fimmtudagur, ágúst 11, 2016

Sporslur á sporslur ofan

Samkomulagið er í ellefu liðum. Engar tölur eru gefnar upp í samningnum. * Það vekur athygli mína að strax í 3. lið er tiltekið að starfsmaður beri engar vinnuréttarlegar skyldur gagnvart vinnuveitanda á því tímabili: "... nema vinnuveitandi ráði hana aftur til starfa á því tímabili."

Í 7. lið er tiltekið að starfsmanni sé heimilt að ráða sig til annarra starfa "þar með talið vinnuveitanda / Þingeyjarskóla án þess að ofangreindar greiðslur á starfslokatímabili skerðist"

Eflaust eru svipuð ákvæði í hinum starfslokasamningunum en þetta er sá fyrsti sem var gerður og því frumgerðin.  Því vaknar óneitanlega sú spurning að ráðning viðkomandi í annað starf við skólann hafi verið löngu ákveðin. Ég get auðvitað ekkert fullyrt um það til eða frá en sá grunur vaknar.

Hvað varðar "ofangreindar greiðslur" þá er kveðið á um þær í 4. lið samningsins:


Nú er ég enginn sérfræðingur í starfslokasamningum og það getur vel verið að fólk haldi öllum hlunnindum. Venjulegt launafólk sem á rétt á biðlaunum fær nú yfirleitt bara föst dagvinnulaun auk fastrar ómældrar yfirvinnu. Hér er hins vegar um öll hlunnindi ræða, m.a. "tilfallandi" greiðslur.

Þá á bifreiðastyrkur að vega upp á móti kostnaði sem starfsmaður leggur út. Vissulega er dýrt að aka á milli starfsstöðvanna að Hafralæk annars vegar og Litlulaugum hins vegar og eðlilegt að starfsmaður beri ekki kostnað af því. En að útsvarsgreiðendur greiði óekna kílómetra sem sporslu tel ég í hæsta máta óeðlilegt.
Þá fær viðkomandi starfsmaður full laun á tíma sem undir öllum venjulegum kringumstæðum er orlofstími auk þess að fá síðan greitt orlof í lok samningstímans.

Þeir sem áhuga á að kynna sér nánar kostnað okkar útsvarsgreiðenda vegna viðkomandi starfsmanns geta skoðað upphæðir hér og hér. Það getur verið áhugavert að setja tölurnar í samhengi við annan kostnað sveitarfélagsins en ég læt öðrum það eftir.

* Ég rakst á fundargerð frá Flóahreppi þar sem heildarkostnaður vegna starfslokasamnings var gefinn upp.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...