fimmtudagur, september 03, 2015

Auglýsingaskylda starfa

Af engri sérstakri ástæðu langar mig til að fjalla aðeins um auglýsingaskyldu starfa í grunnskólum.
Meginreglan* er sú að auglýsa skal öll laus störf kennara. Á því eru þó ákveðnar undantekningar.
 
Í kjarasamningi grunnskólakennara14. grein segir:




Get ég ekki betur séð en að auglýsingaskyldan sé nokkuð skýr.
Nú hefur sá leikur verið leikinn sums staðar að ráða "tímabundið" í stöðu og framlengja svo ráðninguna. Eða að ráða bara í hlutastarf og stækka svo starfið. Það má vera að svona æfingar séu ekki beinlínis lögbrot en siðlausar eru þær.
Enda hef ég ekki nokkra trú á öðru en svona æfingar heyri til undantekninga. Gott fólk í góðu samfélagi gerir sér að sjálfsögðu ekki leik að því að fara í kringum lögin. Og heiðarlegt og hæft fólk vill ekki fá starf með þessum hætti.




*Stutt skilgreining: Meginreglur laga eru óskráðar reglur sem ályktað verður um á grundvelli einstakrar réttarreglu, fleiri réttarreglna, heils réttarsviðs eða laganna í heild
Ef tiltekin meginregla er skráð (sbr. t.d. 65. gr. STS) breytist réttarheimildarleg staða reglunnar
Eftir skráningu styðst hún við settan rétt

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...