtöl* og gagnrýnin sem síðar var sett fram gerir að verkum að langeðlilegast hefði verið að fá annan aðila. Við eigum nóg af öðrum góðum skólamönnum. Þarf ekki að fara lengra en til Akureyrar til að finna þá.
Ég endurtek að ég er ekki að gagnrýna Ingvar. En í svona ferli þarf allt að vera pottþétt og hafið yfir vafa. Ég tel því miður að sú sé ekki raunin.
*Dómari sem kveður upp gæsluvarðhaldsúrðskurð má ekki dæma við aðalmeðferð máls svona til að nefna eitthvert dæmi.
laugardagur, október 10, 2015
"Með hverjum viltu ekki vinna?"
Það er alltaf vont þegar þarf að
segja upp fólki og eðlilegt að gera þá kröfu að til slíks sé vandað.
Sérstaklega í fámennu sveitarfélagi þar sem atvinna hvað þá sérhæfð er ekki á
hverju strái.
Í vor þurfti að segja upp kennurum
og stjórnendum við Þingeyjarskóla í Þingeyjarsveit. Til þessara uppsagna kom
vegna sameiningar Þingeyjarskóla í eitt hús en hann hafði verið rekinn á
tveimur starfsstöðvum frá 2012. Samfélagið er smátt og nánast allir þekkja
alla. Eðlilegast hefði verið (að mínu mati, um þetta má deila) að segja öllum
upp og auglýsa svo þær stöður sem ætla mætti að þyrfti við eins-húss-skóla. Til
að fyrirbyggja misskilning vil ég taka fram að ég hefði ekki sótt um, ég get
illa hugsað mér að vinna hjá Þingeyjarsveit eins og sakir standa. En með því að
auglýsa stöður þá hefðu fleiri getað sótt um og eðlileg (og tímabær) endurnýjun
hefði getað átt sér stað.
Ákveðið var að fara ekki þessa
leið heldur segja upp skólastjóranum umfram lagaskyldu og ráða nýjan. Þrátt
fyrir talsverðar deilur og særindi innan sveitarfélagsins ákvað sveitarstjórnin
ekki að fá utanaðkomandi aðila til að sjá um ráðningu skólastjórans, eins og
t.d Capacent, heldur ákvað að sjá um ráðninguna sjálf. Sem má þykja heldur
undarlegt þar sem hún vill ekki vera um of með nefið ofan í stjórnsýslunni!
Nýr skólastjóri var ráðinn og
virðist ráðningin ágætlega óhlutdræg. Hins vegar fékk nýi skólastjórinn að
hefja störf sín á því að segja upp fólki.
Það var sem sagt ákveðið að sumum
yrði sagt upp. Nýja skólastjóranum til aðstoðar var fengin utanaðkomandi hjálp
svo allrar sanngirni sé gætt.
Ég veit svo sem ekki nákvæmlega
hverjir sáu um viðtöl og tóku lokaákvörðun um uppsagnir, hins vegar virðist
viðkomandi hafa tekist á nánast yfirnáttúrulegan hátt að klúðra öllu sem hægt
var að klúðra.
Fyrst bárust okkur fréttir að
bréfum sem innihéldu hinar ómerkilegustu dylgur. Bréfasendingin var fóðruð með
því að fólk ætti andmælarétt við uppsagnir en að láta dylgjur ráða för þykir
mér ómaklegt.
En hvaðan komu þessar dylgur? Í
haust birtist viðtal við kennara sem var sagt upp og nefndi hann að honum hefði
m.a. verið fundið til foráttu að vera svo erfiður í samstarfi. Þar með var orðið ljóst að samstarfsfólk
var spurt um hvert annað.
Þetta hef ég fengið staðfest frá
fleiri en einum og fleiri en tveimur aðilum. Í starfsviðtölunum sem tekin voru
við fólk var borin fram spurning einhvern veginn svohljóðandi:
„Er einhver sem þér finnst erfitt að vinna með?“
Ja-há.
Fyrst persónulegt álit fólks á
hvert öðru var tekið inn í jöfnuna þá langar mig að spyrja:
- Voru foreldrar spurðir að því hverjir þeir vildu að kenndu börnunum þeirra?
- Voru nemendurnir spurðir um hvaða kennarar þeim þættu góðir?
- Var horft til námsárangurs og/eða vellíðunar nemenda?
Eða var bara samstarfsfólkið
spurt?
Hverjum gat mögulega dottið í hug
að fólk sem stendur frammi fyrir því að missa lífsviðurværið sitt og jafnvel
búsetugrundvöll í sveitarfélaginu sé heppilegur dómari á fólkið sem það er að
keppa við um stöður?
Ég veit ekki hvort fólk vissi af þessari spurningu fyrirfram en það vissi auðvitað af henni eftir fyrsta viðtal.
Hvað ætli að gerist í aðstæðum
sem þessum þar sem fólk getur ekki bara gefið sjálfu sér plús heldur öðrum
mínus? Og ef mínusarnir eru nógu margir...
Nú vil ég taka fram að ég áfellist ekki fólk sem er að berjast fyrir lífsviðurværi sínu. Ég áfellist hins vegar fólk sem skapar svona aðstæður og setur fólk í svona stöðu.
Þetta eru forkastanleg
vinnubrögð.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...